Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Iceland Noir bókmenntahátíð ritskoðar ummæli

Um­mæli sem gagn­rýna komu Hillary Cl­int­on á Ice­land No­ir bók­mennta­há­tíð hafa ver­ið fjar­lægð af sam­fé­lags­miðl­um há­tíð­ar­inn­ar. Um­mæl­in voru fjar­lægð til að gæta orð­spors há­tíð­ar­inn­ar sam­kvæmt ein­um af skipu­leggj­end­um henn­ar.

Iceland Noir bókmenntahátíð ritskoðar ummæli
Rithöfundur hvetur til sniðgöngu Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir rithöfundar standa að baki Iceland Noir bókmenntahátíð en hátíðin hefur verið gagnrýnd fyrir að bjóða Hillary Clinton þáttöku vegna afstöðu hennar til vopnahlés á Gaza. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur hvetur aðra rithöfunda til að sniðganga hátíðina vegna þessa.

„Bókmenntahátíð Iceland Noir kynnir einstakan bókmenntaviðburð í Reykjavík, sunnudaginn 19. nóvember 2023 kl. 16 í Eldborgarsal Hörpu. Hillary Rodham Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kemur fram í Hörpu og ræðir meðal annars um skáldsöguna State of Terror [...] Stofnendur Iceland Noir hátíðarinnar, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir, Kynna Clinton og Penny á svið.“

Kynning á viðburðiSvona kom lýsing á viðburðnum fram á heimasíðu Hörpu áður en viðburðurinn var fjarlægður.

Svona leit lýsing á viðburðinum út á heimasíðu Hörpu en textinn hefur nú verið fjarlægður sem og allar auglýsingar Iceland Noir bókmenntahátíðarinnar um viðburðinn en hátíðin hafði auglýst viðburðinn bæði á heimasíðu sinni og samfélagsmiðlum.

Miðasala Hörpu staðfestir að búið sé að fjarlægja upplýsingar um viðburðinn af heimasíðu Hörpu að ósk viðburðarhaldara, Iceland Noir, og ástæðan sé sú að vegna þess að uppselt sé á viðburðinn þurfi ekki að auglýsa hann frekar. Þetta er hins vegar ekki almenn stefna Hörpu varðandi viðburði og auglýsingu á þeim og tíðkast almennt ekki. 

Í viðtali við Vísi þann 14. september er haft eftir Yrsu Sigurðar að skipuleggjendur hafi „togað í alla þá spotta sem hægt var að toga í til að tryggja komu Clinton á hátíðina.“

Ekki ritskoðun heldur sjálfsagður réttur

Viðburðurinn var gagnrýndur á samfélagsmiðlum og snéru þau mótmæli einkum að því að Hillary Clinton hafi talað gegn vopnahléi á Gaza og „dreift fals upplýsingum um stöðuna þar,“ eins og einn mótmælandi komst að orði. Öll ummæli sem voru gagnrýnin á viðburðinn voru hins vegar fjarlægð af samfélagsmiðlum. 

Ummæli fjarlægðEins og sjá má á þessari mynd hafa ummæli er varða komu Hillary Clinton á Iceland Noir bókmenntahátíð verið fjarlægð.

Einn af skipuleggjendum hátíðarinnar segist ekki telja það vera ritskoðun heldur sé eingöngu verið að „eyða spammi sem hrannast upp á síðu hátíðarinnar,“ starfsmaðurinn „hljóti að hafa rétt til þess að stýra því hvað fær að vera það, rétt eins og aðrir sem noti þessa samfélagsmiðla.“ Ummælin hafi verið fjarlægð til þess að gæta orðspors hátíðarinnar. 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum í gær. „Það að fá pólitíkusa er afstaða,“ skrifar Bergþóra og bætir við: „Það að henda óhentugum athugasemdum af síðunni ykkar er afstaða. Þetta er þöggun.“ Bergþóra kallar eftir því að hátíðin afbóki Hillary ásamt því að hvetja rithöfunda til þess að afboða sig á hátíðina. 

Sniðganga vegna menningarþvottar

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bókmenntahátíðin hefur verið gagnrýnd eða hvatt sé til þess að sniðganga hana. Í fyrra afbókaði rithöfundurinn Sjón komu sína á hátíðina vegna veru Katrínar Jakobsdóttur á hátíðinni. Í færslu á Twitter sagði Sjón að stjórnendur hátíðarinnar leyfðu forsætisráðherra að koma fram sem manneskju menningar á sama tíma og grimm meðferð ríkisstjórnar hennar á hælisleitendum væri ekki veitt athygli.

Tilkynning Sjóns kom í kjölfar lögregluaðgerðar þar sem fimmtán hælisleitendur voru fluttir með valdi úr landi, meðal þeirra var hælisleitandi í hjólastól. Ítrekað hefur verið reynt að fá viðbrögð Ragnars Jónassonar og Yrsu Sigurðardóttur vegna þessarar fréttar en án árangurs. 

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
10
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár