Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tæplega tveggja ára biðlisti fyrir afplánun í fangelsi

Dæmi eru um að dóm­ar fyrn­ist vegna langr­ar bið­ar eft­ir afplán­un. Dóm­ar hafa þyngst en skort­ur er á rým­um fyr­ir afplán­un. Nú eru sam­tals 262 á boð­un­arlista Fang­els­is­mála­stofn­un­ar. Rík­is­end­ur­skoð­un hef­ur kall­að eft­ir úr­bót­um.

Tæplega tveggja ára biðlisti fyrir afplánun í fangelsi
Fangelsi Ríkisendurskoðun hefur gagnrýnt Fangelsismálastofnun fyrir skort á afplánunarrýmum. Hefur það haft í för með sér að dómar fyrnist á meðan fólk bíður afplánunar. Mynd: Golli

Á þriðja hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að hefja afplánun í fangelsum landsins, eða 238 karlar og 24 konur. Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar.

Í svarinu kemur fram að meðalbiðtími eftir því að hefja afplánun sé næstum tvö ár, eða rúmlega eitt ár og tíu mánuðir. Þó er tekið fram að tíminn sem líður frá því að einstaklingur er boðaður til afplánunar og þangað til hún hefst sé ekki alltaf eiginlegur biðtími. 

Ýmsar umsóknir og frestir tefja

Dómsmálaráðherra segir þennan langa tíma meðal annars skýrast af því að flestir dómþolar sendi umsóknir um samfélagsþjónustu en oft er hægt að hefja afplánun með þeim hætti. Enn fremur getur fólk sótt um að afplánun sé frestað og beðið um endurupptöku á ákvörðun um synjun á samfélagsþjónustu. 

Tafir hljótast einnig af því þegar dómþolar vefengja ákvarðanir fangelsismálastofnunar til dómsmálaráðuneytisins. Öll …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu