Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar með skipulögðum hætti

Íbú­ar á af­mörk­uðu svæði í Grinda­vík geta nú far­ið heim til sín í fylgd við­bragðs­að­ila og sótt nauð­synj­ar og allra helstu verð­mæti. Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um hef­ur ákveð­ið að hefja að­gerð­ir nú þeg­ar.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa íbúum inn í Grindavík með skipulögðum hætti frá og með þessari stundu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Íbúar og fyrirtæki austan megin við Víkurbraut og norðan við Austurveg eru í fyrsta hópi:

Víkurhóp, Norðurhóp, Marargata, Vesturhóp Hópsbraut, Suðurhóp, Efrahóp, Austurhóp, Miðhóp, Stamphólsvegur, Víðigerði, Austurvegur, Mánagata, Mánasund, Mánagerði, Túngata, Arnarhlíð, Akur, Steinar.

Fyrirtæki við:

Hafnargötu, Seljabót, Miðgarð, Ránargötu, Ægisgötu (sunnan við Seljabót), Garðsvegur, Verbraut, Víkurbraut, Hafnarsvæðið

GrindavíkSvipað fyrirkomulag verður haft á og í gær, þegar íbúar á ákveðnu svæði bæjarins fengu að fara og sækja verðmæti. Íbúar geta ekki farið á eigin bíl, heldur verður farið á bílum viðbragðsaðila.

Eiga að hittast á bílastæðinu við Fagradalsfjall

Í tilkynningu frá lögreglu segir að um skipulagða aðgerð verði að ræða, undir stjórn lögreglunnar. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall.

„Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fer fram upplýsingataka og skráning, ásamt því að fólk fær frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið í bílum viðbragðsaðila inn í bæinn. 

Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar,“ segir í tilkynningu lögreglu.

SöfnunarstaðurBjörgunarsveitir munu fylgja þeim íbúum Grindavíkur sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur heimilað að fara inn á heimili sín til að sækja brýnustu verðmæti.

Til athugunar fyrir íbúa:

  • Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara

  • Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili

  • Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað

  • Munið eftir húslykli

  • Búr fyrir gæludýr ef þörf er á

  • Poka eða annað undir muni

  • Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu.

  • Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni.

  • Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk

  • Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila

Lögreglan ítrekar að það sé „ekki léttvæg ákvörðun“ að leyfa fólki að fara. „Ítrekað er að þetta er ekki léttvæg ákvörðun. Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk sem verða sett,“ segir lögregla.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár