Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
Svöruðu fyrir slysasleppinguna Stein Ove Tveiten, sem sést hér á mynd með eldislaxi sem veiddist í Vatnsdalsá og líklega var úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði, svaraði fyrir slysasleppinguna á íbúafundi á Patreksfirði í lok nóvember. Með Stein á fundinum var Daníel Jakobsson. Mynd: Heimildin / Tómas

Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá ísfirska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish, benti meðal annars á rafvirkjunina sem skýringu á því að ljósabúnaður í sjókví fyrirtækisins í Patreksfirði virkaði ekki sem skyldi með þeim afleiðingum að of hátt hlutfall eldislaxins í kvínni varð kynþroska. Þetta sagði Daníel á íbúafundi sem Arctic Fish hélt í félagsheimilinu á Patreksfirði þann 29. nóvember. Ljósastýringin er eitt af þeim atriðum sem lögreglan á Vestfjörðum er að rannsaka í tengslum við slysasleppingu hjá Arctic Fish í sumar. 

Á fundinum á Patreksfirði, sem var „hita- og tilfinningafundur“ samkvæmt viðstöddum sem Heimildin hefur rætt við, svöruðu þeir Daníel og Stein spurningum íbúa um slysasleppinguna og einnig um lúsafaraldurinn sem kom upp hjá fyrirtækinu í Tálknafirði nú í haust. Eitt það helsta sem kom fram á fundinum, líkt og fréttamaður RÚV benti á í einu fréttinni sem birtist um fundinn í íslenskum fjölmiðlum, voru tengsl slysasleppingarinnar við laxalúsafaraldur sem geisað hefur í sjókvíum Arctic Fish síðustu mánuði. 

Þessar aðstæður hjá Arctic Fish á Vestfjörðum eru sögulegar í íslensku laxeldi þar sem slysasleppingin vakti alþjóðlega athygli og um er að ræða fyrsta skiptið sem slíkur lúsafaraldur veldur slíku tjóni í sjókvíaeldinu hér við land. Norskir fjölmiðlar hafa til dæmis fjallað mikið um málið. 

Íbúar gagnrýndu Arctic Fish en sýndu líka skilning

Á íbúafundinum kom meðal annars fram gagnrýni á Arctic Fish fyrir að starfa af minni fagmennsku en Arnarlax en það fyrirtæki hefur upp á síðkastið ekki glímt við eins mörg erfið mál og Arctic Fish þó að laxalúsin hafi einnig valdið því skakkaföllum. Þá kom einnig fram, í máli eins gests, að íbúar Patreksfjarðar vildu ekki skamma Arctic Fish heldur aðeins að sjókvíaeldið gengi vel. Loks var fyrirtækið einnig gagnrýnt fyrir að hafa ekki auglýst íbúafundinn nægilega vel. 

Daníel Jakobsson og Stein Ove Tveiten gáfu Heimildinni ekki kost á viðtali um íbúafundinn á Patreksfirði og málflutning þeirra þar þegar blaðið leitaði ítrekað eftir því. „Við skoðum það,“ sagði Daníel í sms-skilaboðum. 

„Ég held að mörg af vandamálunum og uppákomunum megi rekja til laxalúsarinnar“
Stein Ove Tveiten,
forstjóri Arctic Fish

Gefur ekki kost á viðtali Daníel Jakobsson gefur ekki kost á viðtali um íbúafundinn á Patró þegar eftir því er leitað.

Ljósin virka verr í kaldari sjó

Gat kom á umrædda sjókví í Patreksfirði síðsumars með þeim afleiðingum að um 3500 eldislaxar sluppu úr kvínni og uppgötvaðist í kjölfarið að of hátt hlutfall laxa í kvínni hafði orðið kynþroska.

Þetta er eiginlega þriðja vandamálið sem hefur herjað á Arctic Fish á síðari hluta þessa árs: Of hátt hlutfall kynþroska eldislax. Þessir laxar veiddust svo í ám hér og þar um landið. 

Ástæðan er sú að ljósabúnaðurinn í kvínni virkaði ekki sem skyldi en ljósin eiga að koma í veg fyrir að laxinn verði kynþroska þar sem þau eiga að plata laxinn með því að það sé ennþá sumar. Þar með verður hann ekki kynþroska þar sem laxar verða það þegar daginn tekur að stytta að hausti og dimman dettur á.

Þetta getur verið slæmt þar sem fiskur sem orðinn er kynþroska leitar frekar upp í ár á hrygningartíma og getur þar af leiðandi frekar makað sig með villtum löxum. Þetta getur leitt til erfðablöndunar við villta laxa ef laxar sleppa úr sjókvíunum. 

Eitt af því sem Daníel Jakobsson sagði á fundinum var meðal annars það að ljósabúnaðurinn í kvíum fyrirtækisins hafi ekki virkað eins og hann átti að gera þar sem þessi búnaður virki verr í þeim kaldari sjó sem er við Íslandsstrendur en í Noregi. 

Heimildin hafði samband við rafvirkjann sem sér um ljósastýringuna fyrir Arctic Fish og Arnarlax á suðvestanverðum Vestfjörðum til að spyrja hann um hvað hafi farið úrskeiðis í ljósabúnaðinum. Hann gaf ekki kost á viðtali um málið. 

Tengsl lúsar og slysasleppingarÁ íbúafundinum komu fram þær nýju upplýsingar að tengsl væru á milli baráttu Arctic Fish við laxalús á suðvestanverðum Vestfjörðum og slysasleppingarinnar hjá fyrirtækinu. Hér sést mynd af lúsétnum löxum í Tálknafirði sem Veiga Grétarsdóttir tók.

Laxinn lúsugur svo hætt var við slátrun

Eitt af því sem kom fram á fundinum var það að til hafi staðið að slátra laxinum sem var í kvínni sem gat kom síðar á. Hins vegar hafi laxinn verið svo lúsugur að ákveðið hafi verið að bíða með að slátra upp úr henni. Arctic Fish fékk leyfi til að nota lúsameðal á laxana í umræddri kví, og tveimur öðrum, dagana 10. til 17 júlí en eftir að byrjað hafði verið á því var hætt við vegna þess að laxinn tók illa við þeirri meðhöndlun og einhverjir fiskar drápust. 

 Í kjölfarið hafi eftirlit með kvínni setið á hakanum þar sem slátra hafði átt upp úr henni og hún tæmd. Svo hafi gleymst að færa fóðurtæki sem notað er til að gefa eldislaxinum að borða og lóð neðan úr því götuðu umrædda kví sem ekki var undir því eftirliti sem hún átti að vera þar sem hún átti að hafa verið orðin tóm. Niðurstaðan var því sú að eftirlit með kvínni fór ekki fram með neðansjávarskoðun í 95 daga. Götin á kvínni fundust svo 20. ágúst. og höfðu þá um 3500 laxar sloppið úr henni. 

Í frétt RÚV um íbúafundinn var haft eftir Stein Ove Tveiten að tengsl væri á milli laxalúsarinnar og ljósastýringarinnar án þess að hann hafi útskýrt nákvæmlega hvað hann ætti við. „Ég held að mörg af vandamálunum og uppákomunum megi rekja til laxalúsarinnar. Laxalúsin var að valda vandræðum þegar lax slapp úr kvíunum.

Ekki yfir eitt prósentSamkvæmt nýju frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur um lagareldi má hlutfall kynþroska eldislax í sjókvíum ekki fara yfir eitt prósent.

Hlutfall kynþroska eldislax má ekki fara yfir 1 prósent

Í nýju frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi, sem kynnt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda, er kveðið á um nokkur atriði sem eiga að girða fyrir að upp komi sams konar vandamál og hjá Arctic Fish.

Í kynningu frumvarpsins segir orðrétt: „Afföll og lúsasmit í kvíum hafa bein áhrif á framleiðslumöguleika; Framleiðsluheimildir takmarkast ef strok úr kvíum á sér stað; Óheimilt er að hlutfall kynþroska fisks í sjókví fari yfir 1%.“

Hlutfall kynþroska eldislax í sjókví Arctic Fish var hins vegar 35 prósent, 34 prósentustigum yfir því sem mun mega samkvæmt nýju frumvarpi matvælaráðherra. Þetta getur hins vegar gerst ef ljósastýring í sjókvíum virkar ekki sem skyldi vegna einhvers. Samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra stendur til að reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist með skýrara laga- og regluverki. 

Í rekstrarleyfi Arctic Fish í Patreksfirði er skilyrði um það að félagið verði að viðhafa ljósastýringu í kvíum sínum. Þar segir orðrétt um þetta: „Rekstrarleyfishafi skal við eldi frjórra laxa notast við ljósastýringu þ.e. hafa kveikt ljós í kvíum meðan dagsbirtu gætir ekki frá 20. september til 20 mars.“

Samkvæmt frumvarpinu, ef það verður að lögum, reyna yfirvöld nú að bregðast við því með lagasetningu og ákveðnum viðurlögum ef slysasleppingar eiga sér stað og kynþroski eldislaxa fer yfir ákveðin mörk, svo dæmi séu tekin. 

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    “Eitt af því sem kom fram á fundinum var það að til hafi staðið að slátra laxinum sem var í kvínni sem gat kom síðar á. Hins vegar hafi laxinn verið svo lúsugur að ákveðið hafi verið að bíða með að slátra upp úr henni. Arctic Fish fékk leyfi til að nota lúsameðal á laxana í umræddri kví, og tveimur öðrum, dagana 10. til 17 júlí en eftir að byrjað hafði verið á því var hætt við vegna þess að laxinn tók illa við þeirri meðhöndlun og einhverjir fiskar drápust”

    “Í kjölfarið hafi eftirlit með kvínni setið á hakanum þar sem slátra hafði átt upp úr henni og hún tæmd. Svo hafi gleymst að færa fóðurtæki sem notað er til að gefa eldislaxinum að borða og lóð neðan úr því götuðu umrædda kví sem ekki var undir því eftirliti sem hún átti að vera þar sem hún átti að hafa verið orðin tóm. Niðurstaðan var því sú að eftirlit með kvínni fór ekki fram með neðansjávarskoðun í 95 daga. Götin á kvínni fundust svo 20. ágúst. og höfðu þá um 3500 laxar sloppið úr henni”

    Ef þetta hefði verið minkur, hænur eða grísir hefði viðkomandi framleiðslufyrirtæki misst leyfið á stundinni.
    Það er eins og Íslendingar séu “vankaðir” þegar kemur að hafinu og þeim dýrmætum sem þar lifa. Eins og þetta séu ekki dýr bara matur.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár