Reykjavíkurborg tilkynnti fyrir stuttu að sorphirðugjöld verði hækkuð um allt að 14 prósent, sem nemur rúmum 379 milljónum krónum. Áætlaðar heildartekjur Reykjavíkurborgar af sorphirðugjöldum vegna hirðu við heimili hækka um 20 prósent milli ára, úr 1.855 milljónum króna í 2.234 milljónir króna.
Þá breytist einnig gjaldtaka vegna reksturs grenndar- og endurvinnslustöðva, áætlaðar heildartekjur hækka þar um 2 prósent milli ára, úr 936 milljónum króna í 956 milljónir króna. Þegar þessir liðir eru teknir saman er áætluð hækkun gjalda við hirðu við heimili og reksturs grenndar- og endurvinnslustöðva um 14 prósent. Það er áætluð jafnaðar hækkun á hirðugjöldum í Reykjavík milli ára. Tekið er fram að vegna fjölgunar íbúða í Reykjavík um 2,4 prósent er hækkun á hverja íbúð um 12 prósent.
Ástæðan fyrir hækkuninni sem gefin er upp að hún tengist breytingunum sem innleiddar voru á sorphirðu í Reykjavík, fyrr í ár. Þar sem flokkunartunnum var fjölgað í fjórar og tekin var upp sérstök gjaldskrá fyrir hverja og eina tunnu.
Í tilkynningunni kemur fram að verið sé að beita hagrænum hvötum til þess að stuðla að aukinni flokkun. Samkvæmt uppfærðri gjaldskrá hækkar gjald á hirðu blönduðu sorpi um 70 prósent. Þá hækkar hirða á matarleifum um 17,4 prósent.
Hins vegar lækka gjöld á hirðu plasti um 9,2 prósent, og pappír um 15 prósent. Tekið er fram í tilkynningunni að með aukinni flokkun geti íbúar fjölbýli fækkað tunnum og þannig tekist að lækkað gjöldin. Hins vegar sé svigrúm til lækkunar á gjöldum fyrir íbúa í sérbýli talsvert minna, þeir þurfi að vera með sínar fjórar flokkunartunnur og vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs er grenndarstöðvum ekki lengur heimilt að safna pappír og plasti.
Athugasemdir (1)