Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sniðganga Iceland Noir - „Hún er náttúrlega herská talskona Ísrael“

Rit­höf­und­arn­ir Pedro Gunn­laug­ur Garcia og María Elísa­bet Braga­dótt­ir sem áttu að vera í panelum­ræð­um á bók­mennta­há­tíð­inni Ice­land No­ir ákváðu að draga sig í hlé vegna komu Hillary Cl­int­on. Þau bæt­ast við hóp gagn­rýn­enda sem segja það póli­tíska af­stöðu að bjóða henni að koma en Cl­int­on hef­ur op­in­ber­lega tal­að gegn vopna­hléi á Gaza.

Sniðganga Iceland Noir - „Hún er náttúrlega herská talskona Ísrael“
Pedro Gunnlaugur Garcia og María Elísabet Bragadóttir hættu við að taka þátt í panelumræðum á Iceland Noir vegna komu Hillary Clinton. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ég er bara að fylgja mínu hjarta,“ segir María Elísabet Bragadóttir rithöfundur um ástæðu þess að hún ákvað að afboða þátttöku sína í panelumræðum á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. „Þetta var til að mótmæla komu Hillary Clinton. Hún er náttúrulega herská talskona Ísraels,“ segir hún. 

Samkvæmt dagskrá Iceland Noir átti María Elísabet að taka þátt í pallborðsumræðum í gær. Það átti rithöfundurinn Pedro Gunnlaugur Garcia líka að gera en hann afboðaði sig sömuleiðis vegna komu Clinton. 

Hætti við af siðferðisástæðum

Pedro segist daginn áður hafa átt fund með skipuleggjendum þar sem hann sagði þeim frá ákvörðun sinni - „að ég ætlaði að afboða komu mína vegna þátttöku Hillary Clinton. Ég hef orðið vísari að því nýlega hvaða orðræðu hún hefur viðhaft og hvaða fölsku upplýsingum hún hefur verið að dreifa um Gaza, og að mér þætti af siðferðisástæðum ekki stætt að taka þátt í sömu hátíð og þar sem hún fær sviðið.“

Í kynningartexta um komu Clinton sagði á vef Hörpu: „Bókmenntahátíð Iceland Noir kynnir einstakan bókmenntaviðburð í Reykjavík, sunnudaginn 19. nóvember 2023 kl. 16 í Eldborgarsal Hörpu. Hillary Rodham Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kemur fram í Hörpu og ræðir meðal annars um skáldsöguna State of Terror [...] Stofnendur Iceland Noir hátíðarinnar, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir, kynna Clinton og Penny á svið.“

Eins og Heimildin greindi frá á þriðjudag þá hefur textinn verið fjarlægður af vef Hörpu. Hjá miðasölu Hörpu fékkst staðfest að það hefði verið gert að ósk viðburðahaldara, Iceland Noir, og ástæðan sé sú að vegna þess að uppselt sé á viðburðinn þurfi ekki að auglýsa hann frekar. Þetta er hins vegar ekki almenn stefna Hörpu varðandi viðburði og auglýsingu á þeim og tíðkast almennt ekki. 

Andvíg vopnahléi á Gaza

María Elísabet segir leitt að hafa afboðað sig með svo skömmum fyrirvara. „En ástandið er krítískt núna og aðstæður eru að breytast mjög hratt. Það er verið að fremja þjóðarmorð í Gaza og Hillary Clinton hefur opinberlega lýst sig andvíga vopnahléi,“ segir hún. 

Hún segist átta sig á því að skipuleggjendur hátíðarinnar hafi ekki séð fyrir stríðið sem nú geisar þegar þeir buðu Clinton að koma. „En að sjálfsögðu getur maður alveg gert ráð fyrir að það sé mjög umdeilt að fá pólitíkus til landsins. Það er alltaf pólitískt og hún er pólitíkus fyrst og fremst, ekki rithöfundur. Hún er fræg því hún er pólitíkus, ekki vegna þess að hún er rithöfundur,“ segir María Elísabet. 

„Þó þetta eigi að heita ópólitískur viðburður þá er vera hennar að öllu leyti pólitísk“
Pedro Gunnlaugur Garcia

Pedro er á sama máli. „Þó þetta eigi að heita ópólitískur viðburður þá er vera hennar að öllu leyti pólitísk. Þó svo hún ætli að tala um skáldsögu þá er þetta ein mesta valdakona í heimi sem hefur beitt sér með skaðlegum hætti á stundu þar sem sjö þúsund börn hafa dáið síðan árásirnar hófust, og sá fjöldi eykst með hverjum deginum á meðan ekki er vopnahlé. Ég tek þessa einkaákvörðun fyrir mig sjálfan, hún er siðferðislegs eðlis og það eru mín táknrænu mótmæli,“ segir hann. 

Segir þetta ekki hluta af hátíðinni

Yrsa Sigurðardóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að sér þyki afar leitt að María Elísabet og Pedro hafi dregið sig í hlé: „Við hefðum ekki boðið þeim nema því við vildum fá þau.“

Í viðtali við Vísi þann 14. september er haft eftir Yrsu Sigurðardóttur, eins af skipuleggjendum Iceland Noir, að þau hafi „togað í alla þá spotta sem hægt var að toga í til að tryggja komu Clinton á hátíðina.“

„Miðar á Iceland Noir gilda ekki á viðburðinn með Hillary Clinton“
Yrsa Sigurðardóttir

Í samtali við Heimildina segir Yrsa hins vegar að viðburðurinn sem Clinton tekur þátt í sé ekki hluti af hátíðinni heldur eins konar hliðarviðburður. „Hún er á sér viðburði sem hefur ekkert með bókmenntahátíðina að gera. Miðar á Iceland Noir gilda ekki á viðburðinn með Hillary Clinton. En það er mjög auðvelt að ruglast á þessu,“ segir hún. 

Viðburðurinn á Facebook

Yrsa segist hafa átt þetta samtal við þau Maríu Elísabetu og Pedro. „Já. En þetta er þeirra ákvörðun og okkur þykir það leitt. Fólk þarf bara að fylgja sinni sannfæringu,“ segir hún.

Pedro segir að sér finnist þessi rök Yrsu um að Clinton sé ekki þátttakandi á hátíðinni ekki standast fyllilega. „En hún sagðist skilja mína afstöðu og mér þótti vænt um að hún endaði fundinn á að segja að við verðum bara að fylgja okkar hjarta og það er það sem við erum að gera,“ segir hann. 

Lestrarklefinn hvetur til sniðgöngu

Ritstjórn Lestrarklefans, vefsíðu sem er tileinkuð bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu á Iceland Noir út af komu Clinton og segir í tilkynningu á vefnum að þau ætli ekki að fjalla um hátíðina, efni hennar eða rithöfunda. 

„Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gaza og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir þar. 

„Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning“
Lestrarklefinn

„Hillary Clinton er stjórnmálamaður með völd áhrif og orð hennar hafa afleiðingar. Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning. Í því felst afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd,“ segir í tilkynningu Lestrarklefans. 


Ummæli fjarlægðEins og sjá má á þessari mynd hafa ummæli er varða komu Hillary Clinton á Iceland Noir bókmenntahátíð verið fjarlægð.

Heimildin fjallaði á þriðjudag um þá ritskoðun sem þarna er vísað til. Þá kom fram að viðburðurinn hafi verið gagnrýndur á samfélagsmiðlum Iceland Noir og snéru þau mótmæli einkum að því að Hillary Clinton hafi talað gegn vopnahléi á Gaza og „dreift fals upplýsingum um stöðuna þar,“ eins og einn mótmælandi komst að orði. Öll ummæli sem voru gagnrýnin á viðburðinn voru hins vegar fjarlægð af samfélagsmiðlum. 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Það að fá pólitíkusa er afstaða,“ skrifar Bergþóra og bætir við: „Það að henda óhentugum athugasemdum af síðunni ykkar er afstaða. Þetta er þöggun.“ Bergþóra kallar eftir því að hátíðin afbóki Hillary ásamt því að hvetja rithöfunda til þess að afboða sig á hátíðina.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GLL
    Guðmundur Logi Lárusson skrifaði
    Getur sú staðreynd að persóna hafi skrifað bók hreinsað hana af misjafnlega mannúðlegum verkum eða réttlætt þau ? Adolf Hitler skrifaði bók, ekki satt ?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár