Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Vill virkjun í Vatnsfirði til að slökkva olíubálið

Ef fram fer sem horf­ir verða brennd­ar 3,4 millj­ón­ir lítra af olíu á Vest­fjörð­um til vors vegna skerð­inga Lands­virkj­un­ar á raf­orku. Kostn­að­ur­inn er gríð­ar­leg­ur og orku­bús­stjóri vill virkj­un í Vatns­firði til að hafa grænt vara­afl til reiðu. Aðr­ir hafa bent á aðr­ar leið­ir. Með­al ann­ars aðra virkj­ana­kosti.

Vill virkjun í Vatnsfirði til að slökkva olíubálið
Náttúran Forn birkiskógur og einstakar landslagsheildir eru meðal þess sem nú nýtur verndar í Vatnsfirði. Mynd: Elva Björg Einarsdóttir

Allar umsagnir um þá beiðni Orkubús Vestfjarða að friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar verði breytt svo þar megi reisa virkjun eru komnar til ráðherra umhverfis-, orku- og loftslags. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðu hans er að vænta en umsagnaraðilar, m.a. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun og Vesturbyggð, voru á því að ekki séu forsendur fyrir hendi til að hrófla við friðlýsingunni.

Elías Jónatansson orkubússtjóri segir við Heimildina að ekkert í umsögnunum hafi komið honum sérstaklega á óvart. Eins og gefi að skilja hafi þær fyrst og fremst snúið að umhverfislegum þáttum „en minna að þeim jákvæðu samfélagslegu þáttum sem snúa meðal annars að uppbyggingu atvinnulífs og byggðar á Vestfjörðum“. Orkubúið sé enn að fara yfir efni umsagnanna og vill hann því ekki tjá sig frekar um þær að svo stöddu.

Persónulega finnist honum þó „full lítið“ gert úr vinnu tveggja starfshópa sem fjallað hafa um orkumál og eflingu samfélagsins á Vestfjörðum síðustu misseri. Annar hópurinn var skipaður af ráðherra orkumála 2021 og hafði það hlutverk að skoða raforkumál a Vestfjörðum. Hinn hópurinn var skipaður af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra árið 2022 og fjallaði um leiðir til að efla samfélagið á Vestfjörðum. Í skýrslum hópanna tveggja er að mati Elíasar ítarleg greining á núverandi stöðu og framtíðarsýn auk þess sem fram séu sett markmið um afhendingaröryggi og sjálfbærni í orkumálum Vestfirðinga. Þá séu einnig settar fram leiðir að þeim markmiðum. Í því samhengi sé virkjun í Vatnsfirði nefnd sem mikilvægur kostur, bæði fyrir afhendingaröryggi raforku og minnkun á olíunotkun varaafls.

Árið 2022, er Landsvirkjun skerti afhendingu á raforku til aðila sem voru með skerðanlega samninga, voru rúmlega 2 milljónir lítra af olíu notaðar til að knýja rafkyntar hitaveitur Vestfjarða. Forgangsorka, sem hægt er að semja um, er það dýr að Orkubúið telur samninga um slíkt ekki gerlega.

Nú er svipuð staða komin upp hjá Landsvirkjun, meiri eftirspurn er eftir rafmagni en framboð í augnablikinu, og því er orka skert til þeirra sem eru með skerðanlega samninga, þar með talið til Orkubús Vestfjarða. Og aftur er olía brennd og að sögn Elísar er útlit fyrir að brenndir verði 3,4 milljónir lítrar af olíu til vors. Aukakostnaður vegna þessara aðgerða gæti numið um 520 milljónum króna eða um 74 þúsund krónum á hvern Vestfirðing. „Þá er ótalinn umhverfiskostnaðurinn sem felst í brennslu olíu á tímum loftslagsbreytinga þar sem öll áhersla er á mikilvægi orkuskipta.“

VirkjunaráformHugmynd Orkubús Vestfjarða er að stífla vötn á Glámuhálendinu og leiða vatnið niður í stöðvarhús í Vatnsdal í Vatnfirði. Þetta myndi leiða til verulegrar skerðingar í rennsli áa um dalinn.

Orkubúið vill fá að reisa vatnsaflsvirkjun í Vatnsfirði, á svæði sem notið hefur friðunar vegna náttúru og sögu í hálfa öld, í þeim tilgangi að auka framboð raforku á svæðinu, til að tryggja betur afhendingaröryggi hennar og til þess að hafa aðgang að „grænu varaafli“. Umsagnaraðilar um málið benda hins vegar sumir hverjir á að leita ætti annarra leiða til að ná sömu markmiðum. Benda þeir m.a. á tvöföldun einu flutningslínunnar inn á Vestfirði til að auka afhendingaröryggi sem og á aðra virkjunarkosti sem þegar eru í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þá er í gangi leit að heitu vatni á nokkrum stöðum sem gæti leyst rafkyndingu hitaveitna, að minnsta kosti að stórum hluta, af hólmi í framtíðinni.

„Við erum hóflega bjartsýn á að okkur takist að finna jarðhita í þeim mæli að nýta megi á miðlæga varmadælu á Patreksfirði fyrir núverandi notkun og hugsanlega stækkun veitunnar,“ segir Elías spurður um árangur jarðhitaleitar sumarsins. Á Ísafirði sé ennþá verið að bora rannsóknarholur og því of snemmt að segja til um árangur. Það gæti orðið niðurstaðan að bæði á Ísafirði og á Patreksfirði yrði um varmadælulausn að ræða. Það þýðir að sögn Elíasar að í stað þess að hægt verði að fasa út 12 MW af þeim 16 MW sem í dag eru notuð í rafkyntar hitaveitur þá yrði hægt að fasa út helmingi aflsins. „Óraunhæft er að gera ráð fyrir að slíkar varmadælulausnir gætu orðið tilbúnar fyrr en á árinu 2027.“ 

Meðal þess sem umsagnaraðilar benda á er að verndargildi náttúrunnar í Vatnsfirði hafi ekki rýrnað, líkt og telja má til raka með því að breyta friðlýsingarskilmálum, heldur aukist á síðustu áratugum. Virkjun á heiðum ofan fjarðarins myndi skerða óbyggð víðerni sem eru að verða fágæti í veröldinni og auk þess hafa áhrif á ár, vötn, fjörur og lífríki.

Að teknu tilliti til alls þess sem fram kom í skýrslum starfshópanna sem fyrr eru nefndir sem og þeirra ábendinga sem koma fram í umsögnunum væri að mati Elíasar „heppilegt fyrir málið“ að virkjunarkostur í Vatnsfirði yrði tekinn til umfjöllunar í rammaáætlun og færi síðan í umhverfismat sem kallar á frekari rannsóknir. „Það eru einmitt þau verkfæri sem við höfum í dag til að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tillit er tekið til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi og annarra gilda sem varða þjóðarhag, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, eins og segir í lögum um rammaáætlun.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Friðlandið í Vatnsfirði

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
3
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
7
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
9
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár