Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Vill áhrif útgerðarmanna í samfélaginu upp á yfirborðið

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sagði í við­tali í fyrsta þætti Pressu að það liggi fyr­ir hversu áhrifa­mikl­ir sum­ir út­gerð­ar­menn séu í sam­fé­lag­inu. Nýtt frum­varp sem ligg­ur fyr­ir í sam­ráðs­gátt reyn­ir að draga þessi áhrif upp á yf­ir­borð­ið að henn­ar sögn.

Vill áhrif útgerðarmanna í samfélaginu upp á yfirborðið
Gagnsæi í sjávarútvegi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að vinna við frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu er ekki hugsuð til að skapa sátt við einstaka útgerðarmenn, heldur til að koma gagnsæinu upp á yfirborðið. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að vinna við frumvarp sitt um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sé ekki ætlað að skapa sátt á milli ríkisins og einstakra útgerðarmanna. Frumvarpið var birt í samráðsgátt stjórnvalda í síðustu viku og byggir á vinnu starfshópa sem ráðuneytið skipaði í upphafi árs. Forsvarsfólk Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa þegar gagnrýnt þær breytingar sem lagðar eru til. Svandís ræddi þetta, og margt fleira, í viðtali í sjónvarpsþættinum Pressu. Fyrsti þátturinn var sendur er út í hádeginu í dag en Pressa er á dagskrá alla föstudaga. 

„Eins og hún er, og við lögðum hana upp, er hún ekki hugsuð til að skapa sátt við einstaka útgerðarmenn, hún er ekki hugsuð þannig. Ef við ætluðum að gera það hefðum við bara lokað okkur af inni í herbergi, á skrifstofu inni í ráðuneytinu, verið með nokkra lögfræðinga og haldið síðan fundi með hagsmunaaðilum, skrifað frumvarp sem væri þeim hagfellt og tryggt pólitískan meirihluta fyrir þeirri áherslu gagnvart þinginu. Það eru, að mínu mati, vinnubrögð gamals tíma. Ég geri ráð fyrir því að fleiri séu sammála mér hvað varðar vinnubrögðin og við skulum láta á það reyna,“ sagði Svandís meðal annars. 

„Ég held það liggi bara fyrir að þeir eru mjög áhrifamiklir“
Svandís Svavarsdóttir,
um útgerðarmenn.

„Þetta skiptir máli; að koma gagnsæinu upp á yfirborðið, bæði út af því hversu mikilvægt er að stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi séu sýnileg en líka vegna þess, sem þú ert að benda á, að stjórnunar- og eignatengsl í samfélaginu í heild þurfa að vera sýnilegri heldur en þau eru. Því það er hluti af því að skapa heilbrigt samfélag, að þessi hagsmunatengsl séu sýnileg og liggi uppi á borðinu fyrir alla.“

- En hver er þín afstaða til þessa, hversu áhrifamiklir útgerðarmenn eru orðnir í samfélaginu þvert á atvinnugreinar?

„Ég held að ég þurfi ekki að tjá mig sérstaklega um það. Ég held það liggi bara fyrir að þeir eru mjög áhrifamiklir, sumir hverjir, og ég tel það alltaf mikilvægt fyrir samfélag að slík samskipti og slík tengsl séu sýnileg og þau séu gagnsæ og að því er unnið, meðal annars, í þessu frumvarpi, þessum drögum,“ svarar Svandís. „Ég held að það sé heilbrigðara fyrir samfélagið að það sé betur búið um lýðræði og lýðræðisleg áhrif almennings.“

Viðtalið var birt í þættinum Pressu sem sendur var út í hádeginu og má nálgast í heild sinni hér.  

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Á þessi aðall ekki flestallt hér, bæði á sjó og landi? Getur svo arfleitt ættingjana
    þjóðareigninnii og enginn segir neitt .
    1
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Þetta samfélag er svo langt frá því að vera heilbrigt og það má skrifast á ábyrgð Svandísar að stórum hluta. Tækifærin til að búa til heilbrigt samfélag gáfust í endurreisninni eftir stóra bankaránið en Þar brugðust Vinstri Grænir og seldu sál sína peningaöflunum að undirlagi AGS. Allt tal núna um gagnsæi er bara froða sem merkir ekkert. Svandís ætti að skammast sín og hætta í stjórnmálum áður en hún veldur meiri skaða með dekri við SFS.
    2
    • Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifaði
      En er þá ekki gott að standa með henni í því sem vel er gert
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár