Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill áhrif útgerðarmanna í samfélaginu upp á yfirborðið

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sagði í við­tali í fyrsta þætti Pressu að það liggi fyr­ir hversu áhrifa­mikl­ir sum­ir út­gerð­ar­menn séu í sam­fé­lag­inu. Nýtt frum­varp sem ligg­ur fyr­ir í sam­ráðs­gátt reyn­ir að draga þessi áhrif upp á yf­ir­borð­ið að henn­ar sögn.

Vill áhrif útgerðarmanna í samfélaginu upp á yfirborðið
Gagnsæi í sjávarútvegi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að vinna við frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu er ekki hugsuð til að skapa sátt við einstaka útgerðarmenn, heldur til að koma gagnsæinu upp á yfirborðið. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að vinna við frumvarp sitt um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sé ekki ætlað að skapa sátt á milli ríkisins og einstakra útgerðarmanna. Frumvarpið var birt í samráðsgátt stjórnvalda í síðustu viku og byggir á vinnu starfshópa sem ráðuneytið skipaði í upphafi árs. Forsvarsfólk Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa þegar gagnrýnt þær breytingar sem lagðar eru til. Svandís ræddi þetta, og margt fleira, í viðtali í sjónvarpsþættinum Pressu. Fyrsti þátturinn var sendur er út í hádeginu í dag en Pressa er á dagskrá alla föstudaga. 

„Eins og hún er, og við lögðum hana upp, er hún ekki hugsuð til að skapa sátt við einstaka útgerðarmenn, hún er ekki hugsuð þannig. Ef við ætluðum að gera það hefðum við bara lokað okkur af inni í herbergi, á skrifstofu inni í ráðuneytinu, verið með nokkra lögfræðinga og haldið síðan fundi með hagsmunaaðilum, skrifað frumvarp sem væri þeim hagfellt og tryggt pólitískan meirihluta fyrir þeirri áherslu gagnvart þinginu. Það eru, að mínu mati, vinnubrögð gamals tíma. Ég geri ráð fyrir því að fleiri séu sammála mér hvað varðar vinnubrögðin og við skulum láta á það reyna,“ sagði Svandís meðal annars. 

„Ég held það liggi bara fyrir að þeir eru mjög áhrifamiklir“
Svandís Svavarsdóttir,
um útgerðarmenn.

„Þetta skiptir máli; að koma gagnsæinu upp á yfirborðið, bæði út af því hversu mikilvægt er að stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi séu sýnileg en líka vegna þess, sem þú ert að benda á, að stjórnunar- og eignatengsl í samfélaginu í heild þurfa að vera sýnilegri heldur en þau eru. Því það er hluti af því að skapa heilbrigt samfélag, að þessi hagsmunatengsl séu sýnileg og liggi uppi á borðinu fyrir alla.“

- En hver er þín afstaða til þessa, hversu áhrifamiklir útgerðarmenn eru orðnir í samfélaginu þvert á atvinnugreinar?

„Ég held að ég þurfi ekki að tjá mig sérstaklega um það. Ég held það liggi bara fyrir að þeir eru mjög áhrifamiklir, sumir hverjir, og ég tel það alltaf mikilvægt fyrir samfélag að slík samskipti og slík tengsl séu sýnileg og þau séu gagnsæ og að því er unnið, meðal annars, í þessu frumvarpi, þessum drögum,“ svarar Svandís. „Ég held að það sé heilbrigðara fyrir samfélagið að það sé betur búið um lýðræði og lýðræðisleg áhrif almennings.“

Viðtalið var birt í þættinum Pressu sem sendur var út í hádeginu og má nálgast í heild sinni hér.  

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Á þessi aðall ekki flestallt hér, bæði á sjó og landi? Getur svo arfleitt ættingjana
    þjóðareigninnii og enginn segir neitt .
    1
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Þetta samfélag er svo langt frá því að vera heilbrigt og það má skrifast á ábyrgð Svandísar að stórum hluta. Tækifærin til að búa til heilbrigt samfélag gáfust í endurreisninni eftir stóra bankaránið en Þar brugðust Vinstri Grænir og seldu sál sína peningaöflunum að undirlagi AGS. Allt tal núna um gagnsæi er bara froða sem merkir ekkert. Svandís ætti að skammast sín og hætta í stjórnmálum áður en hún veldur meiri skaða með dekri við SFS.
    2
    • Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifaði
      En er þá ekki gott að standa með henni í því sem vel er gert
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár