„Þegar það kemur að aðgerðum þá gæti yfirskriftin verið „styggjum engan.““ Þetta sagði Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, í nýjum þætti Pressu. Þar ræddu hún, Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, um loftslagsmálin.
Fyrr í þættinum lét Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í ljós áhyggjur sínar af nýlegri þróun á hlýnun jarðar. „Það er ekki bara hann sem er orðinn svartsýnni en það er þá enn brýnna verkefni sem við stöndum frammi fyrir að virkilega bregðast við,“ sagði Bjarni Jónsson.
Þorgerður María tók fram að leitað væri að lausnum þar sem allir græða. „Það er ekki hægt að allir græði á lausnunum við loftslagsbreytingum. Þetta þýðir stórar breytingar á okkar efnahagskerfi og okkar lifnaðarháttum.“
Stjórnvöld geri ekki nóg
Benti hún á að stjórnmálamenn Íslands væru staddir á COP28 í Dúbaí að biðla til annarra að hætta …
Athugasemdir