Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vesturbyggð leggst gegn affriðun Vatnsfjarðar

Bæj­ar­stjórn Vest­ur­byggð­ar vill að haf­ist verði handa „nú þeg­ar“ við tvö­föld­un Vest­ur­línu og að beð­ið verði með að kanna hvort ástæða sé til að breyta frið­lýs­ingu Vatns­fjarð­ar líkt og Orku­bú Vest­fjarða hef­ur far­ið fram á svo þar megi reisa virkj­un.

Vesturbyggð leggst gegn affriðun Vatnsfjarðar
Friðland Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 eða fyrir tæplega hálfri öld. Mynd: Elva Björg Einarsdóttir

Ekki er tímabært að kanna hvort breyta ætti friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar, að mati bæjarstjórnar Vesturbyggðar sem fjörðurinn er innan. Áður en að slíku kemur ætti að setja þá tvo virkjunarkosti á Vestfjörðum sem þegar eru í nýtingarflokki rammaáætlunar í forgang og hefja strax vinnu við tvöföldun Vesturlínu, einu meginflutningslínunnar inn á Vestfirði. Tvöföldunin sé nauðsynleg til að tryggja flutning raforku til og frá svæðinu.

„Þannig fái náttúran í Vatnsfirði áfram að njóta vafans, og að ekki verði gengið lengra en nauðsynlegt er,“ segir í umsögn bæjarstjórnarinnar um erindi Orkubús Vestfjarða til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um afnám eða breytingu friðlýsingar Vatnsfjarðar svo fyrirtækið geti reist þar vatnsaflsvirkjun. Markmið fyrirtækisins með nýrri virkjun á svæði sem nú er friðland er að auka orkuframleiðslu innan svæðisins í þeim tilgangi að afhendingaröryggi rafmagns, svara aukinni eftirspurn fyrirtækja eftir orku og hafa til reiðu „grænt varaafl“ svo ekki þurfi að brenna olíu. Þá mætti líka nýta virkjunina til jöfnunar á móti vindorku.

En bæjarstjórnin segir: „Lokið verði fyrst við þær framkvæmdir sem þegar hafa verið undirbúnar til að mæta þeim mikilvægu almannahagsmunum sem felast í aðgengi að orku á Vestfjörðum áður en ákvörðun er tekin um afnám eða breytingu á friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar.“

Þær tvær virkjunarhugmyndir á Vestfjörðum sem Vesturbyggð vísar til í umsögn sinni og eru þegar í nýtingarflokki rammaáætlunar eru Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Fyrrnefnda hugmyndin snýst um að virkja Austurgilsá sem fellur í Selá í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp. Uppsett afl hennar er áformað um 35 MW. Síðarnefnda hugmyndin hefur verið mjög umdeild, ekki síst meðal íbúa Árneshrepps sem er fámennasta sveitarfélag landsins. Með Hvalárvirkjun (55 MW) yrðu vötn á Ófeigsfjarðarheiði stífluð og rennsli þriggja áa virkjað.

Gjöbreytt ásýnd fossa

Orkubú Vestfjarða fór þess á leit við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra snemma árs að hann breytti skilmálum Friðlandsins í Vatnsfirði. Ráðherra vildi frekari gögn og skilaði fyrirtækið greinargerð sinni nú í haust.

Samkvæmt henni myndu 3-4 hektarar af birkiskógi raskast með byggingu virkjunarinnar, vörður á fornri þjóðleið mögulega sömuleiðis og skert rennsli í ám, um allt að 74 prósent, myndi gjörbreyta ásýnd fossa. Þá má búast við raski á sérstæðum jarðmyndunum, m.a. skessukötlum. Að auki myndu miðlunarlón skerða óbyggð víðerni.

Til þessarar niðurstöðu vitnar bæjarstjórn Vesturbyggðar í umsögn sinni og að virkjun og tengdar framkvæmdir kæmu til með að raska náttúrufars- og menningarþáttum sem hafi hátt verndargildi. „Virkjunin myndi hafa í för með sér rask á birki sem nýtur sérstakrar verndar, áhrif á vatnalíf, rask á búsvæðum dýra, áhrif á menningarminjar á svæðinu, þ.e. varðaðri Þingmannaleið og áhrif á rennsli í Vatndalsá og Austurá sem mun hafa áhrif á ásýnd fossa sem njóta sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum“.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Friðlandið í Vatnsfirði

Virkjunin sem enginn vill á leið í nýtingarflokk
SkýringFriðlandið í Vatnsfirði

Virkj­un­in sem eng­inn vill á leið í nýt­ing­ar­flokk

Skógi­vax­inn dal­ur og ósnort­in víð­erni yrðu fyr­ir áhrif­um áform­aðr­ar Tröllár­virkj­un­ar á Vest­fjörð­um. Verk­efn­is­stjórn legg­ur til að kost­ur­inn fari í nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar en land­eig­end­ur segja nei takk. Virkj­un­ar­að­il­inn er ekk­ert sér­stak­lega spennt­ur held­ur og vill frek­ar horfa til ann­ars dals í ná­grenn­inu.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
3
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
4
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Háleit markmið formannanna þriggja
6
Fréttir

Há­leit markmið formann­anna þriggja

Lækk­un vaxta, auk­in verð­mæta­sköp­un í at­vinnu­lífi og efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki eru á með­al þess sem ný rík­is­stjórn ætl­ar sér að setja á odd­inn. En hún ætl­ar líka að ráð­ast í gerð Sunda­braut­ar, festa hlut­deild­ar­lán í sessi, hækka ör­orku­líf­eyri, kjósa um að­ild­ar­við­ræð­ur við ESB og svo mætti lengi telja. Hér verð­ur far­ið í gróf­um drátt­um yf­ir stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár