Embætti héraðssaksóknara hefur fellt niður rannsókn á máli lögreglumannsins Gísla Jökuls Gíslasonar sem þóttist vera sjálfstætt starfandi blaðamaður þegar hann reyndi að komast að því hver stóð að baki gjörningnum „We´re Sorry“ í vor. Hann villti þannig á sér heimildir þegar hann sendi tölvupósta á Odd Eystein Friðriksson, sem þekktur er undir listamannsnafninu Odee. Verkið var útskriftarverkefni hans frá Listaháskóla Íslands.
Gísli Jökull staðfesti í samtali við Heimildina í júlí að hann hefði hvorki aflað heimildar yfirmanna sinna áður en hann sendi umrædda tölvupósta, né hefði hann skráð samskiptin í málaskrá lögreglu, LÖKE
Þegar blaðamaður Heimildarinnar hafði samband við Gísla Jökul til að ræða við hann um niðurfellingu embættis héraðssaksóknara á rannsókninni sagði hann: „Ég hef ekki lyst á að tala við Heimildina“ áður en hann lagði á.
Dulbúinn gjörningur
Í maímánuði greindi Heimildin frá því að Gísli Jökull sendi tölvupóstana eftir …
Athugasemdir (1)