Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leiðinleg en ekki erfið ákvörðun

Körfuknatt­leiks­kon­an Helena Sverr­is­dótt­ir hef­ur lagt skóna á hill­una en ætl­ar að halda áfram að byggja upp kvenna­bolt­ann. „Ég hef lengi vel bar­ist fyr­ir því að kon­ur fái jöfn tæki­færi og karl­ar. Það er enn þá mjög langt í land.“

Leiðinleg en ekki erfið ákvörðun
Leikjahæst og best Helena Sverrisdóttir er leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og hefur tólf sinnum verið kjörin körfuboltakona ársins. Hún ætlar að halda áfram að byggja upp kvennaboltann. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er með hugann við það að reyna að byggja upp kvennaboltann og hef alltaf haft mikinn áhuga á að reyna að gera hann sem bestan og hafa sem besta umgjörð í kringum þær,“ segir Helena Sverrisdóttir, besta körfuknattleikskona Íslands, sem lagði nýverið skóna á hilluna eftir 30 ára farsælan feril. Hún hefur nú snúið sér að þjálfun, samhliða því að kenna á unglingastigi í grunnskóla. „Á meðan ég er að þjálfa finnst mér mjög líklegt að ég verði bara kvenna megin.“

Lífið hefur alltaf snúist um körfubolta og mun líklega halda áfram að gera það. Helena var fimm ára gömul þegar hún byrjaði að æfa. „Foreldrar mínir voru í stjórn í körfunni í Haukum. Þetta hefur alltaf verið hluti af fjölskyldunni, við erum fjögur systkini og við vorum öll að æfa. Karfa hefur alltaf verið hluti af okkur.“

Leikjahæsti leikmaður landsliðsins

Helena spilaði með uppeldisfélaginu, Haukum, til 19 ára aldurs þegar hún fór í nám til Bandaríkjanna og spilaði í háskólaboltanum þar. Á atvinnumannaferlinum spilaði hún einnig í Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu. Hún sneri heim fyrir fimm árum og spilaði með Val í þrjú tímabil áður en hún fór aftur heim í Hafnarfjörðinn. Helena er leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og hefur tólf sinnum verið kjörin körfuboltakona ársins. Ástríðan fyrir körfuboltanum leynir sér ekki. „Þetta er ótrúlega skemmtileg íþrótt. Mér finnst enn þá í dag gaman að spila körfubolta. Þú þarft bæði að vera góð líkamlega og andlega, í hausnum, þú þarft að vera svolítið klár. Körfubolti er áskorun á mismunandi hátt. Þetta er bara langskemmtilegasta íþróttin.“ 

„Ég er ekki að fara að fá gervihné 36 ára og fá nýtt á 10–15 ára fresti þar til ég dey“

Líkaminn sagði stopp

Síðustu tvö ár hefur Helena verið að glíma við meiðsli í hné og ákvörðunin um að leggja skóna á hilluna hefur legið í loftinu. „Ég hef alltaf sagt að mig langaði að spila þangað til að líkaminn myndi segja stopp.“ Nú hefur það raungerst. Brjóskskemmdir í hné. Ákvörðunin var ekki erfið, en hún var leiðinleg, að sögn Helenu. „Þetta var svolítið sjálfgefið. Ég er ekki að fara að fá gervihné 36 ára og fá nýtt á 10–15 ára fresti þar til ég dey. Ákvörðunin var eiginlega bara tekin fyrir mig.“ 

Helena hlakkar til að verja meiri tíma með fjölskyldunni, að geta sest niður með manninum sínum og stelpunum þeirra, sem eru sjö og (bráðum) þriggja ára, og borðað saman kvöldmat. Rútínulífið heillar. „Ég er samt enn að þjálfa og verð alveg með liðinu mínu í leikjum. Þó að ég sé ekki að mæta á allar æfingar þá verð ég samt helling uppi í íþróttahúsi.“

Setur fókus á stelpur

Helena er að þjálfa stelpur í yngri flokkum hjá Haukum. „Ég hef alltaf sett fókusinn á stelpur. Það vantar mjög oft þjálfara kvenna megin, það er eins og flestir þjálfarar sæki alltaf í að þjálfa frekar stráka.“ Helena lauk námi í kennsluréttindum í sumar og námskeið í kynjajafnrétti sem var hluti af náminu opnaði augu hennar. „Ég hef lengi vel barist fyrir því að konur fái jöfn tækifæri og karlar. Það er enn þá mjög langt í land, sérstaklega í íþróttaheiminum, þetta er mjög karllægt umhverfi. Um leið og ég sé eitthvað sem er ekki eins og það á að vera hef ég alltaf verið tilbúin að stíga inn í og mun pottþétt gera enn þá meira af því núna.“

Það mun hún ekki aðeins gera í körfuboltanum. Helena er að kenna á unglingastigi og kann vel við sig í því umhverfi. Samfélagsfræði, kynjafræði og enska eru hennar greinar. „Ég hef aldrei verið í hefðbundinni vinnu, körfuboltinn hefur verið mitt starf. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf og ég sé fyrir mér að geta gert þetta í langan tíma.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár