Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Ekki við hæfi“ að virkja innan friðlands Vatnsfjarðar

Sterk rök þarf til þess að af­nema frið­un og meta þarf vand­lega for­dæm­is­gildi slíkr­ar ákvörð­un­ar, seg­ir Nátt­úru­fræði­stofn­un sem tel­ur líkt og Haf­rann­sókn­ar­stofn­un að vatns­afls­virkj­un í friðland­inu í Vatns­firði myndi rýra vernd­ar­gildi svæð­is­ins mik­ið.

Fossar Í Vatnsdalsá veiðast tugir laxa ár hvert og er veiðin í ánni sú næst mesta í þeim ám sem renna suður til Breiðafjarðar. Þá er þéttleiki laxaseiða í ánni innan Vatnsdalsvatns töluvert meiri en í nærliggjandi ám.

Út frá lögum um náttúruvernd, verndargildi náttúru friðlands Vatnsfjarðar, samfélagslegum hagsmunum og takmörkuðum möguleika á að friðlýsa „samsvarandi“ svæði á öðrum stað þá er það mat Náttúrufræðistofnunar Íslands að breytingar á friðlýsingu Vatnsfjarðar þannig að þar yrði heimilt að reisa virkjun, myndu hafa mjög mikil neikvæð áhrif á náttúruminjar og landslag friðlandsins. Þá þarf að sögn stofnunarinnar að meta vandlega fordæmisgildi slíkrar ákvörðunar og hvaða afleiðingar það gæti haft á stöðu náttúruverndar á Íslandi. „Náttúrufræðistofnun telur í ljósi þessa ekki við hæfi að litið sé til virkjunarkosta innan friðlands Vatnsfjarðar með tilheyrandi breytingum á reglum þess.“

Orkubú Vestfjarða hefur óskað eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hlutist til um það að breyta reglum um friðlandið í Vatnsfirði þannig að heimilt sé að veita leyfi til að reisa vatnsaflsvirkjun innan þess. Áður en ráðherra getur tekið ákvörðun um afnám eða breytingu á friðlýsingu ber honum, samkvæmt lögum um náttúruvernd, að leita umsagna fagstofnanna og annarra hagaðila. Eftir slíku var óskað nú í haust og hafa umsagnir m.a. borist frá Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknarstofnun.  

„Náttúrufræðistofnun telur að ekki hafi verið sýnt á fullnægjandi hátt fram á að brýnir samfélagslegir hagsmunir krefjist þess að nauðsynlegt sé að koma fyrir vatnsaflsvirkjun innan friðlandsins í Vatnsfirði.“

Í náttúruverndarlögum kemur fram að afnám friðlýsingar eða breyting sem felur í sér að dregið er úr vernd viðkomandi náttúruminja sé aðeins heimil ef  verndargildi minjanna eða svæðisins hefur rýrnað svo að forsendur eru ekki lengur fyrir friðlýsingunni eða ef mjög brýnir samfélagshagsmunir krefjast þess.

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, bendir í sinni umsögn á að innan friðlandsins í Vatnsfirði séu fjölbreytt vatnavistkerfi, sem eru að mestu eða öllu leyti óröskuð. Þar megi telja vötn og tjarnir norður af Vatnsdal auk „urmul tjarna og smávatna“ við Glámu í 500–600 metra hæð yfir sjávarmáli.  

Í Vatnsdalsá veiddist 71 lax á stöng 2022 og að meðaltali síðastliðin tíu ár 58 laxar. Í samanburði við aðrar ár sem renna suður til Breiðafjarðar hefur veiðin í Vatnsdalsá verið sú næst mesta, bendir stofnunin á. Í rannsókn á seiðaþéttleika í ám í sama landshluta sem gerð var í ágúst 2017 kom fram að þéttleiki laxaseiða í Vatnsdalsá, innan við Vatnsdalsvatn, var töluvert meiri en í nærliggjandi ám.

Vegna gagnaskorts um vatnalíf á áhrifasvæði áformaðrar virkjunar í Vatnsfirði er töluverð óvissa hver áhrifin, bæði bein og óbein, kunna að verða á vistkerfi vatna. Þó má ljóst vera, að mati Hafró, að vatnshæðabreytingar myndu aukast frá náttúrulegum sveiflum auk þess sem rennslishættir straumvatna myndu að einhverju leyti breytast. „Almennt hafa vatnsaflsvirkjanir neikvæð áhrif á lífríki í vatni þótt þær séu mismiklar og fer það eftir rekstri virkjana og uppruna vatns.“

Frá víðernum til vatnsinsÁr renna frá ám á hálendinu ofan Vatnsdals í Vatnsdalsvatn sem er mjög einkennandi fyrir ásýnd Vatnsfjarðar.

Háslétta Vestfjarða einkennist öðru fremur að vötnum af mörgum stærðum og gerðum. Vötn þessi eru á víðerni umhverfis Glámu og síðan á Ófeigsfjarðarheiði. Óröskuð víðerni hafa hátt verndargildi á heimsvísu og minnir stofnunin á að í lögum um náttúruvernd er lögð skýr áhersla á verndun þeirra. Virkjunin myndi hafa áhrif og valda álagi á yfirborðsvatn, þar með á vatnalíf og breyta búsvæðum lífvera en samkvæmt lögum um stjórn vatnamála má ástand vatns ekki hnigna.

„Að framansögðu er það álit Hafrannsóknastofnunar að verði af þeim virkjunaráformum á vatnasviði Vatnsdalsár sem Orkubú Vestfjarða hyggur, muni verndargildi svæðisins rýrna mikið.“ Reikna megi með að áhrifin verði einkum neikvæð á óröskuð víðerni Glámusvæðisins en miðað við lýsingu á framkvæmdum myndu þau raskast töluvert með tilkomu virkjanamannvirkja, þ.m.t. miðlunarlóna, vegagerðar og flutningsmannvirkja. „Rask verður á stöðuvötnum, tjörnum og rennslishættir straumvatna munu breytast með neikvæðum áhrifum á vistkerfi í vatni.“

Í umsögn Náttúrufræðistofnunar, sem Eydís Líndal forstjóri m.a. ritar, segir að áhrif virkjunar Orkubúsins yrðu umtalsverð og fjölbreytt. Þá myndi framkvæmdin  gjörbreyta ásýnd og eðli svæðisins og verndargildi svæðisins skerðast töluvert.

Verndargildi svæðis aukist frá friðlýsingu

Hvað varðar heimildir til affriðunar eða breyttrar friðlýsingarskilmála samkvæmt náttúruverndarlögum er það mat Náttúrufræðistofnunar að verndargildi náttúruminja í friðlandi Vatnsfjarðar hafi ekki minnkað frá því að svæðið var friðað árið 1975 heldur þvert á móti aukist í ljósi betri þekkingar um svæðið.

„Friðlandið samanstendur af fallegri landslagsheild. Líkt og nafnið ber með sér, þá er það ekki síst vatnið í þessum óvenju breiða dal sem setur svip sinn á umhverfið og er einstakt fyrir landshlutann. Leirurnar við Vatnsfjörð eru alþjóðlega mikilvægur áningarstaður vaðfugla t.d. rauðbrystings. Virkjanaframkvæmdir ofan við Vatnsfjörð myndu orsaka margskonar breytingar og rask sem ógnar náttúruminjum.“

Þá myndu óbyggð víðerni við Glámu skerðast en slík landsvæði á Íslandi er mikilvægt að vernda þar sem þeim fer fækkandi vegna athafna mannsins og þau eru í dag fágæt í Evrópu. „Landslag friðlandsins mun breytast verulega með tilkomu virkjunar, þ.e. úr því að vera náttúrulegt landslag yfir í manngerða ásýnd með nýjum vegum, byggingum og línulögnum.“

Hvað varðar þá heimild til að aflétta friðun ef brýnir samfélagshagsmunir krefjist þess bendir Náttúrufræðistofnun á að sterkur rökstuðningur þurfi að vera fyrir hendi í þessu skyni. „Í tilfelli Vatnsdalsvirkjunar eru aðrir virkjanakostir á Vestfjörðum á teikniborðinu og a.m.k. þrír kostir eru í mati í 5. áfanga Rammaáætlunar. Á umliðnum árum hefur einnig verið bent á að orkuöryggi Vestfjarða felst ekki síður í endurskoðun á dreifikerfi raforku í landshlutanum.“

Ekki sýnt fram á nauðsyn virkjunar í Vatnsfirði

Vatnsfjörður hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðaþjónustu og útivist. „Í ferðaþjónustu og útivist liggja mikil tækifæri til framtíðar og því felast samfélagslegir hagsmunir í verndun náttúru svæðisins fyrir sunnanverða Vestfirði sem taka þarf tillit til,“ segir stofnunin í umsögn sinni. „Náttúrufræðistofnun telur að ekki hafi verið sýnt á fullnægjandi hátt fram á að brýnir samfélagslegir hagsmunir krefjist þess að nauðsynlegt sé að koma fyrir vatnsaflsvirkjun innan friðlandsins í Vatnsfirði.“

Þá telur stofnunin að ekki sé að finna samsvarandi svæði annars staðar í landshlutanum með því samspili náttúrufarsþátta sem einkenna friðland Vatnsfjarðar, og sem gæti komið til greina að vernda í staðinn ef breytingar yrðu gerðar á reglum friðlandsins sem heimiluðu vatnsaflsvirkjun innan þess.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Friðlandið í Vatnsfirði

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár