Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu“

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Hlut­verka­set­urs og vara­formað­ur Geð­hjálp­ar, seg­ir að of mikl­ar fjár­hæð­ir fari í kerf­ið í stað þess að leysa vanda­mál­in sem fá­tækt veld­ur. El­ín, Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu og Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins voru við­mæl­end­ur Mar­grét­ar Marteins­dótt­ur í Pressu í gær.

„Gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu“
Fátækt Kristín Heba Gísladóttir, Inga Sæland og Elín Ebba Ásmundsdóttir voru viðmælendur Margrétar Marteinsdóttur í Pressu gærdagsins.

Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, sagði þau hjá Vörðu aldrei hafa séð niðustöður í líkingu við þær sem sáust í nýlegri skýrslu þeirra um stöðu fatlaðs fólks. „Við höfum aldrei séð svona tölur. Þetta eru ekki tölur sem eru boðlegar í velferðarsamfélagi.“ Hún segir ekki annað hægt en að kalla skýrlsuna kolsvarta.

Samkvæmt nýjum skýrslum frá Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, og Unicef er fátækt barna að aukast á Íslandi. Í þeirri síðarnefndu kemur fram að eitt af hverjum átta börnum býr við fátækt. Skýrsla Vörðu leiðir í ljós að staða einhleypra fatlaðra mæðra er einstaklega slæm. Hjá þeim hópi eru níu af hverjum tíu sem geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum. 

Í nýjasta þætti Pressu ræddi Margrét Marteinsdóttir við þær Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdarstjóra Hlutverkaseturs og varaformann Geðhjálpar, Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Vörðu og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Umræðuefnið var fátækt á Íslandi, einkum fátækt barna.

Gígantískar upphæðir í kerfið í stað þess að greiða fólki framfærslu

Elín Ebba Ásmundsdóttur, framkvæmdarstjóri Hlutverkaseturs og varaformaður Geðhjálpar, segist gagnrýnin á geðheilbrigðiskerfið. „Ætlum við að senda manneskju sem líður fátækt til geðlæknis að fá uppáskrifuð lyf til að halda út skort? Eigum við að senda fólk í hugræna atferlismeðferð til að þú breytir hugarfari þínu og sættir þig við að borða núðlur í annað hvert mál. Er þetta leiðin?“

Hún segir að færri heilbrigðisvandamál væru fyrir hendi ef skorti fólks væri betur sinnt. Miklum peningum væri eytt í heilbrigðisþjónustu, lögreglu og barnaeftirlit til að bregðast við bágum aðstæðum fólks. „Það eru gígantískar upphæðir sem við erum að eyða í kerfið í stað þess að greiða fólki meiri framfærslu.“ 

„Kannski ef við myndum vinna betur að því að jafna þetta samfélag út þá væri ekki svona mikið af vandamálum“

Þótt hægt væri að stórbæta líðan fólks með því að veita þeim aðeins meiri peninga segir Elín lítinn áhuga á því. „Það hentar ekki þeim sem kannski græða ekkert á því.“ Hún segir að hægt væri að uppskera mikið væri þessi leið farin. Bæði í geðheilbrigðisþjónustu og almennt í heilbrigðisþjónustu. En hún segir fólk sem búi við skort vera líklegra til að þróa með sér heilsufarsvanda s.s. hjártaáföll, sykursýki og krabbamein. Þetta bitni svo á heilbrigðiskerfinu sem sé illa statt.

„Kannski er orsökin falin í því að við erum að fást við fátækt. Kannski ef við myndum vinna betur að því að jafna þetta samfélag út þá væri ekki svona mikið af vandamálum. En það vill það enginn.“

Hér má sjá nýjasta þátt Pressu í heild sinni:

 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HP
    Hugrún Pétursdóttir skrifaði
    Þennan þátt þurfa allir að sjá og heyra. Sláandi niðurstöður og sorgleg staðreynd 😥
    1
  • Heiðar Þorleifsson skrifaði
    " þín áskrift hefur áhrif "
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár