Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myndbönd frá Grindvíkingum: Skjálftar, hrædd gæludýr, holur í vegum og viðbrögð fólks

Mynd­bönd sem Grind­vík­ing­ar hafa birt á sam­fé­lags­miðl­um síð­ustu daga sýna nötrandi hús, ótta­sleg­in gælu­dýr og sprung­ur á veg­um. Mik­il sam­staða rík­ir um að veita fólki frá Grinda­vík að­stoð, en á tveim­ur dög­um eru með­lim­ir í hópn­um Að­stoð við Grind­vík­inga orðn­ir 17 þús­und tals­ins.

Myndbönd frá Grindavík Fjöldi fólks hefur birt myndbönd á samfélagsmiðlum síðustu daga þar sem sjá má afleiðingar skjálftana og áhrif þeirra á íbúa og dýr.

Grindvíkingar hafa mátt ganga í gegnum miklar náttúruhamfarir á síðustu dögum, þar sem öflugir jarðskjálftar hafa riðið yfir, kvikugangur liggur undir bænum og jörðin klofnaði undan átökunum. 

Þeir hafa verið duglegir að miðla reynslu sinni með myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum síðustu daga. Á myndböndunum má sjá hvernig heimili nötruðu, með misalvarlegum afleiðingum. Á upptökunum heyrast ógnvekjandi drunur sem fylgdu snörpum jarðskjálftum, glamur í eldhúsáhöldum og húsgögnum sem færðust til. Í einu myndbandinu mátti sjá eyðileggingu eldhúsinnréttingar. 

Eins mátti sjá mat á víð og dreif um gólf verslunarinnar Nettó, en þar var fólk beðið um að yfirgefa verslunina þegar stór skjálfti reið yfir á föstudagskvöld. 

Í myndskeiðinu efst í fréttinni er samantekt á þeim myndböndum sem vakið hafa hvað mesta athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga. 

Samstaða með Grindvíkingum

Mikil samstaða ríkir meðal Íslendinga um að koma Grindvíkingum til aðstoðar. Til að mynda eru rúmlega 17 þúsund einstaklingar í Facebook-hópnum Aðstoð við Grindvíkinga, sem var stofnaður fyrir tveimur dögum síðan.

Eins eru yfir 2.000 meðlimir í hópnum Gæludýr í Grindavík.

Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, eru nú yfir 18 þúsund færslur undir myllumerkinu #Grindavik. Þar deila notendur fréttum, myndum og myndböndum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár