Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Formaður BHM: „Ég er ekki farin að spá verkföllum“

Kjara­mál voru rædd í nýj­asta þætti Pressu. Þar mætt­ust Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formað­ur BSRB, Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, formað­ur BHM, og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar. Sól­veig Anna sagði að það myndi skýr­ast á þriðju­dag hvort breið­fylk­ing inn­an ASÍ fari sam­an í kjara­við­ræð­urn­ar.

Formaður BHM: „Ég er ekki farin að spá verkföllum“

Efling vinnur nú að því að reyna að tryggja að öll aðildarfélög Alþýðusambands Íslands (ASÍ) fari saman í kjaraviðræðurnar á komandi ári. Þetta sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í nýjasta þætti af Pressu á Heimildinni.

Þar ræddi hún komandi kjaraviðræður og þær áskoranir sem aðilar vinnumarkaðarins standa frammi fyrir vegna þeirra ásamt Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM. Sólveig Anna sagði samstarf breiðfylkingar innan ASÍ þó ekki vera tryggt enn sem komið er. Niðurstaða um hvort að því verði mun liggja fyrir á þriðjudag.

Að sögn Sólveigar Önnu er ASÍ samansafn af fjölbreyttum og ólíkum hópum. Þar innanborðs er verka- og láglaunafólk, hálaunafólk og allt þar á milli. „Það sem við höfum verið að reyna að vinna að er hvort að við getum náð samkomulagi innan Alþýðusambandsins, hvaða leið skuli fara í launaliðnum.“

Kaupmáttaraukning

Kolbrún, formaður BHM, sagði það launafólk sem hafi lagt á sig lengst nám, og komi þar af leiðandi síðast út á vinnumarkaðinn með erfið námslám á bakinu, þurfi að fá kaupmáttaraukningu í komandi samningum. 

Sólveig Anna telur hins vegar að það gangi ekki upp að háskólafólk eða hærri launaðir hópar á landinu kenni kjarabaráttu verka- og láglaunafólks um sína kaupmáttarrýrnun „Sú kaupmáttarrýrnun sem er að eiga sér stað á Íslandi hefur náttúrulega ekkert að gera með kjarabaráttu láglaunafólks heldur hefur að gera með vaxtarstig og verðbólgu.“

Sonja Ýr sagði í þættinum að það yrði að tryggja að fólk nái endum saman. Það sé eitt að búa við mannsæmandi lífsskilyrði og kaupmáttur sé svo annað. „Það er stór hluti markaðarins sem er að störfum en býr við fátækt.“

Verkalýðsbarátta alltaf í eðli sínu átök 

„Ábyrgðin á verðbólgubálinu verður aldrei sett á herðar launafólks. Þegar ég segi launafólk þá meina ég allt launafólk,“ sagði Kolbrún. „Á Íslandi vill svo til að við höfum náð talsvert miklum jöfnuði og þegar við berum okkur saman við Norðurlöndin, þá stöndum við okkur bara mjög vel. Það er hvergi meiri jöfnuður í ráðstöfunartekjum á Norðurlöndunum heldur en á Íslandi. Svo við höfum bara náð fínum árangri.“  

Sólveig Anna sagði að það yrði erfiðara að fá stjórnvöld að borðinu ef verkalýðsfélögin fari öll í sitthvoru lagi að samningaborðinu í komandi kjaraviðræðum. Kolbrún benti á að verkalýðsbaráttu væri í eðli sínu alltaf  átök og að það muni ekki breytast. Hún sagði BHM vilja forðast að það verði ekki hægt að ná samningum þar sem þau eru við samningaborð til að ná samningum milli samninga aðila, til að takast á við um ólík sjónarmið. „Átök verða eflaust, en ég er ekki farin að spá verkföllum,“ segir Kolbrún.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
6
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár