Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sniðganga Iceland Noir - „Hún er náttúrlega herská talskona Ísrael“

Rit­höf­und­arn­ir Pedro Gunn­laug­ur Garcia og María Elísa­bet Braga­dótt­ir sem áttu að vera í panelum­ræð­um á bók­mennta­há­tíð­inni Ice­land No­ir ákváðu að draga sig í hlé vegna komu Hillary Cl­int­on. Þau bæt­ast við hóp gagn­rýn­enda sem segja það póli­tíska af­stöðu að bjóða henni að koma en Cl­int­on hef­ur op­in­ber­lega tal­að gegn vopna­hléi á Gaza.

Sniðganga Iceland Noir - „Hún er náttúrlega herská talskona Ísrael“
Pedro Gunnlaugur Garcia og María Elísabet Bragadóttir hættu við að taka þátt í panelumræðum á Iceland Noir vegna komu Hillary Clinton. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ég er bara að fylgja mínu hjarta,“ segir María Elísabet Bragadóttir rithöfundur um ástæðu þess að hún ákvað að afboða þátttöku sína í panelumræðum á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. „Þetta var til að mótmæla komu Hillary Clinton. Hún er náttúrulega herská talskona Ísraels,“ segir hún. 

Samkvæmt dagskrá Iceland Noir átti María Elísabet að taka þátt í pallborðsumræðum í gær. Það átti rithöfundurinn Pedro Gunnlaugur Garcia líka að gera en hann afboðaði sig sömuleiðis vegna komu Clinton. 

Hætti við af siðferðisástæðum

Pedro segist daginn áður hafa átt fund með skipuleggjendum þar sem hann sagði þeim frá ákvörðun sinni - „að ég ætlaði að afboða komu mína vegna þátttöku Hillary Clinton. Ég hef orðið vísari að því nýlega hvaða orðræðu hún hefur viðhaft og hvaða fölsku upplýsingum hún hefur verið að dreifa um Gaza, og að mér þætti af siðferðisástæðum ekki stætt að taka þátt í sömu hátíð og þar sem hún fær sviðið.“

Í kynningartexta um komu Clinton sagði á vef Hörpu: „Bókmenntahátíð Iceland Noir kynnir einstakan bókmenntaviðburð í Reykjavík, sunnudaginn 19. nóvember 2023 kl. 16 í Eldborgarsal Hörpu. Hillary Rodham Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kemur fram í Hörpu og ræðir meðal annars um skáldsöguna State of Terror [...] Stofnendur Iceland Noir hátíðarinnar, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir, kynna Clinton og Penny á svið.“

Eins og Heimildin greindi frá á þriðjudag þá hefur textinn verið fjarlægður af vef Hörpu. Hjá miðasölu Hörpu fékkst staðfest að það hefði verið gert að ósk viðburðahaldara, Iceland Noir, og ástæðan sé sú að vegna þess að uppselt sé á viðburðinn þurfi ekki að auglýsa hann frekar. Þetta er hins vegar ekki almenn stefna Hörpu varðandi viðburði og auglýsingu á þeim og tíðkast almennt ekki. 

Andvíg vopnahléi á Gaza

María Elísabet segir leitt að hafa afboðað sig með svo skömmum fyrirvara. „En ástandið er krítískt núna og aðstæður eru að breytast mjög hratt. Það er verið að fremja þjóðarmorð í Gaza og Hillary Clinton hefur opinberlega lýst sig andvíga vopnahléi,“ segir hún. 

Hún segist átta sig á því að skipuleggjendur hátíðarinnar hafi ekki séð fyrir stríðið sem nú geisar þegar þeir buðu Clinton að koma. „En að sjálfsögðu getur maður alveg gert ráð fyrir að það sé mjög umdeilt að fá pólitíkus til landsins. Það er alltaf pólitískt og hún er pólitíkus fyrst og fremst, ekki rithöfundur. Hún er fræg því hún er pólitíkus, ekki vegna þess að hún er rithöfundur,“ segir María Elísabet. 

„Þó þetta eigi að heita ópólitískur viðburður þá er vera hennar að öllu leyti pólitísk“
Pedro Gunnlaugur Garcia

Pedro er á sama máli. „Þó þetta eigi að heita ópólitískur viðburður þá er vera hennar að öllu leyti pólitísk. Þó svo hún ætli að tala um skáldsögu þá er þetta ein mesta valdakona í heimi sem hefur beitt sér með skaðlegum hætti á stundu þar sem sjö þúsund börn hafa dáið síðan árásirnar hófust, og sá fjöldi eykst með hverjum deginum á meðan ekki er vopnahlé. Ég tek þessa einkaákvörðun fyrir mig sjálfan, hún er siðferðislegs eðlis og það eru mín táknrænu mótmæli,“ segir hann. 

Segir þetta ekki hluta af hátíðinni

Yrsa Sigurðardóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að sér þyki afar leitt að María Elísabet og Pedro hafi dregið sig í hlé: „Við hefðum ekki boðið þeim nema því við vildum fá þau.“

Í viðtali við Vísi þann 14. september er haft eftir Yrsu Sigurðardóttur, eins af skipuleggjendum Iceland Noir, að þau hafi „togað í alla þá spotta sem hægt var að toga í til að tryggja komu Clinton á hátíðina.“

„Miðar á Iceland Noir gilda ekki á viðburðinn með Hillary Clinton“
Yrsa Sigurðardóttir

Í samtali við Heimildina segir Yrsa hins vegar að viðburðurinn sem Clinton tekur þátt í sé ekki hluti af hátíðinni heldur eins konar hliðarviðburður. „Hún er á sér viðburði sem hefur ekkert með bókmenntahátíðina að gera. Miðar á Iceland Noir gilda ekki á viðburðinn með Hillary Clinton. En það er mjög auðvelt að ruglast á þessu,“ segir hún. 

Viðburðurinn á Facebook

Yrsa segist hafa átt þetta samtal við þau Maríu Elísabetu og Pedro. „Já. En þetta er þeirra ákvörðun og okkur þykir það leitt. Fólk þarf bara að fylgja sinni sannfæringu,“ segir hún.

Pedro segir að sér finnist þessi rök Yrsu um að Clinton sé ekki þátttakandi á hátíðinni ekki standast fyllilega. „En hún sagðist skilja mína afstöðu og mér þótti vænt um að hún endaði fundinn á að segja að við verðum bara að fylgja okkar hjarta og það er það sem við erum að gera,“ segir hann. 

Lestrarklefinn hvetur til sniðgöngu

Ritstjórn Lestrarklefans, vefsíðu sem er tileinkuð bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu á Iceland Noir út af komu Clinton og segir í tilkynningu á vefnum að þau ætli ekki að fjalla um hátíðina, efni hennar eða rithöfunda. 

„Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gaza og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir þar. 

„Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning“
Lestrarklefinn

„Hillary Clinton er stjórnmálamaður með völd áhrif og orð hennar hafa afleiðingar. Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning. Í því felst afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd,“ segir í tilkynningu Lestrarklefans. 


Ummæli fjarlægðEins og sjá má á þessari mynd hafa ummæli er varða komu Hillary Clinton á Iceland Noir bókmenntahátíð verið fjarlægð.

Heimildin fjallaði á þriðjudag um þá ritskoðun sem þarna er vísað til. Þá kom fram að viðburðurinn hafi verið gagnrýndur á samfélagsmiðlum Iceland Noir og snéru þau mótmæli einkum að því að Hillary Clinton hafi talað gegn vopnahléi á Gaza og „dreift fals upplýsingum um stöðuna þar,“ eins og einn mótmælandi komst að orði. Öll ummæli sem voru gagnrýnin á viðburðinn voru hins vegar fjarlægð af samfélagsmiðlum. 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Það að fá pólitíkusa er afstaða,“ skrifar Bergþóra og bætir við: „Það að henda óhentugum athugasemdum af síðunni ykkar er afstaða. Þetta er þöggun.“ Bergþóra kallar eftir því að hátíðin afbóki Hillary ásamt því að hvetja rithöfunda til þess að afboða sig á hátíðina.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GLL
    Guðmundur Logi Lárusson skrifaði
    Getur sú staðreynd að persóna hafi skrifað bók hreinsað hana af misjafnlega mannúðlegum verkum eða réttlætt þau ? Adolf Hitler skrifaði bók, ekki satt ?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
4
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár