Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sundurskornir vegir í Grindavík

Eins og sjá má á mynd­skeiði frá ljós­mynd­ara Heim­ild­ar­inn­ar ligg­ur sprunga yf­ir veg­inn til móts við lög­reglu­stöð­ina í Grinda­vík. Fyrr í dag barst til­kynn­ing frá Vega­gerð­inni um að björg­un­ar­sveit­ir og aðr­ir við­brags­að­il­ar munu ekki geta not­að Nes­veg fyrr en gert verð­ur við veg­inn. Mikl­ar skemmd­ir eru á veg­in­um til móts við golf­völl­inn í Grinda­vík.

Nesvegur

Ástand vega í Grindavík er víða ansi slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði frá ljósmyndara Heimildarinnar, sem tekið var í vettvangsferð þar í bæ rétt í þessu, beint á móti lögreglustöðinni í Grindavík. Sprungan liggur undir nýja íþróttahúsið. 

Fyrr í dag birti Vegagerðin myndir og myndskeið af gríðarlegum skemmdum sem hafa orðið á Nesvegi, til móts við golfvöllinn í Grindavík.

Nesvegurinn, sem liggur út á tá Reykjanessins frá Grindavík og tengir bæinn við Reykjanesbæ, hefur verið notaður af viðbragðsaðilum síðustu daga þrátt fyrir skemmdir.

Nú segir Vegagerðin að skemmdirnar á veginum séu svo miklar að ekki gangi lengur að veita björgunarsveitum og viðbragðsaðilum undanþágu til þess að nota veginn. 

„Hann er mjög illa farinn og ljóst að viðgerð yrði nokkuð umfangsmikil. Farið verður í hana ef heimild fæst frá almannavörnum. Ástand vegarins hefur farið síversnandi dag frá degi,“ segir Vegagerðin í færslu á Facebook.

Miklar skemmdirMiklar skemmdir eru á og við Nesveg. Jörðin hefur hreinlega rifnað í sundur.
NesvegurVegurinn er afar illa farinn til móts við golfvöllinn í Grindavík.
Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár