Ástand vega í Grindavík er víða ansi slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði frá ljósmyndara Heimildarinnar, sem tekið var í vettvangsferð þar í bæ rétt í þessu, beint á móti lögreglustöðinni í Grindavík. Sprungan liggur undir nýja íþróttahúsið.
Fyrr í dag birti Vegagerðin myndir og myndskeið af gríðarlegum skemmdum sem hafa orðið á Nesvegi, til móts við golfvöllinn í Grindavík.
Nesvegurinn, sem liggur út á tá Reykjanessins frá Grindavík og tengir bæinn við Reykjanesbæ, hefur verið notaður af viðbragðsaðilum síðustu daga þrátt fyrir skemmdir.
Nú segir Vegagerðin að skemmdirnar á veginum séu svo miklar að ekki gangi lengur að veita björgunarsveitum og viðbragðsaðilum undanþágu til þess að nota veginn.
„Hann er mjög illa farinn og ljóst að viðgerð yrði nokkuð umfangsmikil. Farið verður í hana ef heimild fæst frá almannavörnum. Ástand vegarins hefur farið síversnandi dag frá degi,“ segir Vegagerðin í færslu á Facebook.



Athugasemdir