Stjórn KFUM og KFUK, kristilegra ungmennasamtaka sem séra Friðrik Friðriksson stofnaði, segir það hafið yfir skynsamlegan vafa að Friðrik hafi áreitt drengi kynferðislega.
Vitnisburðir um það hafi komið í gegnum sérstakan farveg sem settur var á fót af samtökunum. Það var gert í kjölfar uppljóstrana í bókinni Séra Friðrik og drengirnir hans, þar sem fram kom að presturinn hafi sýnt af sér óviðeigandi hegðun í garð ungra drengja.
„KFUM og KFUK biður hér með þolendur einlæglega afsökunar,“ segir í tilkynningu frá stjórn samtakanna sem birt var á Facebook í morgunsárið.
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur og höfundur bókarinnar um Friðrik segist þykja það mjög virðingarvert að félögin skuli biðjast afsökunar á framgöngu stofnandans. „Nú er það staðfest af KFUM og KFUK að dæmið í bók minni um kynferðislega áreitni séra Friðriks er ekki einangrað,“ skrifar hann í dag …
Athugasemdir