Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu“

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Hlut­verka­set­urs og vara­formað­ur Geð­hjálp­ar, seg­ir að of mikl­ar fjár­hæð­ir fari í kerf­ið í stað þess að leysa vanda­mál­in sem fá­tækt veld­ur. El­ín, Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu og Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins voru við­mæl­end­ur Mar­grét­ar Marteins­dótt­ur í Pressu í gær.

„Gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu“
Fátækt Kristín Heba Gísladóttir, Inga Sæland og Elín Ebba Ásmundsdóttir voru viðmælendur Margrétar Marteinsdóttur í Pressu gærdagsins.

Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, sagði þau hjá Vörðu aldrei hafa séð niðustöður í líkingu við þær sem sáust í nýlegri skýrslu þeirra um stöðu fatlaðs fólks. „Við höfum aldrei séð svona tölur. Þetta eru ekki tölur sem eru boðlegar í velferðarsamfélagi.“ Hún segir ekki annað hægt en að kalla skýrlsuna kolsvarta.

Samkvæmt nýjum skýrslum frá Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, og Unicef er fátækt barna að aukast á Íslandi. Í þeirri síðarnefndu kemur fram að eitt af hverjum átta börnum býr við fátækt. Skýrsla Vörðu leiðir í ljós að staða einhleypra fatlaðra mæðra er einstaklega slæm. Hjá þeim hópi eru níu af hverjum tíu sem geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum. 

Í nýjasta þætti Pressu ræddi Margrét Marteinsdóttir við þær Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdarstjóra Hlutverkaseturs og varaformann Geðhjálpar, Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Vörðu og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Umræðuefnið var fátækt á Íslandi, einkum fátækt barna.

Gígantískar upphæðir í kerfið í stað þess að greiða fólki framfærslu

Elín Ebba Ásmundsdóttur, framkvæmdarstjóri Hlutverkaseturs og varaformaður Geðhjálpar, segist gagnrýnin á geðheilbrigðiskerfið. „Ætlum við að senda manneskju sem líður fátækt til geðlæknis að fá uppáskrifuð lyf til að halda út skort? Eigum við að senda fólk í hugræna atferlismeðferð til að þú breytir hugarfari þínu og sættir þig við að borða núðlur í annað hvert mál. Er þetta leiðin?“

Hún segir að færri heilbrigðisvandamál væru fyrir hendi ef skorti fólks væri betur sinnt. Miklum peningum væri eytt í heilbrigðisþjónustu, lögreglu og barnaeftirlit til að bregðast við bágum aðstæðum fólks. „Það eru gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu.“ 

„Kannski ef við myndum vinna betur að því að jafna þetta samfélag út þá væri ekki svona mikið af vandamálum“

Þótt hægt væri að stórbæta líðan fólks með því að veita þeim aðeins meiri peninga segir Elín lítinn áhuga á því. „Það hentar ekki þeim sem kannski græða ekkert á því.“ Hún segir að hægt væri að uppskera mikið væri þessi leið farin. Bæði í geðheilbrigðisþjónustu og almennt í heilbrigðisþjónustu. En hún segir fólk sem búi við skort vera líklegra til að þróa með sér heilsufarsvanda s.s. hjártaáföll, sykursýki og krabbamein. Þetta bitni svo á heilbrigðiskerfinu sem sé illa statt.

„Kannski er orsökin falin í því að við erum að fást við fátækt. Kannski ef við myndum vinna betur að því að jafna þetta samfélag út þá væri ekki svona mikið af vandamálum. En það vill það enginn.“

Hér má sjá nýjasta þátt Pressu í heild sinni:

 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HP
    Hugrún Pétursdóttir skrifaði
    Þennan þátt þurfa allir að sjá og heyra. Sláandi niðurstöður og sorgleg staðreynd 😥
    1
  • Heiðar Þorleifsson skrifaði
    " þín áskrift hefur áhrif "
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár