Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svona er ástandið í Grindavík

Vega­gerð­in fór í dag til Grinda­vík­ur til að meta ástand vega. Í ljós kom að víða höfðu sprung­ur mynd­ast á veg­um, sem voru illa farn­ir og ónot­hæf­ir.

Svona er ástandið í Grindavík

Sláandi myndir af ástandi vega í og við Grindavík voru birtar á Facebook-síðu Vegagerðarinnar, eftir vettvangsferð til að kanna ástand vegakerfisins. Sprunga gengur í gegnum bæinn, vegir eru víða rofnir og holur hafa myndast.

Vegagerðin ítrekar um leið að allir vegir til bæjarins séu lokaðir, enda sé ekki öruggt að vera þar á ferð, hvorki vegna skjálftavirkni, hættu á eldgosi né ástandi vega, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Heimildin ræddi í nótt við breska ferðamenn sem lýstu því hvernig grjóthrun á veginum varð til þess að dekkið fór af bílnum og hann skemmdist. Þeim var bjargað af íslenskri fjölskyldu á gistiheimili í Grindavík en enduðu í fjöldahjálparmiðstöð, þegar öllum var gert að yfirgefa svæðið.

„Loksins,“ sagði íbúi bæjarins þegar ákvörðun var tekin um að rýma bæinn seint í gærkvöldi, en í athugasemdum við fréttir Víkurfrétta og færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu margir kallað eftir rýmingu á svæðinu. Dvalarheimili aldraðra hafði þá þegar orðið fyrir alvarlegum skemmdum og búið var að loka Grindavíkurvegi eftir að sprunga myndaðist á veginum.

Síðar um kvöldið kom í ljós að undir bænum lá kvikugangur. Svæðið er enn lokað og engum verður hleypt inn fyrr en almannavarnir meta ástandið öruggt. Búið að kalla alla viðbragðsaðila úr bænum, en samkvæmt nýjustu gögnum vísindamanna og almannavarna hafa líkur á gosi aukist. 

Vegagerðin
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár