Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verkar kjöt en líður best á sjó

Fann­ar Pálma­son er 22 ára gam­all starfs­mað­ur í kjöt­borð­inu í Mela­búð­inni. Áð­ur var hann á sjó en þurfti að kom­ast í land því það var svo erfitt að vera lengi í burtu.

Verkar kjöt en líður best á sjó
Skemmtilegast að verka kjöt Fannari finnst skemmtilegast að verka kjöt og í sérstöku uppáhaldi er að verka lambalæri. Hann er vanur að verka fisk enda hefur hann tveggja ára reynslu af sjómennsku. Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Ég heiti Fannar Pálmason og við erum í Melabúðinni í kjötborðinu. Einmitt núna er ég að pakka inn kjúklingasósu sem við gerum sjálf. Ég geri hana ekki, er bara að verðmerkja hana og síðan fer hún í hitaskápinn með kjúklingnum, sem við gerum sjálf líka. 

Skemmtilegast við vinnuna er að verka kjöt. Það er skemmtilegast að verka lambalæri, því það tekur smá tíma og ég þarf að vanda mig. Það er eins og hugleiðsla. Það getur tekið allt frá fimm mínútum upp í tuttugu mínútur ef ég er ekkert að flýta mér, en því næ ég bara heima. Ég elda mikið lambakjöt heima. Leyniuppskrift? Ég ætla ekki að segja þér hana. 

Ég er uppalinn í Danmörku, annars er ég úr Grafarholti. Ég kom til Íslands þegar ég var sjö ára. Mitt helsta áhugamál eru tölvuleikir. Akkúrat núna er ég að spila No Man's sky og Fortnite.

Líf mitt breyttist örugglega þegar strákurinn minn fæddist, það eru fjögur og hálft ár síðan. Ábyrgðin og svona. Við erum góðir vinir, bestu vinir. 

„Leyniuppskrift? Ég ætla ekki að segja þér hana“

Ég er búinn að vinna hérna frá 26. september og finnst mjög gaman. Allir fastakúnnarnir sem koma hingað að spjalla muna eftir manni, gamla fólkið og svona, mér finnst það svo skemmtilegt. Vanalega er ég sjómaður. Ég hef verið á sjó í tvö ár en fann að ég þyrfti að vinna aðeins í landi þangað til að ég nenni aftur út á sjó. Ég sótti sérstaklega um á kjötborðinu af því að mig langaði að vinna við þetta, vanur að verka fisk og svona. Er erfitt að vinna á sjó? Já og nei, ég myndi segja að það erfiðasta væri að vera svona lengi í burtu frá landi. En ég mun fara aftur, mér líður vel úti á sjó, þar á ég heima. 

Hvað er ég gamall? 22 ára.“ 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár