Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tæplega tveggja ára biðlisti fyrir afplánun í fangelsi

Dæmi eru um að dóm­ar fyrn­ist vegna langr­ar bið­ar eft­ir afplán­un. Dóm­ar hafa þyngst en skort­ur er á rým­um fyr­ir afplán­un. Nú eru sam­tals 262 á boð­un­arlista Fang­els­is­mála­stofn­un­ar. Rík­is­end­ur­skoð­un hef­ur kall­að eft­ir úr­bót­um.

Tæplega tveggja ára biðlisti fyrir afplánun í fangelsi
Fangelsi Ríkisendurskoðun hefur gagnrýnt Fangelsismálastofnun fyrir skort á afplánunarrýmum. Hefur það haft í för með sér að dómar fyrnist á meðan fólk bíður afplánunar. Mynd: Golli

Á þriðja hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að hefja afplánun í fangelsum landsins, eða 238 karlar og 24 konur. Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar.

Í svarinu kemur fram að meðalbiðtími eftir því að hefja afplánun sé næstum tvö ár, eða rúmlega eitt ár og tíu mánuðir. Þó er tekið fram að tíminn sem líður frá því að einstaklingur er boðaður til afplánunar og þangað til hún hefst sé ekki alltaf eiginlegur biðtími. 

Ýmsar umsóknir og frestir tefja

Dómsmálaráðherra segir þennan langa tíma meðal annars skýrast af því að flestir dómþolar sendi umsóknir um samfélagsþjónustu en oft er hægt að hefja afplánun með þeim hætti. Enn fremur getur fólk sótt um að afplánun sé frestað og beðið um endurupptöku á ákvörðun um synjun á samfélagsþjónustu. 

Tafir hljótast einnig af því þegar dómþolar vefengja ákvarðanir fangelsismálastofnunar til dómsmálaráðuneytisins. Öll …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár