Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Vill virkjun í Vatnsfirði til að slökkva olíubálið

Ef fram fer sem horf­ir verða brennd­ar 3,4 millj­ón­ir lítra af olíu á Vest­fjörð­um til vors vegna skerð­inga Lands­virkj­un­ar á raf­orku. Kostn­að­ur­inn er gríð­ar­leg­ur og orku­bús­stjóri vill virkj­un í Vatns­firði til að hafa grænt vara­afl til reiðu. Aðr­ir hafa bent á aðr­ar leið­ir. Með­al ann­ars aðra virkj­ana­kosti.

Vill virkjun í Vatnsfirði til að slökkva olíubálið
Náttúran Forn birkiskógur og einstakar landslagsheildir eru meðal þess sem nú nýtur verndar í Vatnsfirði. Mynd: Elva Björg Einarsdóttir

Allar umsagnir um þá beiðni Orkubús Vestfjarða að friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar verði breytt svo þar megi reisa virkjun eru komnar til ráðherra umhverfis-, orku- og loftslags. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðu hans er að vænta en umsagnaraðilar, m.a. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun og Vesturbyggð, voru á því að ekki séu forsendur fyrir hendi til að hrófla við friðlýsingunni.

Elías Jónatansson orkubússtjóri segir við Heimildina að ekkert í umsögnunum hafi komið honum sérstaklega á óvart. Eins og gefi að skilja hafi þær fyrst og fremst snúið að umhverfislegum þáttum „en minna að þeim jákvæðu samfélagslegu þáttum sem snúa meðal annars að uppbyggingu atvinnulífs og byggðar á Vestfjörðum“. Orkubúið sé enn að fara yfir efni umsagnanna og vill hann því ekki tjá sig frekar um þær að svo stöddu.

Persónulega finnist honum þó „full lítið“ gert úr vinnu tveggja starfshópa sem fjallað hafa um orkumál og eflingu samfélagsins á Vestfjörðum síðustu misseri. Annar hópurinn var skipaður af ráðherra orkumála 2021 og hafði það hlutverk að skoða raforkumál a Vestfjörðum. Hinn hópurinn var skipaður af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra árið 2022 og fjallaði um leiðir til að efla samfélagið á Vestfjörðum. Í skýrslum hópanna tveggja er að mati Elíasar ítarleg greining á núverandi stöðu og framtíðarsýn auk þess sem fram séu sett markmið um afhendingaröryggi og sjálfbærni í orkumálum Vestfirðinga. Þá séu einnig settar fram leiðir að þeim markmiðum. Í því samhengi sé virkjun í Vatnsfirði nefnd sem mikilvægur kostur, bæði fyrir afhendingaröryggi raforku og minnkun á olíunotkun varaafls.

Árið 2022, er Landsvirkjun skerti afhendingu á raforku til aðila sem voru með skerðanlega samninga, voru rúmlega 2 milljónir lítra af olíu notaðar til að knýja rafkyntar hitaveitur Vestfjarða. Forgangsorka, sem hægt er að semja um, er það dýr að Orkubúið telur samninga um slíkt ekki gerlega.

Nú er svipuð staða komin upp hjá Landsvirkjun, meiri eftirspurn er eftir rafmagni en framboð í augnablikinu, og því er orka skert til þeirra sem eru með skerðanlega samninga, þar með talið til Orkubús Vestfjarða. Og aftur er olía brennd og að sögn Elísar er útlit fyrir að brenndir verði 3,4 milljónir lítrar af olíu til vors. Aukakostnaður vegna þessara aðgerða gæti numið um 520 milljónum króna eða um 74 þúsund krónum á hvern Vestfirðing. „Þá er ótalinn umhverfiskostnaðurinn sem felst í brennslu olíu á tímum loftslagsbreytinga þar sem öll áhersla er á mikilvægi orkuskipta.“

VirkjunaráformHugmynd Orkubús Vestfjarða er að stífla vötn á Glámuhálendinu og leiða vatnið niður í stöðvarhús í Vatnsdal í Vatnfirði. Þetta myndi leiða til verulegrar skerðingar í rennsli áa um dalinn.

Orkubúið vill fá að reisa vatnsaflsvirkjun í Vatnsfirði, á svæði sem notið hefur friðunar vegna náttúru og sögu í hálfa öld, í þeim tilgangi að auka framboð raforku á svæðinu, til að tryggja betur afhendingaröryggi hennar og til þess að hafa aðgang að „grænu varaafli“. Umsagnaraðilar um málið benda hins vegar sumir hverjir á að leita ætti annarra leiða til að ná sömu markmiðum. Benda þeir m.a. á tvöföldun einu flutningslínunnar inn á Vestfirði til að auka afhendingaröryggi sem og á aðra virkjunarkosti sem þegar eru í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þá er í gangi leit að heitu vatni á nokkrum stöðum sem gæti leyst rafkyndingu hitaveitna, að minnsta kosti að stórum hluta, af hólmi í framtíðinni.

„Við erum hóflega bjartsýn á að okkur takist að finna jarðhita í þeim mæli að nýta megi á miðlæga varmadælu á Patreksfirði fyrir núverandi notkun og hugsanlega stækkun veitunnar,“ segir Elías spurður um árangur jarðhitaleitar sumarsins. Á Ísafirði sé ennþá verið að bora rannsóknarholur og því of snemmt að segja til um árangur. Það gæti orðið niðurstaðan að bæði á Ísafirði og á Patreksfirði yrði um varmadælulausn að ræða. Það þýðir að sögn Elíasar að í stað þess að hægt verði að fasa út 12 MW af þeim 16 MW sem í dag eru notuð í rafkyntar hitaveitur þá yrði hægt að fasa út helmingi aflsins. „Óraunhæft er að gera ráð fyrir að slíkar varmadælulausnir gætu orðið tilbúnar fyrr en á árinu 2027.“ 

Meðal þess sem umsagnaraðilar benda á er að verndargildi náttúrunnar í Vatnsfirði hafi ekki rýrnað, líkt og telja má til raka með því að breyta friðlýsingarskilmálum, heldur aukist á síðustu áratugum. Virkjun á heiðum ofan fjarðarins myndi skerða óbyggð víðerni sem eru að verða fágæti í veröldinni og auk þess hafa áhrif á ár, vötn, fjörur og lífríki.

Að teknu tilliti til alls þess sem fram kom í skýrslum starfshópanna sem fyrr eru nefndir sem og þeirra ábendinga sem koma fram í umsögnunum væri að mati Elíasar „heppilegt fyrir málið“ að virkjunarkostur í Vatnsfirði yrði tekinn til umfjöllunar í rammaáætlun og færi síðan í umhverfismat sem kallar á frekari rannsóknir. „Það eru einmitt þau verkfæri sem við höfum í dag til að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tillit er tekið til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi og annarra gilda sem varða þjóðarhag, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, eins og segir í lögum um rammaáætlun.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Friðlandið í Vatnsfirði

Mest lesið

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Páll Vilhjálmsson aftur dæmdur fyrir röng og ærumeiðandi ummæli
7
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son aft­ur dæmd­ur fyr­ir röng og ærumeið­andi um­mæli

Um­mæli sem Páll Vil­hjálms­son hef­ur lát­ið falla um Að­al­stein Kjart­ans­son voru dæmd dauð og ómerk í Hér­aðs­dómi í dag. Hann þarf að greiða 450 þús­und krón­ur í miska­bæt­ur og sæta dag­sekt­um fari hann ekki að til­mæl­um dóms­ins. Páll var sak­felld­ur á síð­asta ári fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir um aðra blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar.
Ráðuneytið telur sig ekki getað athugað ráðningu Lúðvíks Arnar í Garðabæ
9
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Ráðu­neyt­ið tel­ur sig ekki getað at­hug­að ráðn­ingu Lúð­víks Arn­ar í Garða­bæ

Þrír bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Garða­bær leit­uðu til inn­viða­ráðu­neyt­is­ins vegna ráðn­ing­ar Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar í starf svið­stjóra hjá sveit­ar­fé­lag­inu. Lúð­vík Örn er með fjöl­þætt tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ og var ráðn­ing­in gagn­rýnd harka­lega af bæj­ar­full­trú­um minni­hlut­ans.
Þingmaður Viðreisnar segir Bjarna ganga gegn grunngildum Sjálfstæðisflokksins
10
Fréttir

Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir Bjarna ganga gegn grunn­gild­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um voru ný­sam­þykkt­ar og um­deild­ar laga­breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um til um­ræðu. Sig­mar Guð­munds­son spurði ný­skip­að­an for­sæt­is­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son, hvort til stæði að fella úr gildi laga­breyt­ing­arn­ar í ljósi þeirr­ar hörðu gagn­rýni sem hef­ur kom­ið fram á vinnu­brögð­um meiri­hlut­ans við af­greiðslu lag­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
3
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sérfræðingur segir Ísland öruggara utan NATO
6
Greining

Sér­fræð­ing­ur seg­ir Ís­land ör­ugg­ara ut­an NATO

Sér­fræð­ing­ur í sviðs­mynd­um hern­að­ar­átaka fyr­ir NATO tel­ur minni lík­ur á að Ís­land yrði skot­mark í stríði ef land­ið væri hlut­laust og stæði ut­an NATO. Dós­ent í ör­ygg­is­fræð­um við Há­skóla Ís­lands er ósam­mála og seg­ir það „geð­veiki“ að ganga úr NATO á þess­um tíma­punkti. Með­al hlut­lausra ríkja ut­an varn­ar­banda­laga eru eyrík­in Ír­land og Malta.
Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra
8
Viðskipti

For­stjór­arn­ir í Kaup­höll­inni kost­uðu 2,7 millj­arða í fyrra

For­stjór­ar skráðra fé­laga á Ís­landi lifa í öðr­um launa­veru­leika en flest­ir lands­menn. Þeir fá alls kyns við­bót­ar­greiðsl­ur sem standa þorra launa­fólks ekki til boða. Sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að kostn­að­ur við for­stjóra 26 skráðra fé­laga hafi ver­ið um tólf millj­ón­ir króna á hverj­um virk­um vinnu­degi á síð­asta ári.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
9
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
3
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
7
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum
8
Neytendur

Greiðslu­byrði mun brátt tvö­fald­ast á fjöl­mörg­um íbúðalán­um

Í nýj­asta hefti Fjár­mála­stöðu­leika Seðla­banka Ís­lands er tal­ið að mið­að við nú­ver­andi efna­hags­að­stæð­ur megi gera ráð fyr­ir því að lán­tak­end­ur haldi áfram að færa sig í yf­ir verð­tryggð lán. Á þessu ári munu fast­ir vext­ir á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 254 millj­arða króna losna. Seðla­bank­inn hvet­ur bank­ana til þess að und­ir­búa sig fyr­ir endu­fjár­mögn­un­ar­áhættu sem gæti skap­ast á næstu miss­er­um.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
10
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár