Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fólk opnar heimili sín fyrir Grindvíkingum

Um eitt­þús­und Grind­vík­ing­ar hafa í kvöld lát­ið Rauða kross­inn vita að þeir séu komn­ir í skjól hjá ætt­ingj­um eða vina­fólki. Um átta­tíu íbú­ar Grinda­vík­ur eru komn­ir í fjölda­hjálp­ar­stöðv­ar Rauða kross­ins. Þá hef­ur ver­ið stofn­að­ur hóp­ur á Face­book þar sem fólk býð­ur Grind­vík­ing­um húsa­skjól.

Fólk opnar heimili sín fyrir Grindvíkingum
Í Kórnum Fólki var skylt að yfirgefa heimili sín í Grindavík. Margir leituðu skjóls Í fjöldahjálparmiðstöðinni í Kórnum í Kópavogi. Mynd: Golli

Tæplega 1.000 íbúar Grindavíkur hafa í kvöld látið Rauða krossinn vita að þeir séu komnir í skjól hjá ættingjum eða vinafólki, en um 3.700 manns búa í Grindavík. Um 80 Grindvíkingar eru komnir í fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins, langflestir í Kórinn í Kópavogi. „Þar eru nú um 50 manns, fullorðnir og börn en líka gæludýr,“ segir Oddur Freyr Þorsteinsson, kynninga- fjölmiðlafulltrúi Rauða kross Íslands. Oddur Freyr hvetur alla íbúa Grindavíkur sem ekki ætla að gista í fjöldahjálparstöð til að láta vita af því í númerið 1717. „Þau sem ætla að vera í fjöldahjálparstöðvum skrá sig við komuna þangað.“

Almenningur hefur í kvöld sýnt Grindvíkingum mikla samstöðu. Margt fólk hefur á Facebook í kvöld boðið Grindvíkingum gistingu á heimilum sínum. Þá hefur verið stofnaður hópur á samfélagsmiðlunum sem ber heitið Aðstoð við Grindvíkinga. 

„Laust herbergi hér með einu 140cm rúmi. Einnig sófi í stofunni. Hringbraut í Reykjanesbæ. ❤️“ skrifaði Halldóra Hreinsdóttir. 

Bjóða fram aðstoðFjölmargir Vestmannaeyingar bjóða Grindvíkingum húsaskjól.

„Ef íbúa úr Grindavík vantar gistingu næstu daga og vikur getum við lagt hana til fyrir 15-20 manns í Skarði - Skeið - Gnúp (34 km frá Selfossi á leið að Flúðum) 8 Selfossi og 6 manns í Stykkishólmi. Hús í Skarði sem tekur 10, laust á sunnudaginn, tvær íbúðir fyrir 4 á Selfossi, 3 smáhýsi sem geta verið í 2-4 í Skarði. Í Stykkishólmi íbúð fyrir 6 manns, þrjú tveggja manna herbergi, laus á sunnudaginn. 34 gistirými í heildina á þessum 3 stöðum,“ skrifaði Björgvin G. Sigurðsson.

„Ég er með herbergi innan íbúðar með tvíbreiðum svefnsófa og tv á meðan rýming stendur yfir. Bý í Mosó,“ skrifar Margrét Björk Ólafsdóttir.

Íris Dröfn Kristjánsdóttir segist vera með „uppábúið 90 cm rúm í sér herbergi og svefnsófa inn í stofu. Hundur og 2 kisur á heimilinu. Datt í hug að bjóða fram aðstoð ef einhver er með hund/a með sér og vantar aðstöðu/gistingu. Er á Selfossi. 

Þá voru í hópnum, sem stofnaður var til stuðnings Grindvíkingum, birt skjáskot af síðunni Heimaklettur í Vestmannaeyjum þar sem Vestmanneyingar og fleiri bjóða Grindvíkingum húsaskjól. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár