Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Ekki við hæfi“ að virkja innan friðlands Vatnsfjarðar

Sterk rök þarf til þess að af­nema frið­un og meta þarf vand­lega for­dæm­is­gildi slíkr­ar ákvörð­un­ar, seg­ir Nátt­úru­fræði­stofn­un sem tel­ur líkt og Haf­rann­sókn­ar­stofn­un að vatns­afls­virkj­un í friðland­inu í Vatns­firði myndi rýra vernd­ar­gildi svæð­is­ins mik­ið.

Fossar Í Vatnsdalsá veiðast tugir laxa ár hvert og er veiðin í ánni sú næst mesta í þeim ám sem renna suður til Breiðafjarðar. Þá er þéttleiki laxaseiða í ánni innan Vatnsdalsvatns töluvert meiri en í nærliggjandi ám.

Út frá lögum um náttúruvernd, verndargildi náttúru friðlands Vatnsfjarðar, samfélagslegum hagsmunum og takmörkuðum möguleika á að friðlýsa „samsvarandi“ svæði á öðrum stað þá er það mat Náttúrufræðistofnunar Íslands að breytingar á friðlýsingu Vatnsfjarðar þannig að þar yrði heimilt að reisa virkjun, myndu hafa mjög mikil neikvæð áhrif á náttúruminjar og landslag friðlandsins. Þá þarf að sögn stofnunarinnar að meta vandlega fordæmisgildi slíkrar ákvörðunar og hvaða afleiðingar það gæti haft á stöðu náttúruverndar á Íslandi. „Náttúrufræðistofnun telur í ljósi þessa ekki við hæfi að litið sé til virkjunarkosta innan friðlands Vatnsfjarðar með tilheyrandi breytingum á reglum þess.“

Orkubú Vestfjarða hefur óskað eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hlutist til um það að breyta reglum um friðlandið í Vatnsfirði þannig að heimilt sé að veita leyfi til að reisa vatnsaflsvirkjun innan þess. Áður en ráðherra getur tekið ákvörðun um afnám eða breytingu á friðlýsingu ber honum, samkvæmt lögum um náttúruvernd, að leita umsagna fagstofnanna og annarra hagaðila. Eftir slíku var óskað nú í haust og hafa umsagnir m.a. borist frá Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknarstofnun.  

„Náttúrufræðistofnun telur að ekki hafi verið sýnt á fullnægjandi hátt fram á að brýnir samfélagslegir hagsmunir krefjist þess að nauðsynlegt sé að koma fyrir vatnsaflsvirkjun innan friðlandsins í Vatnsfirði.“

Í náttúruverndarlögum kemur fram að afnám friðlýsingar eða breyting sem felur í sér að dregið er úr vernd viðkomandi náttúruminja sé aðeins heimil ef  verndargildi minjanna eða svæðisins hefur rýrnað svo að forsendur eru ekki lengur fyrir friðlýsingunni eða ef mjög brýnir samfélagshagsmunir krefjast þess.

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, bendir í sinni umsögn á að innan friðlandsins í Vatnsfirði séu fjölbreytt vatnavistkerfi, sem eru að mestu eða öllu leyti óröskuð. Þar megi telja vötn og tjarnir norður af Vatnsdal auk „urmul tjarna og smávatna“ við Glámu í 500–600 metra hæð yfir sjávarmáli.  

Í Vatnsdalsá veiddist 71 lax á stöng 2022 og að meðaltali síðastliðin tíu ár 58 laxar. Í samanburði við aðrar ár sem renna suður til Breiðafjarðar hefur veiðin í Vatnsdalsá verið sú næst mesta, bendir stofnunin á. Í rannsókn á seiðaþéttleika í ám í sama landshluta sem gerð var í ágúst 2017 kom fram að þéttleiki laxaseiða í Vatnsdalsá, innan við Vatnsdalsvatn, var töluvert meiri en í nærliggjandi ám.

Vegna gagnaskorts um vatnalíf á áhrifasvæði áformaðrar virkjunar í Vatnsfirði er töluverð óvissa hver áhrifin, bæði bein og óbein, kunna að verða á vistkerfi vatna. Þó má ljóst vera, að mati Hafró, að vatnshæðabreytingar myndu aukast frá náttúrulegum sveiflum auk þess sem rennslishættir straumvatna myndu að einhverju leyti breytast. „Almennt hafa vatnsaflsvirkjanir neikvæð áhrif á lífríki í vatni þótt þær séu mismiklar og fer það eftir rekstri virkjana og uppruna vatns.“

Frá víðernum til vatnsinsÁr renna frá ám á hálendinu ofan Vatnsdals í Vatnsdalsvatn sem er mjög einkennandi fyrir ásýnd Vatnsfjarðar.

Háslétta Vestfjarða einkennist öðru fremur að vötnum af mörgum stærðum og gerðum. Vötn þessi eru á víðerni umhverfis Glámu og síðan á Ófeigsfjarðarheiði. Óröskuð víðerni hafa hátt verndargildi á heimsvísu og minnir stofnunin á að í lögum um náttúruvernd er lögð skýr áhersla á verndun þeirra. Virkjunin myndi hafa áhrif og valda álagi á yfirborðsvatn, þar með á vatnalíf og breyta búsvæðum lífvera en samkvæmt lögum um stjórn vatnamála má ástand vatns ekki hnigna.

„Að framansögðu er það álit Hafrannsóknastofnunar að verði af þeim virkjunaráformum á vatnasviði Vatnsdalsár sem Orkubú Vestfjarða hyggur, muni verndargildi svæðisins rýrna mikið.“ Reikna megi með að áhrifin verði einkum neikvæð á óröskuð víðerni Glámusvæðisins en miðað við lýsingu á framkvæmdum myndu þau raskast töluvert með tilkomu virkjanamannvirkja, þ.m.t. miðlunarlóna, vegagerðar og flutningsmannvirkja. „Rask verður á stöðuvötnum, tjörnum og rennslishættir straumvatna munu breytast með neikvæðum áhrifum á vistkerfi í vatni.“

Í umsögn Náttúrufræðistofnunar, sem Eydís Líndal forstjóri m.a. ritar, segir að áhrif virkjunar Orkubúsins yrðu umtalsverð og fjölbreytt. Þá myndi framkvæmdin  gjörbreyta ásýnd og eðli svæðisins og verndargildi svæðisins skerðast töluvert.

Verndargildi svæðis aukist frá friðlýsingu

Hvað varðar heimildir til affriðunar eða breyttrar friðlýsingarskilmála samkvæmt náttúruverndarlögum er það mat Náttúrufræðistofnunar að verndargildi náttúruminja í friðlandi Vatnsfjarðar hafi ekki minnkað frá því að svæðið var friðað árið 1975 heldur þvert á móti aukist í ljósi betri þekkingar um svæðið.

„Friðlandið samanstendur af fallegri landslagsheild. Líkt og nafnið ber með sér, þá er það ekki síst vatnið í þessum óvenju breiða dal sem setur svip sinn á umhverfið og er einstakt fyrir landshlutann. Leirurnar við Vatnsfjörð eru alþjóðlega mikilvægur áningarstaður vaðfugla t.d. rauðbrystings. Virkjanaframkvæmdir ofan við Vatnsfjörð myndu orsaka margskonar breytingar og rask sem ógnar náttúruminjum.“

Þá myndu óbyggð víðerni við Glámu skerðast en slík landsvæði á Íslandi er mikilvægt að vernda þar sem þeim fer fækkandi vegna athafna mannsins og þau eru í dag fágæt í Evrópu. „Landslag friðlandsins mun breytast verulega með tilkomu virkjunar, þ.e. úr því að vera náttúrulegt landslag yfir í manngerða ásýnd með nýjum vegum, byggingum og línulögnum.“

Hvað varðar þá heimild til að aflétta friðun ef brýnir samfélagshagsmunir krefjist þess bendir Náttúrufræðistofnun á að sterkur rökstuðningur þurfi að vera fyrir hendi í þessu skyni. „Í tilfelli Vatnsdalsvirkjunar eru aðrir virkjanakostir á Vestfjörðum á teikniborðinu og a.m.k. þrír kostir eru í mati í 5. áfanga Rammaáætlunar. Á umliðnum árum hefur einnig verið bent á að orkuöryggi Vestfjarða felst ekki síður í endurskoðun á dreifikerfi raforku í landshlutanum.“

Ekki sýnt fram á nauðsyn virkjunar í Vatnsfirði

Vatnsfjörður hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðaþjónustu og útivist. „Í ferðaþjónustu og útivist liggja mikil tækifæri til framtíðar og því felast samfélagslegir hagsmunir í verndun náttúru svæðisins fyrir sunnanverða Vestfirði sem taka þarf tillit til,“ segir stofnunin í umsögn sinni. „Náttúrufræðistofnun telur að ekki hafi verið sýnt á fullnægjandi hátt fram á að brýnir samfélagslegir hagsmunir krefjist þess að nauðsynlegt sé að koma fyrir vatnsaflsvirkjun innan friðlandsins í Vatnsfirði.“

Þá telur stofnunin að ekki sé að finna samsvarandi svæði annars staðar í landshlutanum með því samspili náttúrufarsþátta sem einkenna friðland Vatnsfjarðar, og sem gæti komið til greina að vernda í staðinn ef breytingar yrðu gerðar á reglum friðlandsins sem heimiluðu vatnsaflsvirkjun innan þess.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Friðlandið í Vatnsfirði

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
5
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár