Um 600 hælisleitendur höfðu farið úr landi það sem af var ári þann 1. desember síðastliðinn, að því er fram kemur í svari Útlendingastofnunar við skriflegri fyrirspurn Heimildarinnar. 500 hælisleitendanna fóru sjálfviljugir, þ.e. samþykktu að fara eftir að hafa fengið neitun um alþjóðlega vernd eða drógu umsóknir sínar til baka, en 100 var brottvísað í fylgd lögreglumanna.
Kostnaður íslenska ríkisins vegna slíkra brottvísana var í ár að meðaltali um sex sinnum meiri á hvern hælisleitanda en hvern þann sem fór sjálfviljugur úr landi.
Kostnaður við fylgdir úr landi á vegum stoðdeildar ríkislögreglustjóra var um 234 milljónir frá 1. janúar og til 1. desember þessa árs, sem er aðeins lægri kostnaður en fyrir allt árið í fyrra, fyrir um 100 manns. Það kostaði því ríkið um 2,3 milljónir að meðaltali í ár að fylgja hverjum hælisleitanda sem vildi ekki fara sjálfviljugur úr …
Athugasemdir