Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Arnarlax tilkynnti ekki heldur um öll göt á kvíum í Patreksfirði

Við eft­ir­lit Mat­væla­stofn­un­ar hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arn­ar­laxi í Pat­reks­firði kom í ljós að fyr­ir­tæk­ið hafði ekki til­kynnt um öll göt sem kom­ið höfðu á kví­ar fyr­ir­tæk­is­ins. Í nýj­um lög­um um fisk­eldi er skýrt kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæki eigi að til­kynna um öll göt á kví­um, al­veg sama þó ekki séu ástæð­ur til að ætla að eld­is­fisk­ur hafi slopp­ið út um þau.

Arnarlax tilkynnti ekki heldur um öll göt á kvíum í Patreksfirði
Annað dæmi um ótilkynnt göt Matvælastofnun birti tvær eftirlitsskýrslur í nóvember þar sem fundið var að því að laxeldisfyrirtækið hefði ekki tilkynnt um öll göt á sjókvíum hjá fyrirtækinu. Feðgarnir og nafnarnir Gustav Witzoe eru stærstu einstöku eigendur Arnarlax í gegnum norska eldisrisann Salmar.

Laxeldisfyrirtækið Arnarlax tilkynnti ekki um öll göt sem mynduðust á sjókvíum fyrirtækisins á eldissvæðinu Eyri í Patreksfirði þrátt fyrir að kveðið sé á um það í reglugerð að sjókvíaeldisfyrirtæki eigi að gera það. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu frá Matvælastofnun sem dagsett er þann 14. nóvember síðastliðinn.

Þessar upplýsingar bætast við sams konar frávik og Matvælastofnun fann í rekstri Arnarlax í Arnarfirði á sama tíma og Heimildin greindi frá fyrr í vikunni. Fyrr á árinu átti sér stað slysaslepping á 3500 eldislöxum hjá fyrirtækinu Arctic Fish í Patreksfirði. Sú slysaslepping átti sér stað vegna þess að göt mynduðust á eldiskví fyrirtækisins en neðansjávareftirlit með kvínni hafði ekki farið fram samkvæmt lögum og reglum. 

„Rekstrarleyfishafa ber að tilkynna um öll þau frávik sem leitt geta til stroks, þ.m.t. öll göt á netpokum.“
Úr nýju lagafrumvarpi um fiskeldi

Fimm frávik fundust, tvö alvarleg

Í eftirlitsskýrslunni kemur fram að fimm frávik hafi fundist í rekstri sjókvíanna í Patreksfirði og þar af tvö alvarleg. Eitt af þessum alvarlegu frávikum er að Arnarlax tilkynnti ekki um öll göt á sjókvíunum. 

Í eftirlitsskýrslunni frá Matvælastonfun segir um þetta: „Við skoðun á köfunarskýrslum úr neðansjávareftirliti kom í ljós að ekki hefur verið tilkynnt um öll göt sem hafa uppgötvast . Matvælastofnun leitaði skýringa á þessu í fyrirspurn sem send var 2. nóvember sl. og svör bárust þann 9. nóvember sl.  Í svörum sínum  segir Arnarlax að fyrirtækið telji að ekki þurfi að tilkynna um göt ef fyrirtækið meti það sem svo að ekki hafi verið grunur um strok.  Matvælastofnun krefst þess að stofnuninni sé tilkynnt um öll göt og önnur frávik á búnaði þegar fiskur er í kvíum.

Þessar tvær eftirlitsskýrslur frá Matvælastofnun fela það í sér að Arnarlax hefur ekki tilkynnt um göt sem hafa myndast á eldissvæðum í tveimur fjörðum á Vestfjörðum.  Eftirlitið sem þessi skýrsla byggir á átti sér stað í  Patreksfirði þann 24. október í haust og var skýrslan gerð opinber um miðjan nóvember. Eftir að MAST fór í eftirlitsferðina, og þar til skýrslan var birt, var greint frá stórfelldum laxalúsafaraldri sem olli miklum skakkaföllum hjá bæði Arnarlaxi og Arctic Fish. 

Skýrt orðalag í nýju lögunum

Í nýju lagafrumvarpi matvælaráðherra um fiskeldi er kveðið á um það með skýrari og afdráttarlausari hætti að laxeldisfyrirtæki eigi að tilkynna um öll göt á sjókvíum. Í frumvarpinu stendur: „Rekstrarleyfishafi sem hefur ástæðu til að ætla að eldisfiskur geti strokið eða hafi strokið skal án tafar tilkynna slíkan atburð til Matvælastofnunar. Rekstrarleyfishafa ber að tilkynna um öll þau frávik sem leitt geta til stroks, þ.m.t. öll göt á netpokum. Rekstrarleyfishafi skal án tafar hefja leit að orsökum, meta umfang og koma í veg fyrir frekara strok.

Í þessu felst að það verður bundið í lög að laxeldisfyrirtæki verða að tilkynna um öll göt á sjókvíum til Matvælastofnunar. Út frá orðalaginu í skýrslum Matvælastofnunar má skilja það sem svo að hingað til hafi laxeldisfyrirtæki eins og Arnarlax ekki talið sig þurfa að tilkynna um öll göt á kvíum ef ekki hefur verið grunur um slysasleppingar á eldislöxum. 

Matvælastofnun vísar meðal annars í reglugerð um þetta í skýrslum sínum: „Í 33. gr. í reglugerð nr. 540/2020 segir m.a.: Tilkynna skal um frávik á búnaði til Matvælastofnunar og til framleiðanda eða þjónustuaðila.

Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa hins vegar túlkað þetta ákvæði reglugerðarinnar þannig að einungis þurfa að tilkynna um göt ef slysasleppingar eiga sér stað. Með nýju lögunum er alveg skýrt kveðið á um það að laxeldisfyrirtækin verða undantekningarlaust að tilkynna Matvælastofnun um öll göt. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þarna er ekki verið að lúsleita, eða ganga of hart að þessu framtaksama fólki með eftirliti og sköttum. Íslendingar elska að láta taka sig í bólinu. Það er búið að banna þessar gróð(r)astíur annarsstaðar sem okkar "stjórnendur" vilja ekki heyra því þetta er svo gríðarlega atvinnuskapandi. Það er náttúrulega haf og himinn á milli þessara erlendu áhrifa sem eru bara að eyðileggja náttúruna og vegakerfið okkur að kostnaðarlausu, eða þannig, eða hinna stríðshrjáðu sem eru meira eða minna laskaðir. Allt í boði Austurvallar ehf.
    0
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Burt með þennan óþverra úr Íslenskum fjörðum. Þetta gagnast ekkert kvótalausum þorpum.
    3
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Múna er verið að leggja nýja vegi um Dali vestur til laxeldisfyrirtækja . Engar krónur koma í ríkiskassann frá laxeldisfyrirtækjum til að gera vegi, en hvers vegna ? Vegirnir frá Bröttubrekku og vestur í Reykhóla eru allir ónýtir eftir alla þungaflutninga frá og að laxeldisfyrirtækjum ? Hvers vegna gerir Vegagerðin ekkert í málinu ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár