Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verkar kjöt en líður best á sjó

Fann­ar Pálma­son er 22 ára gam­all starfs­mað­ur í kjöt­borð­inu í Mela­búð­inni. Áð­ur var hann á sjó en þurfti að kom­ast í land því það var svo erfitt að vera lengi í burtu.

Verkar kjöt en líður best á sjó
Skemmtilegast að verka kjöt Fannari finnst skemmtilegast að verka kjöt og í sérstöku uppáhaldi er að verka lambalæri. Hann er vanur að verka fisk enda hefur hann tveggja ára reynslu af sjómennsku. Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Ég heiti Fannar Pálmason og við erum í Melabúðinni í kjötborðinu. Einmitt núna er ég að pakka inn kjúklingasósu sem við gerum sjálf. Ég geri hana ekki, er bara að verðmerkja hana og síðan fer hún í hitaskápinn með kjúklingnum, sem við gerum sjálf líka. 

Skemmtilegast við vinnuna er að verka kjöt. Það er skemmtilegast að verka lambalæri, því það tekur smá tíma og ég þarf að vanda mig. Það er eins og hugleiðsla. Það getur tekið allt frá fimm mínútum upp í tuttugu mínútur ef ég er ekkert að flýta mér, en því næ ég bara heima. Ég elda mikið lambakjöt heima. Leyniuppskrift? Ég ætla ekki að segja þér hana. 

Ég er uppalinn í Danmörku, annars er ég úr Grafarholti. Ég kom til Íslands þegar ég var sjö ára. Mitt helsta áhugamál eru tölvuleikir. Akkúrat núna er ég að spila No Man's sky og Fortnite.

Líf mitt breyttist örugglega þegar strákurinn minn fæddist, það eru fjögur og hálft ár síðan. Ábyrgðin og svona. Við erum góðir vinir, bestu vinir. 

„Leyniuppskrift? Ég ætla ekki að segja þér hana“

Ég er búinn að vinna hérna frá 26. september og finnst mjög gaman. Allir fastakúnnarnir sem koma hingað að spjalla muna eftir manni, gamla fólkið og svona, mér finnst það svo skemmtilegt. Vanalega er ég sjómaður. Ég hef verið á sjó í tvö ár en fann að ég þyrfti að vinna aðeins í landi þangað til að ég nenni aftur út á sjó. Ég sótti sérstaklega um á kjötborðinu af því að mig langaði að vinna við þetta, vanur að verka fisk og svona. Er erfitt að vinna á sjó? Já og nei, ég myndi segja að það erfiðasta væri að vera svona lengi í burtu frá landi. En ég mun fara aftur, mér líður vel úti á sjó, þar á ég heima. 

Hvað er ég gamall? 22 ára.“ 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
4
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár