Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Örvænting og óreiða í gangi“ – „Sorglegt“ að ekki megi sækja dýrin

„Hlust­ið á vís­inda­fólk,“ seg­ir sjálf­boða­liði hjá Dýrfinnu og bein­ir orð­um sín­um til yf­ir­valda. „Ef vís­inda­fólk er að láta vita að það gæti ver­ið gluggi þá þarf að nýta þann glugga til að að­stoða dýr­in. Okk­ur ber skylda til þess að hjálpa dýr­un­um.“

„Örvænting og óreiða í gangi“ – „Sorglegt“ að ekki megi sækja dýrin
Vel búin Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, er við einn lokunarpóstinn að Grindavík, tilbúin að fara inn í bæinn að sækja dýr sem þar urðu eftir. Mynd: Golli

„Þetta eru bara ótrúlega sorglegar aðgerðir,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, um að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi aðeins veitt íbúum eins lítils hverfis, Þórkötlustaðahverfis, sem stendur austan við Grindavík, leyfi til að fara inn á svæðið. Dýrfinna og fjöldi annarra dýraverndunarsamtaka hefur sett saman nokkur teymi fólks sem er tilbúið að fara inn í bæinn og sækja dýr sem þar urðu eftir er bærinn var rýmdur á föstudagskvöldið.

Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær mögulegt verður að fara í samskonar leiðangra í önnur hverfi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni um hádegi kom fram að það væri mat vísindamanna, eftir stöðufund í morgun, að svigrúm væri til tímabundinna aðgerða til að sækja nauðsynjar í Grindavík og nágrenni. Það er hins vegar ekki á valdi vísindamannanna að taka endanlega ákvörðun um hvort fólki sé hleypt inn á lokunar- og rýmingarsvæði heldur lögreglustjóra. Og hans ákvörðun liggur nú fyrir.

„Við erum ekki alveg að skilja alla þessa upplýsingaóreiðu sem er til staðar,“ segir Sandra. Tilkynning Veðurstofunnar hafi borið með sér að fólk gæti komist inn á svæðið, margir hafi lagt af stað í þeim tilgangi að sækja dýrin sín en komið að harðlæstum lokunarpóstum. Hún segir ákvörðun lögreglustjórans stangast á við mat vísindamanna og að það sé sorglegt ef hægt hefði verið að fara aðrar leiðir. „Það þyrfti í raun að hlusta á vísindafólk og hafa aðgerðir í samræmi við ábendingar þess. Ef það er gluggi þá á fólk að geta sótt dýrin sín.“

Tugir katta auk kanína, hamstra, hænsna, dúfna og fleiri dýra lokuðust inni í Grindavík í kjölfar rýminganna. Margir íbúar höfðu farið úr bænum áður en til þeirra kom, og séð til þess að dýrin hefði nóg að bíta og brenna til skamms tíma, enda ætlun allra að snúa fljótt aftur heim. Ákvörðun um rýmingu var tekin með stuttum fyrirvara og margir kettir úti og ekki náðist að finna þá í tæka tíð.

Að minnsta kosti 62 kettir

„Við vinnum að sameiginlegu markmiði, öll dýraverndunarsamtök sem er annt um dýr, að fara inn í Grindavík og sækja dýr sem eigendur geta ekki sótt sjálfir,“ sagði Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, við ljósmyndara og blaðamann Heimildarinnar, þar sem hún var stödd við einn lokunarpóstinn að Grindavík.

ForgangskortiðDýraverndarsamtök hafa útbúið forgangskort sem sýnir hvar kettir eru í bænum sem eru ýmist læstir inni, líklega úti eða að verða matar- og drykkjarlausir.

Hópar frá samtökunum voru staddir við alla lokunarpósta að bænum, í bílum fullum af búrum, fellibúrum og „alls konar tækjum og búnaði til að sækja þessi dýr“. Hún sagði fulltrúa samtakanna vera að bíða eftir „fyrsta tækifæri“ til að komast inn. Að minnsta kosti 62 kettir eru í Grindavík að sögn Hönnu. Hún telur mjög líklegt að mörg dýranna séu skelfd eftir alla jarðskjálftana og því séu teymin búin róandi spreyjum. Allir í hópunum séu með mikla og langa reynslu af því að handsama hrædd dýr.

Hanna var með þrjú búr í fanginu er blaðamaður ræddi við hana „því ég gat ekki borið fleiri“. 

Ótrúlega sárt

„Við erum búin að fá ótrúlega margar hringingar núna frá fólki sem er að reyna að komast inn á svæðið og ná í dýrin sín en fá bara neitun sem er ótrúlega sárt fyrir þau,“ segir Sandra um stöðuna sem upp er komin. „Þannig að það er ekki möguleiki núna fyrir fólk að sækja dýrin sín. Þannig að það er örvænting og óreiða í gangi.“

SjálfboðaliðiSandra Ósk Jóhannsdóttir er sjálboðaliði hjá Dýrfinnu.

Dýrfinna hafði frumkvæði að því í gær að óska eftir upplýsingum frá Grindvíkingum um dýr sem ekki tókst að taka með er bærinn var rýmdur. Gríðarlega margir höfðu samband og hafa samtökin útbúið ítarlega lista og kort yfir hvar dýr bæjarins eru. „Þau dýr sem eru í forgangi hjá okkur eru þau sem eru læst inni og þau sem eru matar- og vatnslítil,“ segir Sandra. Ef teymi samtakanna fengju að fara inn á svæðið myndu þau fyrst fara á þau heimili. Settir hafa verið á laggirnar nokkrir aðgerðarhópar sem gætu á skömmum tíma farið um ákveðin fyrir fram skilgreind svæði og safnað dýrunum. Einn hópur myndi svo sérstaklega einbeita sér að því að fanga dýr sem eru úti.

Lítið hugað að dýrum

Tæp þrjú ár eru síðan að fyrsta gosið á Reykjanesi varð frá upphafi þrettándu aldar. Ljóst var þá þegar, að mati vísindamanna, að gostímabil, með eldgosum og hléum, væri hafið. Sú hefur verið raunin og þrjú gos orðið á skömmum tíma. Þá hefur langt og mikið skjálftatímabil nú staðið yfir vikum saman og landris verið óvenju mikið við fjallið Þorbjörn. Viðbragðsáætlanir voru smíðaðar en aldrei var haft samband við Dýrfinnu, samtaka sem þekkt eru fyrir góð störf við að finna týnd dýr, vegna þeirra. „Við höfum ekki séð neitt um nein dýr í nokkrum rýmingaráætlunum,“ segir Sandra. „Þetta er mikið áhyggjuefni, sérstaklega fyrir framtíðina. Við erum núna komin á nýtt gostímabil og það þarf að gera ráð fyrir dýrunum. Það hefur greinilega ekki verið gert núna sem er mjög mikið áhyggjuefni.“ Vegna þessa sé mjög þungt hljóðið í félagsmönnum allra helstu dýraverndunarsamtaka Íslands.

Lifandi dýr mikilvægari en hlutir

Í tilkynningu frá almannavörnum eftir hádegi, þar sem ákvörðun lögreglustjórans var tíunduð, var tekið fram að íbúar Þórkötlustaðahverfis fengju að fara inn á svæðið en eingöngu til að sækja „gæludýr og ómissandi eigur“. Áður hefur oftast aðeins verið talað um að sækja nauðsynjar og verðmæti í tilkynningum og viðtölum við yfirvöld. „Það hlýtur að segja sig svolítið sjáft að lifandi dýr er mikilvægara en hlutir sem hægt er að endurnýja,“ segir Sandra með áherslu. „Það er ekki hægt að bera saman dauða hluti og lífverur.“

Skilaboð Söndru til yfirvalda eru skýr: „Hlustið á vísindafólk. Ef vísindafólk er að láta vita að það gæti verið gluggi þá þarf að nýta þá glugga til að aðstoða dýrin. Okkur ber skylda til þess að hjálpa dýrunum.“

 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Erna Hákonar skrifaði
    Sorgleg þessi þrjóska. Hér er góðhjarta fólk að bjóðast til að fara inn til að bjarga dýrunum og þau hefðu öll getað verið komin á öruggan stað núþegar. Er engin samviska hjá löggunni? Bjargið dýrunum.
    0
  • LBE
    Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
    Sorglegt að Lögreglustjóri leyfi ekki fólki að ná í dýrin sín, er það of mikið vesen fyrir hann að standa í því. Of mikið álag? Ræður hann ekki við verkefnið??
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár