Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Náttúruhamfarir fylgja fjölskyldunni

Nátt­úru­ham­far­ir virð­ast elta Rakel Ein­ars­dótt­ur og fjöl­skyldu. Eig­in­mað­ur henn­ar var tveggja mán­aða þeg­ar gaus í Vest­manna­eyj­um, þar sem fjöl­skyld­an dvel­ur nú eft­ir að hafa flú­ið jarð­hrær­ing­ar í Grinda­vík. En nú er hættu­stig í Eyj­um.

Náttúruhamfarir fylgja fjölskyldunni
Í Eyjum Hjónin í Vestmannaeyjum á góðri stund. Rakel er ekki viss hvort þau snúi aftur til Grindavíkur, það hefur alltaf verið draumur að flytja aftur til Eyja. Mynd: Aðsend

Rakel Einarsdóttir og Bjarki Guðnason flúðu neyðarstig Almannavarna vegna jarðhræringa í Grindavík til Vestmannaeyja. Eftir nokkra daga í öruggu skjóli í sumarhúsi fjölskyldunnar lýstu Almannavarnir yfir hættustigi í Vestmannaeyjum vegna skemmda á neysluvatnslögn. Þá fyrst fékk Rakel hnút í magann. 

Þetta byrjaði allt föstudaginn 10. nóvember, daginn sem Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi og Grindavík var rýmd. Rakel kom heim úr vinnunni og bað son sinn að sækja jóladótið upp á háaloft. „Ég ætlaði að fara að lýsa upp heimilið fyrir Grindavíkurbæ. Ég ætlaði að láta lífið ganga sinn vanagang og fara að gera föstudagspitsuna þegar allt fer að skjálfa,“ segir Rakel. Hún hafði ekki fundið fyrir hræðslu í skjálftahrinunni. „Ég hef verið meiri stuðningur, en svo hætti manni algjörlega að lítast á blikuna þegar maður fann eins og það væri flæði undir gólfinu. Það var allt á fullu.“

MíaKisa kann vel við sig í Eyjum.

Hjónin ákváðu að fara í bíltúr og enduðu í Hafnarfirði hjá bróður Bjarka. Sonur þeirra, sem er tvítugur, var hjá vini sínum og dóttir þeirra var á heimili sínu í Kópavogi. Heimiliskötturinn, Mía, varð ein eftir í Grindavík. Planið var að fara aftur heim um kvöldið. „Svo fengum við bara símtal um að það væri neyðarrýming. Þá fóru þeir bræður af stað til að ná í Míu. „Hann hefði vaðið eld og brennistein, hann Bjarki minn, fyrir Míu. Þetta var smá stress. En hann tók engin föt, bara köttinn,“ segir Rakel. 

Eftir þrjár nætur hjá bróður Bjarka fengu þau afnot af íbúð vinahjóna í miðbæ Reykjavíkur en ákváðu svo að fara til Vestmannaeyja. Bjarki er fæddur þar en var aðeins tveggja mánaða í Heimaeyjargosinu og flúði með fjölskyldu sinni. Hús fjölskyldunnar fór á kaf og er nú miðpunktur Eldheima, gossafnsins í Vestmannaeyjum. Rakel er Grindvíkingur og hjónin hófu búsetu þar en fluttu svo til Vestmannaeyja árið 2006 og voru búsett þar í ellefu ár en fluttu svo aftur til Grindavíkur. „Nú erum við komin aftur hingað og höfum fengið þvílíkt góðar móttökur.“ Börn hjónanna eru á höfuðborgarsvæðinu og þau eru því bara tvö í kotinu í Eyjum. „Og auðvitað Mía.“

Af neyðarstigi í skjól yfir í hættustig

Þau voru aðeins búin að vera í Eyjum í nokkra daga þegar Almannavarnir höfðu aftur áhrif á líf þeirra, nú var það hættustig vegna skemmda á neysluvatnslögn, einu neysluvatnslögninni til Vestmannaeyja. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk hnút í magann. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast og ég fyllti þrjá stóra kjötsúpupotta af vatni. Tengdamamma ráðlagði mér það, hún veit hvernig það er að vera vatnslaus í Vestmannaeyjum,“ segir Rakel. Tilhugsunin um hættustig og enn meiri óvissu er óþægileg. „Ég er nýbúin að pakka niður til að flýja mögulegt gos og ég gat ekki hugsað mér að vera vatnslaus. Nú hef ég allavega smá vatn til að sturta niður og hella upp á kaffi. En þetta hafði pínu áhrif á mig ofan á allt hitt. Maður er að reyna vera jákvæður. Það eiga margir mjög erfitt.“

„Það gerist bara það sem gerist. Við vitum ekkert.“

Kvikugangurinn er undir heimili fjölskyldunnar í Grindavík. Rakel er ekki viss hvort þau snúi aftur heim. „Nú er ég bara pínu smeyk. Maður fann vel fyrir hraunflæðinu undir húsinu. Get ég lent í því að það sé hola í blettinum mínum?“

Maður og sonur Rakelar eru búnir að kanna aðstæður í húsinu og það virðist vera heilt. „En það er á þessu hættusvæði, það er vestan megin við sprunguna, kvikan á að vera storknuð en við vitum ekkert. Ég er ekkert rosalega spennt fyrir að fara aftur. Ekki fyrr en einhver segir mér að ég og mitt fólk séum 100 prósent örugg. Það eru margir sem ég þekki sem geta ekki hugsað sér eða treysta sér að fara aftur. Svo eru húsin þeirra í lagi en þau standa verðlaus, fólk þarf að reyna að byrja aftur upp á nýtt.“

 „Við náttúrlega elskum Vestmannaeyjar“

Rakel er jákvæð að eðlisfari og trúir því að allt fari vel að lokum. „Ég segi alltaf að ég syrgi ekki dauða hluti því ég hef þurft að syrgja á annan hátt, sem ég veit að er miklu erfiðara. Ég veit alveg að við förum aftur í öruggt skjól, það eina sem ég þarf að gera er að pakka öllu aftur niður.“

Aðspurð hvort það komi til greina að flytja aftur til Eyja segir Rakel að það hafi alltaf verið draumurinn. „Við náttúrlega elskum Vestmannaeyjar þannig það er eitthvað sem gæti alveg orðið. En við erum ekki að fara að búa í þessu sumarhúsi.“

Enn sem stendur er framtíðin óljós. „Við tökum bara einn dag í einu, við erum bæði þar. Við erum mjög jákvætt fólk og erum ekkert að búa til of mikið drama. Það gerist bara það sem gerist. Við vitum ekkert.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár