Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður BHM: „Ég er ekki farin að spá verkföllum“

Kjara­mál voru rædd í nýj­asta þætti Pressu. Þar mætt­ust Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formað­ur BSRB, Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, formað­ur BHM, og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar. Sól­veig Anna sagði að það myndi skýr­ast á þriðju­dag hvort breið­fylk­ing inn­an ASÍ fari sam­an í kjara­við­ræð­urn­ar.

Formaður BHM: „Ég er ekki farin að spá verkföllum“

Efling vinnur nú að því að reyna að tryggja að öll aðildarfélög Alþýðusambands Íslands (ASÍ) fari saman í kjaraviðræðurnar á komandi ári. Þetta sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í nýjasta þætti af Pressu á Heimildinni.

Þar ræddi hún komandi kjaraviðræður og þær áskoranir sem aðilar vinnumarkaðarins standa frammi fyrir vegna þeirra ásamt Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM. Sólveig Anna sagði samstarf breiðfylkingar innan ASÍ þó ekki vera tryggt enn sem komið er. Niðurstaða um hvort að því verði mun liggja fyrir á þriðjudag.

Að sögn Sólveigar Önnu er ASÍ samansafn af fjölbreyttum og ólíkum hópum. Þar innanborðs er verka- og láglaunafólk, hálaunafólk og allt þar á milli. „Það sem við höfum verið að reyna að vinna að er hvort að við getum náð samkomulagi innan Alþýðusambandsins, hvaða leið skuli fara í launaliðnum.“

Kaupmáttaraukning

Kolbrún, formaður BHM, sagði það launafólk sem hafi lagt á sig lengst nám, og komi þar af leiðandi síðast út á vinnumarkaðinn með erfið námslám á bakinu, þurfi að fá kaupmáttaraukningu í komandi samningum. 

Sólveig Anna telur hins vegar að það gangi ekki upp að háskólafólk eða hærri launaðir hópar á landinu kenni kjarabaráttu verka- og láglaunafólks um sína kaupmáttarrýrnun „Sú kaupmáttarrýrnun sem er að eiga sér stað á Íslandi hefur náttúrulega ekkert að gera með kjarabaráttu láglaunafólks heldur hefur að gera með vaxtarstig og verðbólgu.“

Sonja Ýr sagði í þættinum að það yrði að tryggja að fólk nái endum saman. Það sé eitt að búa við mannsæmandi lífsskilyrði og kaupmáttur sé svo annað. „Það er stór hluti markaðarins sem er að störfum en býr við fátækt.“

Verkalýðsbarátta alltaf í eðli sínu átök 

„Ábyrgðin á verðbólgubálinu verður aldrei sett á herðar launafólks. Þegar ég segi launafólk þá meina ég allt launafólk,“ sagði Kolbrún. „Á Íslandi vill svo til að við höfum náð talsvert miklum jöfnuði og þegar við berum okkur saman við Norðurlöndin, þá stöndum við okkur bara mjög vel. Það er hvergi meiri jöfnuður í ráðstöfunartekjum á Norðurlöndunum heldur en á Íslandi. Svo við höfum bara náð fínum árangri.“  

Sólveig Anna sagði að það yrði erfiðara að fá stjórnvöld að borðinu ef verkalýðsfélögin fari öll í sitthvoru lagi að samningaborðinu í komandi kjaraviðræðum. Kolbrún benti á að verkalýðsbaráttu væri í eðli sínu alltaf  átök og að það muni ekki breytast. Hún sagði BHM vilja forðast að það verði ekki hægt að ná samningum þar sem þau eru við samningaborð til að ná samningum milli samninga aðila, til að takast á við um ólík sjónarmið. „Átök verða eflaust, en ég er ekki farin að spá verkföllum,“ segir Kolbrún.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár