Á þriðja hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að hefja afplánun í fangelsum landsins, eða 238 karlar og 24 konur. Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar.
Í svarinu kemur fram að meðalbiðtími eftir því að hefja afplánun sé næstum tvö ár, eða rúmlega eitt ár og tíu mánuðir. Þó er tekið fram að tíminn sem líður frá því að einstaklingur er boðaður til afplánunar og þangað til hún hefst sé ekki alltaf eiginlegur biðtími.
Ýmsar umsóknir og frestir tefja
Dómsmálaráðherra segir þennan langa tíma meðal annars skýrast af því að flestir dómþolar sendi umsóknir um samfélagsþjónustu en oft er hægt að hefja afplánun með þeim hætti. Enn fremur getur fólk sótt um að afplánun sé frestað og beðið um endurupptöku á ákvörðun um synjun á samfélagsþjónustu.
Tafir hljótast einnig af því þegar dómþolar vefengja ákvarðanir fangelsismálastofnunar til dómsmálaráðuneytisins. Öll …
Athugasemdir