Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gengu fram á „algjört hyldýpi“ við Grindavík

Hún lét ekki mik­ið yf­ir sér, hol­an í mal­bik­inu við Stað, skammt frá golf­skál­an­um í Grinda­vík. En þeg­ar bet­ur var að gáð reynd­ist hún gríð­ar­stór og fleiri metra djúp. Arn­ar Kára­son lýs­ir því þeg­ar hann gekk fram á „al­gjört hyl­dýpi“ í leið­angri í gær sem far­inn var til að bjarga hest­um.

Holan Undir gömlu malbiki á vegi að fjárhúsunum á Stað reyndist djúp hola. Hyldýpi eins og Arnar Kárason orðar það.

Feðgarnir Arnar Kárason og Kári Guðmundsson voru í hópi fólks sem komst loks inn í Grindavík í gær til að sækja hross sem þar höfðu orðið eftir er rýmingin mikla var framkvæmd fyrir helgi. Í leiðangrinum var öllum hestum bæjarins, 22 talsins, bjargað. En það sem blasti við feðgunum er þeir komu að hrossum á Stað, eyðibýli vestan við Grindavík, var óhugnanlegt enda sigdældina miklu sem myndast hefur einmitt þar að finna.

„Við erum sem sagt úti á Stað, sem er á móti golfskálanum í Grindavík,“ útskýrir Arnar. „Og þessi sprunga var þarna við fjárhúsið sem er þar. Hún var ekkert rosalega breið og það var svona 10 sentímetra þykkt lag [af malbiki] sem hékk bara yfir henni. Við sáum svo þessa holu, annars hefðum við örugglega bara labbað yfir sprunguna. Ég ákvað að stappa þarna niður fótum til að sjá hvað væri undir. Og þegar það brotnar niður þá sé ég aðeins betur hvað er þarna og sé að það eru einhverjir þrír, fjórir metrar niður á efnið sem hafði fallið. Svo sá ég einhver þrjú fimmtíu sentímetra breið göng sem fóru bara ofan í eitthvað algjört hyldýpi. Ég tók smástein og kastaði ofan í og ég heyri bara: Klonk, klonk, klonk, klonk! Þannig að göngin voru í það minnsta 10 til fimmtán metra djúp.“

Arnar segir sprunguna neðan holunnar greinilega vera framhald af sprungunni eða sigdældinni sem hefur myndast á golfvellinum. Hún nái svo líklega alveg að Sýlingafelli í norðri. Hann viðurkennir að sér hafi brugðið við að sjá hversu djúp holan var. „Ég tók alveg tvö, þrjú skref aftur á bak, áður en ég kíkti ofan í hana aftur.“

Jörðin bara hættir ekki að skjálfa

Staður er eyðibýli og forn kirkjustaður vestan við Grindavíkurbæ. Bæinn sem Arnar býr í og þurfti að yfirgefa á föstudagskvöldið líkt og allir aðrir Grindvíkingar. Að koma aftur á þessar slóðir „og sjá hvað náttúruöflin eru búin að gera við bæinn ... það er svolítið svakalegt“. Hann segist í kjölfarið hafa farið að hugsa um ástand húsa í bænum enda liggi sprungur í gegnum alla Grindavík.

Fjölskylda Arnars á 14 hesta samtals. Í síðustu viku var hún búin að ákveða að fara með fylfullar merar og folöld af svæðinu, „svo þau væru ekki að upplifa jarðskjálftana og allt sem tengist þeim,“ rifjar Arnar upp. „Á föstudaginn, þegar ég var búinn að vinna, hringdi pabbi í mig og sagði: Heyrðu, þú verður að drífa þig til baka [til Grindavíkur], það er allt að skjálfa. Jörðin bara hættir ekki að skjálfa“.

„Ég tók smástein og kastaði ofan í og ég heyri bara: Klonk, klonk, klonk, klonk! Þannig að göngin voru í það minnsta 10 til fimmtán metra djúp.“

Komu öllum sínum hestum í skjól

Þeir feðgar fóru svo að vitja hrossanna sem voru á beit á túni við Stað og ákváðu þá þegar að flytja þá alla í burtu. „Pabbi fór á Eyrarbakka eina ferð með fullan bíl. Svo kemur hann til baka seinna um kvöldið og þegar við erum að hlaða hestum á seinni kerruna þá heyrum við að það sé verið að rýma bæinn. En við náðum að koma öllum okkar hrossum í burtu.“

Sigdældin miklaSprungan eða sigdældin sem holan í malbikinu var í liggur í gegnum golfvöllinn sem er skammt frá Stað.

Eftir að síðustu hrossin voru komin í hestakerruna hafði Arnar örstuttan tíma til að skjótast heim til sín „og skella nærbuxum, sokkum og tannbursta í tösku og koma mér út úr bænum“.

Ekki allir hestaeigendur voru ekki jafn heppnir. Einhverjir voru erlendis og aðrir ekki í aðstöðu til að sækja hrossin þetta kvöld. Þess vegna varð hópur þeirra eftir við Stað. „Við vildum fara og bjarga þeim, vegna þess að við vorum í aðstöðu til þess,“ segir Arnar um leiðangurinn í gær.

Yfirvöldum skítsama um dýrin

Björgunarhópurinn hafði reyndar freistað þess að komast til að sækja hrossin á laugardaginn. „En okkur var þverneitað að fara inn á svæðið,“ segir hann. Hins vegar hafi starfsmönnum fyrirtækis verið hleypt inn til að bjarga verðmætum, m.a. vörubílum og öðrum tækjum. Arnar hefur haft fregnir af tveimur slíkum leiðöngrum utan þess tíma sem íbúum í Þórkötlustaðahverfi var gefinn í gær til að skjótast heim í nokkrar mínútur. „Mér finnst það svolítið súrt að almannavarnir hleypi fólki að sækja dauða hluti en virðist ekki umhugað um velferð dýra.“

Hann hrósar hins vegar lögreglumönnunum sem manna lokunarpóstana. Þeir hafi verið allir af vilja gerðir en réðu því ekki hverjir fengu að fara inn fyrir póstana og hverjir ekki. Þeir sem valdið hafa virðist hins vegar „skítsama“ um dýrin, segir Arnar. Hann skilur vissulega að yfirvöld vilji ekki stofna fólki í hættu en þegar til standi að sækja tug milljóna verðmæti fyrirtækja þá virðist það vera í lagi. „Það er bara fáránlegt.“

Höfðu samband við alla sem vildu hlusta

Eftir að hópurinn sem ætlaði að bjarga hestunum á laugardag varð frá að hverfa hófu þeir að hafa samband við „alla sem vildu hlusta á okkur,“ útskýrir Arnar. Haft var samband við almannavarnir, lögregluna, héraðsdýralækni, Matvælastofnun og fleiri aðila. „Eftir það hefur eitthvað farið af stað.“

HrossahópurinnSmala þurfti hestunum úr túninu við Stað þar sem þeir voru styggir eftir jarðskjálfta síðustu daga.

Í gærmorgun hafi þeir fengið hringingu um að mögulega yrði þeim hleypt inn á svæðið svo þeir drifu sig af stað. Þeir fengu svo skilaboð rétt eftir hádegi um að þeir mættu fara að sækja hrossin við Stað. Hann er þó hvergi nálægt Þórkötlustaðahverfi heldur hinum megin við þéttbýlið, vestan þess.

Hópurinn fékk fylgd með björgunarsveit á vettvang. Hluti hans fór austur við Grindavík að sækja hross sem þar voru en feðgarnir að Stað við annan mann til að sækja þá hesta sem þar voru. Aðgerðin gekk ljómandi vel. „Þannig að við náðum að koma öllum hestum í Grindavík út úr bænum,“ segir Arnar, öllum 22 sem voru þar enn eftir rýminguna fyrir helgi.

Gáfu kindum og hleyptu út

Á Stað er einnig fjárhús og inni í því var fjárhópur lokaður og aðrar kindur á túni sem höfðu ekkert að drekka er björgunarleiðangurinn bar að garði í gær. „Við gátum ekki tekið féð með okkur en við gátum að minnsta kosti gefið því að drekka og hleypt því sem var innilokað út á tún.“

Arnar segir hesta hafa sýnt streitumerki í jarðskjálftunum undanfarið. „Þeir sýna merki um að vera svolítið taugaveiklaðir og hræddir.“ Þegar komið var að Stað í gær og mennirnir fóru út úr bílnum þá hlupu hrossin í burtu frá þeim, þrátt fyrir að þeir væru með brauð til að lokka þá til sín. „Við þurftum að hlaupa upp allt túnið og smala þeim til að ná þeim.“

SprungaSigdældin nær að fiskeldisstöð skammt frá Stað.

Þegar Heimildin ræddi við Arnar í gærkvöldi var hann staddur á Sólvangi utan við Eyrarbakka, þangað sem hestar fjölskyldunnar voru fluttir. „Við erum þar í gestahúsinu hjá fólkinu á Sólvangi og höfum fengið alveg konunglegar móttökur.“

Hann segist ekkert vita um ástand íbúðarhúss síns í Grindavík. Húsið sé nýlegt og hafi mögulega staðið af sér stærstu skjálftana. „En ég veit af öðrum húsum sem hafa klofnað og brotnað, þar sem mögulega hafa orðið vatnsleki og fleira þótt ég geti ekkert fullyrt um það.“

Fyrir þá sem ekki þurftu að yfirgefa heimili sín í Grindavík getur verið næsta ómögulegt að átta sig á líðan þeirra sem það þurftu að gera. „Óvissan er í sjálfu sér það sem er erfiðast,“ útskýrir Arnar. „Það er ekki hægt að ákveða neitt, hvað tekur við. Fáum við að fara aftur heim eftir tvær vikur? Er lífið að fara að halda áfram í Grindavík eða er þetta allt að fara undir hraun? Þurfum við að flytja eitthvað annað? Það er þessi óvissa, hún er alveg að fara með mann. Ég held að margir Grindvíkingar vilji bara að þetta gos fari að koma upp svo þeir sjái hvað er framundan.“

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
6
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár