Fór í áfall yfir jólunum

Hrönn Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíó Para­dís­ar, rifjar upp eft­ir­minni­leg jól þeg­ar hún og stóri bróð­ir henn­ar þurftu að leggj­ast nið­ur á að­fanga­dags­kvöld og ná and­an­um vegna þess að spenn­an yf­ir jól­un­um varð þeim um of.

Fór í áfall yfir jólunum
Hrönn Sveinsdóttir og hundurinn Lucy. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

„Ég heiti Hrönn Sveinsdóttir og er framkvæmdastjóri Bíó Paradísar.

Þetta er hundurinn Lucy, hún kemur með mér í vinnuna. Í dag er hún aðstoðarframkvæmdastjóri. 

Það besta við þennan árstíma er tilhlökkunin, sem fylgir örugglega góðum æskuminningum. 

Ég man mjög vel eftir einu aðfangadagskvöldi í Álfatúninu þegar ég var svona 8 ára og bróðir minn 9 ára. Við þurftum að leggjast niður á sófann og anda rólega af því við vorum í svo miklu áfalli yfir því að jólin væru loksins komin. 

Við gátum varla talað. Mér leið eins og ég þyrfti að kasta upp. Ég man að ég sagði við bróður minn: „Þú áttar þig á því að jólin eru komin.“ Hann svaraði: „Já, ég veit, þetta er rosalegt.“

Okkur fannst þetta bara svo stórkostlegt augnablik. En svo verður maður eldri og jólin týnast aðeins þegar maður er ung manneskja. Þá er maður svo uppfullur af sjálfum sér og jólin hætta að skipta jafnmiklu máli því maður er ekki með þessa barnslegu tilhlökkun lengur. En maður upplifir þetta aftur þegar maður eignast börn.  

Nú erum við systkinin öll orðin svo stór og fullorðin, eigum okkar eigin fjölskyldur. Við erum ekki saman á aðfangadag en hittumst á jóladag og ég vona að það verði þannig í ár líka. 

Í Bíó Paradís erum við með pólý jól. Það er finnsk jólakvikmynd sem við erum að frumsýna sem fjallar um að opna hjónabandið fyrir jólin. Sumir opna dagatal um jólin, aðrir opna hjónabandið.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár