Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leiðinleg en ekki erfið ákvörðun

Körfuknatt­leiks­kon­an Helena Sverr­is­dótt­ir hef­ur lagt skóna á hill­una en ætl­ar að halda áfram að byggja upp kvenna­bolt­ann. „Ég hef lengi vel bar­ist fyr­ir því að kon­ur fái jöfn tæki­færi og karl­ar. Það er enn þá mjög langt í land.“

Leiðinleg en ekki erfið ákvörðun
Leikjahæst og best Helena Sverrisdóttir er leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og hefur tólf sinnum verið kjörin körfuboltakona ársins. Hún ætlar að halda áfram að byggja upp kvennaboltann. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er með hugann við það að reyna að byggja upp kvennaboltann og hef alltaf haft mikinn áhuga á að reyna að gera hann sem bestan og hafa sem besta umgjörð í kringum þær,“ segir Helena Sverrisdóttir, besta körfuknattleikskona Íslands, sem lagði nýverið skóna á hilluna eftir 30 ára farsælan feril. Hún hefur nú snúið sér að þjálfun, samhliða því að kenna á unglingastigi í grunnskóla. „Á meðan ég er að þjálfa finnst mér mjög líklegt að ég verði bara kvenna megin.“

Lífið hefur alltaf snúist um körfubolta og mun líklega halda áfram að gera það. Helena var fimm ára gömul þegar hún byrjaði að æfa. „Foreldrar mínir voru í stjórn í körfunni í Haukum. Þetta hefur alltaf verið hluti af fjölskyldunni, við erum fjögur systkini og við vorum öll að æfa. Karfa hefur alltaf verið hluti af okkur.“

Leikjahæsti leikmaður landsliðsins

Helena spilaði með uppeldisfélaginu, Haukum, til 19 ára aldurs þegar hún fór í nám til Bandaríkjanna og spilaði í háskólaboltanum þar. Á atvinnumannaferlinum spilaði hún einnig í Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu. Hún sneri heim fyrir fimm árum og spilaði með Val í þrjú tímabil áður en hún fór aftur heim í Hafnarfjörðinn. Helena er leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og hefur tólf sinnum verið kjörin körfuboltakona ársins. Ástríðan fyrir körfuboltanum leynir sér ekki. „Þetta er ótrúlega skemmtileg íþrótt. Mér finnst enn þá í dag gaman að spila körfubolta. Þú þarft bæði að vera góð líkamlega og andlega, í hausnum, þú þarft að vera svolítið klár. Körfubolti er áskorun á mismunandi hátt. Þetta er bara langskemmtilegasta íþróttin.“ 

„Ég er ekki að fara að fá gervihné 36 ára og fá nýtt á 10–15 ára fresti þar til ég dey“

Líkaminn sagði stopp

Síðustu tvö ár hefur Helena verið að glíma við meiðsli í hné og ákvörðunin um að leggja skóna á hilluna hefur legið í loftinu. „Ég hef alltaf sagt að mig langaði að spila þangað til að líkaminn myndi segja stopp.“ Nú hefur það raungerst. Brjóskskemmdir í hné. Ákvörðunin var ekki erfið, en hún var leiðinleg, að sögn Helenu. „Þetta var svolítið sjálfgefið. Ég er ekki að fara að fá gervihné 36 ára og fá nýtt á 10–15 ára fresti þar til ég dey. Ákvörðunin var eiginlega bara tekin fyrir mig.“ 

Helena hlakkar til að verja meiri tíma með fjölskyldunni, að geta sest niður með manninum sínum og stelpunum þeirra, sem eru sjö og (bráðum) þriggja ára, og borðað saman kvöldmat. Rútínulífið heillar. „Ég er samt enn að þjálfa og verð alveg með liðinu mínu í leikjum. Þó að ég sé ekki að mæta á allar æfingar þá verð ég samt helling uppi í íþróttahúsi.“

Setur fókus á stelpur

Helena er að þjálfa stelpur í yngri flokkum hjá Haukum. „Ég hef alltaf sett fókusinn á stelpur. Það vantar mjög oft þjálfara kvenna megin, það er eins og flestir þjálfarar sæki alltaf í að þjálfa frekar stráka.“ Helena lauk námi í kennsluréttindum í sumar og námskeið í kynjajafnrétti sem var hluti af náminu opnaði augu hennar. „Ég hef lengi vel barist fyrir því að konur fái jöfn tækifæri og karlar. Það er enn þá mjög langt í land, sérstaklega í íþróttaheiminum, þetta er mjög karllægt umhverfi. Um leið og ég sé eitthvað sem er ekki eins og það á að vera hef ég alltaf verið tilbúin að stíga inn í og mun pottþétt gera enn þá meira af því núna.“

Það mun hún ekki aðeins gera í körfuboltanum. Helena er að kenna á unglingastigi og kann vel við sig í því umhverfi. Samfélagsfræði, kynjafræði og enska eru hennar greinar. „Ég hef aldrei verið í hefðbundinni vinnu, körfuboltinn hefur verið mitt starf. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf og ég sé fyrir mér að geta gert þetta í langan tíma.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár