Gengu fram á „algjört hyldýpi“ við Grindavík

Hún lét ekki mik­ið yf­ir sér, hol­an í mal­bik­inu við Stað, skammt frá golf­skál­an­um í Grinda­vík. En þeg­ar bet­ur var að gáð reynd­ist hún gríð­ar­stór og fleiri metra djúp. Arn­ar Kára­son lýs­ir því þeg­ar hann gekk fram á „al­gjört hyl­dýpi“ í leið­angri í gær sem far­inn var til að bjarga hest­um.

Holan Undir gömlu malbiki á vegi að fjárhúsunum á Stað reyndist djúp hola. Hyldýpi eins og Arnar Kárason orðar það.

Feðgarnir Arnar Kárason og Kári Guðmundsson voru í hópi fólks sem komst loks inn í Grindavík í gær til að sækja hross sem þar höfðu orðið eftir er rýmingin mikla var framkvæmd fyrir helgi. Í leiðangrinum var öllum hestum bæjarins, 22 talsins, bjargað. En það sem blasti við feðgunum er þeir komu að hrossum á Stað, eyðibýli vestan við Grindavík, var óhugnanlegt enda sigdældina miklu sem myndast hefur einmitt þar að finna.

„Við erum sem sagt úti á Stað, sem er á móti golfskálanum í Grindavík,“ útskýrir Arnar. „Og þessi sprunga var þarna við fjárhúsið sem er þar. Hún var ekkert rosalega breið og það var svona 10 sentímetra þykkt lag [af malbiki] sem hékk bara yfir henni. Við sáum svo þessa holu, annars hefðum við örugglega bara labbað yfir sprunguna. Ég ákvað að stappa þarna niður fótum til að sjá hvað væri undir. Og þegar það brotnar niður þá sé ég aðeins betur hvað er þarna og sé að það eru einhverjir þrír, fjórir metrar niður á efnið sem hafði fallið. Svo sá ég einhver þrjú fimmtíu sentímetra breið göng sem fóru bara ofan í eitthvað algjört hyldýpi. Ég tók smástein og kastaði ofan í og ég heyri bara: Klonk, klonk, klonk, klonk! Þannig að göngin voru í það minnsta 10 til fimmtán metra djúp.“

Arnar segir sprunguna neðan holunnar greinilega vera framhald af sprungunni eða sigdældinni sem hefur myndast á golfvellinum. Hún nái svo líklega alveg að Sýlingafelli í norðri. Hann viðurkennir að sér hafi brugðið við að sjá hversu djúp holan var. „Ég tók alveg tvö, þrjú skref aftur á bak, áður en ég kíkti ofan í hana aftur.“

Jörðin bara hættir ekki að skjálfa

Staður er eyðibýli og forn kirkjustaður vestan við Grindavíkurbæ. Bæinn sem Arnar býr í og þurfti að yfirgefa á föstudagskvöldið líkt og allir aðrir Grindvíkingar. Að koma aftur á þessar slóðir „og sjá hvað náttúruöflin eru búin að gera við bæinn ... það er svolítið svakalegt“. Hann segist í kjölfarið hafa farið að hugsa um ástand húsa í bænum enda liggi sprungur í gegnum alla Grindavík.

Fjölskylda Arnars á 14 hesta samtals. Í síðustu viku var hún búin að ákveða að fara með fylfullar merar og folöld af svæðinu, „svo þau væru ekki að upplifa jarðskjálftana og allt sem tengist þeim,“ rifjar Arnar upp. „Á föstudaginn, þegar ég var búinn að vinna, hringdi pabbi í mig og sagði: Heyrðu, þú verður að drífa þig til baka [til Grindavíkur], það er allt að skjálfa. Jörðin bara hættir ekki að skjálfa“.

„Ég tók smástein og kastaði ofan í og ég heyri bara: Klonk, klonk, klonk, klonk! Þannig að göngin voru í það minnsta 10 til fimmtán metra djúp.“

Komu öllum sínum hestum í skjól

Þeir feðgar fóru svo að vitja hrossanna sem voru á beit á túni við Stað og ákváðu þá þegar að flytja þá alla í burtu. „Pabbi fór á Eyrarbakka eina ferð með fullan bíl. Svo kemur hann til baka seinna um kvöldið og þegar við erum að hlaða hestum á seinni kerruna þá heyrum við að það sé verið að rýma bæinn. En við náðum að koma öllum okkar hrossum í burtu.“

Sigdældin miklaSprungan eða sigdældin sem holan í malbikinu var í liggur í gegnum golfvöllinn sem er skammt frá Stað.

Eftir að síðustu hrossin voru komin í hestakerruna hafði Arnar örstuttan tíma til að skjótast heim til sín „og skella nærbuxum, sokkum og tannbursta í tösku og koma mér út úr bænum“.

Ekki allir hestaeigendur voru ekki jafn heppnir. Einhverjir voru erlendis og aðrir ekki í aðstöðu til að sækja hrossin þetta kvöld. Þess vegna varð hópur þeirra eftir við Stað. „Við vildum fara og bjarga þeim, vegna þess að við vorum í aðstöðu til þess,“ segir Arnar um leiðangurinn í gær.

Yfirvöldum skítsama um dýrin

Björgunarhópurinn hafði reyndar freistað þess að komast til að sækja hrossin á laugardaginn. „En okkur var þverneitað að fara inn á svæðið,“ segir hann. Hins vegar hafi starfsmönnum fyrirtækis verið hleypt inn til að bjarga verðmætum, m.a. vörubílum og öðrum tækjum. Arnar hefur haft fregnir af tveimur slíkum leiðöngrum utan þess tíma sem íbúum í Þórkötlustaðahverfi var gefinn í gær til að skjótast heim í nokkrar mínútur. „Mér finnst það svolítið súrt að almannavarnir hleypi fólki að sækja dauða hluti en virðist ekki umhugað um velferð dýra.“

Hann hrósar hins vegar lögreglumönnunum sem manna lokunarpóstana. Þeir hafi verið allir af vilja gerðir en réðu því ekki hverjir fengu að fara inn fyrir póstana og hverjir ekki. Þeir sem valdið hafa virðist hins vegar „skítsama“ um dýrin, segir Arnar. Hann skilur vissulega að yfirvöld vilji ekki stofna fólki í hættu en þegar til standi að sækja tug milljóna verðmæti fyrirtækja þá virðist það vera í lagi. „Það er bara fáránlegt.“

Höfðu samband við alla sem vildu hlusta

Eftir að hópurinn sem ætlaði að bjarga hestunum á laugardag varð frá að hverfa hófu þeir að hafa samband við „alla sem vildu hlusta á okkur,“ útskýrir Arnar. Haft var samband við almannavarnir, lögregluna, héraðsdýralækni, Matvælastofnun og fleiri aðila. „Eftir það hefur eitthvað farið af stað.“

HrossahópurinnSmala þurfti hestunum úr túninu við Stað þar sem þeir voru styggir eftir jarðskjálfta síðustu daga.

Í gærmorgun hafi þeir fengið hringingu um að mögulega yrði þeim hleypt inn á svæðið svo þeir drifu sig af stað. Þeir fengu svo skilaboð rétt eftir hádegi um að þeir mættu fara að sækja hrossin við Stað. Hann er þó hvergi nálægt Þórkötlustaðahverfi heldur hinum megin við þéttbýlið, vestan þess.

Hópurinn fékk fylgd með björgunarsveit á vettvang. Hluti hans fór austur við Grindavík að sækja hross sem þar voru en feðgarnir að Stað við annan mann til að sækja þá hesta sem þar voru. Aðgerðin gekk ljómandi vel. „Þannig að við náðum að koma öllum hestum í Grindavík út úr bænum,“ segir Arnar, öllum 22 sem voru þar enn eftir rýminguna fyrir helgi.

Gáfu kindum og hleyptu út

Á Stað er einnig fjárhús og inni í því var fjárhópur lokaður og aðrar kindur á túni sem höfðu ekkert að drekka er björgunarleiðangurinn bar að garði í gær. „Við gátum ekki tekið féð með okkur en við gátum að minnsta kosti gefið því að drekka og hleypt því sem var innilokað út á tún.“

Arnar segir hesta hafa sýnt streitumerki í jarðskjálftunum undanfarið. „Þeir sýna merki um að vera svolítið taugaveiklaðir og hræddir.“ Þegar komið var að Stað í gær og mennirnir fóru út úr bílnum þá hlupu hrossin í burtu frá þeim, þrátt fyrir að þeir væru með brauð til að lokka þá til sín. „Við þurftum að hlaupa upp allt túnið og smala þeim til að ná þeim.“

SprungaSigdældin nær að fiskeldisstöð skammt frá Stað.

Þegar Heimildin ræddi við Arnar í gærkvöldi var hann staddur á Sólvangi utan við Eyrarbakka, þangað sem hestar fjölskyldunnar voru fluttir. „Við erum þar í gestahúsinu hjá fólkinu á Sólvangi og höfum fengið alveg konunglegar móttökur.“

Hann segist ekkert vita um ástand íbúðarhúss síns í Grindavík. Húsið sé nýlegt og hafi mögulega staðið af sér stærstu skjálftana. „En ég veit af öðrum húsum sem hafa klofnað og brotnað, þar sem mögulega hafa orðið vatnsleki og fleira þótt ég geti ekkert fullyrt um það.“

Fyrir þá sem ekki þurftu að yfirgefa heimili sín í Grindavík getur verið næsta ómögulegt að átta sig á líðan þeirra sem það þurftu að gera. „Óvissan er í sjálfu sér það sem er erfiðast,“ útskýrir Arnar. „Það er ekki hægt að ákveða neitt, hvað tekur við. Fáum við að fara aftur heim eftir tvær vikur? Er lífið að fara að halda áfram í Grindavík eða er þetta allt að fara undir hraun? Þurfum við að flytja eitthvað annað? Það er þessi óvissa, hún er alveg að fara með mann. Ég held að margir Grindvíkingar vilji bara að þetta gos fari að koma upp svo þeir sjái hvað er framundan.“

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
FréttirJarðhræringar við Grindavík

For­varn­ar­gjald­ið gæti ver­ið not­að í önn­ur verk­efni en í varn­ar­garða

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna nýs tíma­bund­ins skatts sem lagð­ur er á fast­eigna­eig­end­ur til að fjár­magna varn­ar­garða í Svartsengi geta nýst í önn­ur verk­efni. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins seg­ir að út­gjöld rík­is­ins vegna „jarð­hrær­inga og mögu­legra elds­um­brota verða um­tals­vert meiri en sem nem­ur kostn­aði við varn­ar­garð­inn“.
Eðlismunur á atburðum í Grindavík og fyrra skjálftatjóni
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Eðl­is­mun­ur á at­burð­um í Grinda­vík og fyrra skjálfta­tjóni

Að hús séu byggð á sprung­um hér­lend­is er ekk­ert eins­dæmi, seg­ir pró­fess­or í bygg­ing­ar­verk­fræði, og bend­ir á að í gólf­inu á bóka­safn­inu í Hvera­gerði sé hægt að virða fyr­ir sér sprungu sem ligg­ur þvert í gegn­um hús­ið. Það er hins veg­ar eins­dæmi að sprunga opn­ist und­ir mörg­um hús­um, eins og gerst hef­ur í Grinda­vík. Bruna­bóta­mat eigna í Grinda­vík er hærra en fast­eigna­mat.
Þekking eflir samfélagið
GreiningJarðhræringar við Grindavík

Þekk­ing efl­ir sam­fé­lag­ið

Sam­fé­lagsum­ræða um hvert hlut­verk sér­fræð­inga sé þeg­ar kem­ur að því að miðla þekk­ingu fór af stað eft­ir að jarð­hrær­ing­ar við Grinda­vík urðu öfl­ugri. Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, seg­ir það hlut­verk sér­fræð­inga að taka til máls. Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir gagn­rýna hugs­un lyk­il­inn að há­skóla­starfi og þekk­ing­ar­sköp­un.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
7
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Pressa: Fyrsti þáttur
5
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár