Sniðganga Iceland Noir - „Hún er náttúrlega herská talskona Ísrael“

Rit­höf­und­arn­ir Pedro Gunn­laug­ur Garcia og María Elísa­bet Braga­dótt­ir sem áttu að vera í panelum­ræð­um á bók­mennta­há­tíð­inni Ice­land No­ir ákváðu að draga sig í hlé vegna komu Hillary Cl­int­on. Þau bæt­ast við hóp gagn­rýn­enda sem segja það póli­tíska af­stöðu að bjóða henni að koma en Cl­int­on hef­ur op­in­ber­lega tal­að gegn vopna­hléi á Gaza.

Sniðganga Iceland Noir - „Hún er náttúrlega herská talskona Ísrael“
Pedro Gunnlaugur Garcia og María Elísabet Bragadóttir hættu við að taka þátt í panelumræðum á Iceland Noir vegna komu Hillary Clinton. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ég er bara að fylgja mínu hjarta,“ segir María Elísabet Bragadóttir rithöfundur um ástæðu þess að hún ákvað að afboða þátttöku sína í panelumræðum á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. „Þetta var til að mótmæla komu Hillary Clinton. Hún er náttúrulega herská talskona Ísraels,“ segir hún. 

Samkvæmt dagskrá Iceland Noir átti María Elísabet að taka þátt í pallborðsumræðum í gær. Það átti rithöfundurinn Pedro Gunnlaugur Garcia líka að gera en hann afboðaði sig sömuleiðis vegna komu Clinton. 

Hætti við af siðferðisástæðum

Pedro segist daginn áður hafa átt fund með skipuleggjendum þar sem hann sagði þeim frá ákvörðun sinni - „að ég ætlaði að afboða komu mína vegna þátttöku Hillary Clinton. Ég hef orðið vísari að því nýlega hvaða orðræðu hún hefur viðhaft og hvaða fölsku upplýsingum hún hefur verið að dreifa um Gaza, og að mér þætti af siðferðisástæðum ekki stætt að taka þátt í sömu hátíð og þar sem hún fær sviðið.“

Í kynningartexta um komu Clinton sagði á vef Hörpu: „Bókmenntahátíð Iceland Noir kynnir einstakan bókmenntaviðburð í Reykjavík, sunnudaginn 19. nóvember 2023 kl. 16 í Eldborgarsal Hörpu. Hillary Rodham Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kemur fram í Hörpu og ræðir meðal annars um skáldsöguna State of Terror [...] Stofnendur Iceland Noir hátíðarinnar, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir, kynna Clinton og Penny á svið.“

Eins og Heimildin greindi frá á þriðjudag þá hefur textinn verið fjarlægður af vef Hörpu. Hjá miðasölu Hörpu fékkst staðfest að það hefði verið gert að ósk viðburðahaldara, Iceland Noir, og ástæðan sé sú að vegna þess að uppselt sé á viðburðinn þurfi ekki að auglýsa hann frekar. Þetta er hins vegar ekki almenn stefna Hörpu varðandi viðburði og auglýsingu á þeim og tíðkast almennt ekki. 

Andvíg vopnahléi á Gaza

María Elísabet segir leitt að hafa afboðað sig með svo skömmum fyrirvara. „En ástandið er krítískt núna og aðstæður eru að breytast mjög hratt. Það er verið að fremja þjóðarmorð í Gaza og Hillary Clinton hefur opinberlega lýst sig andvíga vopnahléi,“ segir hún. 

Hún segist átta sig á því að skipuleggjendur hátíðarinnar hafi ekki séð fyrir stríðið sem nú geisar þegar þeir buðu Clinton að koma. „En að sjálfsögðu getur maður alveg gert ráð fyrir að það sé mjög umdeilt að fá pólitíkus til landsins. Það er alltaf pólitískt og hún er pólitíkus fyrst og fremst, ekki rithöfundur. Hún er fræg því hún er pólitíkus, ekki vegna þess að hún er rithöfundur,“ segir María Elísabet. 

„Þó þetta eigi að heita ópólitískur viðburður þá er vera hennar að öllu leyti pólitísk“
Pedro Gunnlaugur Garcia

Pedro er á sama máli. „Þó þetta eigi að heita ópólitískur viðburður þá er vera hennar að öllu leyti pólitísk. Þó svo hún ætli að tala um skáldsögu þá er þetta ein mesta valdakona í heimi sem hefur beitt sér með skaðlegum hætti á stundu þar sem sjö þúsund börn hafa dáið síðan árásirnar hófust, og sá fjöldi eykst með hverjum deginum á meðan ekki er vopnahlé. Ég tek þessa einkaákvörðun fyrir mig sjálfan, hún er siðferðislegs eðlis og það eru mín táknrænu mótmæli,“ segir hann. 

Segir þetta ekki hluta af hátíðinni

Yrsa Sigurðardóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að sér þyki afar leitt að María Elísabet og Pedro hafi dregið sig í hlé: „Við hefðum ekki boðið þeim nema því við vildum fá þau.“

Í viðtali við Vísi þann 14. september er haft eftir Yrsu Sigurðardóttur, eins af skipuleggjendum Iceland Noir, að þau hafi „togað í alla þá spotta sem hægt var að toga í til að tryggja komu Clinton á hátíðina.“

„Miðar á Iceland Noir gilda ekki á viðburðinn með Hillary Clinton“
Yrsa Sigurðardóttir

Í samtali við Heimildina segir Yrsa hins vegar að viðburðurinn sem Clinton tekur þátt í sé ekki hluti af hátíðinni heldur eins konar hliðarviðburður. „Hún er á sér viðburði sem hefur ekkert með bókmenntahátíðina að gera. Miðar á Iceland Noir gilda ekki á viðburðinn með Hillary Clinton. En það er mjög auðvelt að ruglast á þessu,“ segir hún. 

Viðburðurinn á Facebook

Yrsa segist hafa átt þetta samtal við þau Maríu Elísabetu og Pedro. „Já. En þetta er þeirra ákvörðun og okkur þykir það leitt. Fólk þarf bara að fylgja sinni sannfæringu,“ segir hún.

Pedro segir að sér finnist þessi rök Yrsu um að Clinton sé ekki þátttakandi á hátíðinni ekki standast fyllilega. „En hún sagðist skilja mína afstöðu og mér þótti vænt um að hún endaði fundinn á að segja að við verðum bara að fylgja okkar hjarta og það er það sem við erum að gera,“ segir hann. 

Lestrarklefinn hvetur til sniðgöngu

Ritstjórn Lestrarklefans, vefsíðu sem er tileinkuð bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu á Iceland Noir út af komu Clinton og segir í tilkynningu á vefnum að þau ætli ekki að fjalla um hátíðina, efni hennar eða rithöfunda. 

„Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gaza og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir þar. 

„Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning“
Lestrarklefinn

„Hillary Clinton er stjórnmálamaður með völd áhrif og orð hennar hafa afleiðingar. Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning. Í því felst afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd,“ segir í tilkynningu Lestrarklefans. 


Ummæli fjarlægðEins og sjá má á þessari mynd hafa ummæli er varða komu Hillary Clinton á Iceland Noir bókmenntahátíð verið fjarlægð.

Heimildin fjallaði á þriðjudag um þá ritskoðun sem þarna er vísað til. Þá kom fram að viðburðurinn hafi verið gagnrýndur á samfélagsmiðlum Iceland Noir og snéru þau mótmæli einkum að því að Hillary Clinton hafi talað gegn vopnahléi á Gaza og „dreift fals upplýsingum um stöðuna þar,“ eins og einn mótmælandi komst að orði. Öll ummæli sem voru gagnrýnin á viðburðinn voru hins vegar fjarlægð af samfélagsmiðlum. 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Það að fá pólitíkusa er afstaða,“ skrifar Bergþóra og bætir við: „Það að henda óhentugum athugasemdum af síðunni ykkar er afstaða. Þetta er þöggun.“ Bergþóra kallar eftir því að hátíðin afbóki Hillary ásamt því að hvetja rithöfunda til þess að afboða sig á hátíðina.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GLL
    Guðmundur Logi Lárusson skrifaði
    Getur sú staðreynd að persóna hafi skrifað bók hreinsað hana af misjafnlega mannúðlegum verkum eða réttlætt þau ? Adolf Hitler skrifaði bók, ekki satt ?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
9
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Pressa: Fyrsti þáttur
5
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár