Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kvikan undir Grindavík: „Meira en við höfum séð áður“

Öll­um íbú­um Grinda­vík­ur er gert að rýma bæ­inn á tveim­ur til þrem­ur tím­um. „Sögu­leg­ur at­burð­ur“ sem Ís­lend­ing­ar hafa ekki upp­lif­að síð­an gaus í Vest­manna­eyj­um 1973, seg­ir Víð­ir Reyn­is­son. Við­bú­ið að eld­gos yrði mun stærra en í Fagra­dals­fjalli.

Kvikan undir Grindavík: „Meira en við höfum séð áður“
Hjálpsemi Björgunarsveitarfólk flutti eldri borgara af dvalarheimilinu Miðgarði og Víðihlíð. Mynd: Golli

„Nýjustu gögn sem Veðurstofan sýndi okkur sýna talsverða færslu og stóran kvikugang sem er að myndast og gæti opnast og legið frá suðvestri til norðausturs,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, á fundi Almannavarna rétt í þessu, þar sem hann lýsti því að íbúum væri skylt að yfirgefa Grindavík á tveimur til þremur tímum vegna kvikugangs sem virðist vera að teygja sig undir bæinn.

Á síðasta sólarhring hafa mælst 3.000 skjálftar og þar af 11 skjálftar yfir 4 að stærð, sá stærsti 5. Kvikan nú er mun meiri en mældist undir Fagradalsfjalli. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum frá Veðurstofunni er það já, þarna er á ferðinni mjög mikil kvika og það jarðhnik sem menn hafa séð í dag og í kvöld er meira heldur en við höfum séð áður.“

Hann segist ekki vita hversu ofarlega kvikugangurinn er kominn. „Nei ekki nákvæmlega, nei.“

Spurður hvort sviðsmyndin væri svartari en hann gerði ráð fyrir í morgun eða í gær, sagði Víðir alltaf hafa verið gert ráð fyrir því að nægur tími gæfist til að rýma.

„Við höfum auðvitað verið allan tímann með þessar sviðsmyndir í gangi að gos gæti komið upp á þessum stað. Við höfum reiknað með að hafa tíma til að rýma Grindavík ef til þess kæmi og það er það sem við erum að gera núna. Þannig að það er ekkert ennþá sem hefur verið fyrir utan þær sviðsmyndir og áætlanir sem við höfum unnið.“

Líkleg lega kvikugangsAllir íbúar eiga að yfirgefa bæinn á tveimur til þremur tímum vegna þess að kvikugangur virðist liggja undir bæinn.
RýmingBjörgunarsveitarfólk rýmir Grindavík.
RýmingarkveðjaÍbúar hafa verið beðnir að merkja í gluggum staðfestingu um brottför.

Víðir brýndi fyrir fólki að fara varlega í rýmingunni.

RýmingVíðir Reynisson segir ekki víst að allir hafi fengið skilaboðin og því beri fólki að athuga með nágranna sína og aðstandendur.

Ákvörðun þessi er tekin með öryggi íbúanna í huga. Mikilvægt er að allir sýni stillingu því við höfum ágætan tíma til að bregðast við. Ég ítreka það að þetta er ekki neyðarrýming. Það er beiðni mín til íbúa Grindavíkur að yfirgefa bæinn án óðagots. Það er ekki bráð hætta yfirvofandi og rýmingin er fyrst og fremst fyrirbyggjandi öryggisráðstöfun með ykkar öryggi í huga,“ sagði hann. „Akið varlega. Það er dimmt og margir verða á ferðinni. Förum okkur að engu óðslega. Samkvæmt rýmingaráætlun Grindavíkur er nauðsynlegt að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar. Neyðarlínan mun núna á eftir senda SMS en það er ekki víst að allir fái það, þannig að þið þurfi að hlúa að hvort öðru og athuga með ykkar nágranna.“

Víðir veitti jafnframt íbúum leiðbeiningar um hvernig ganga ætti frá heimilunum við rýminguna. 

„Þegar þið yfirgefið heimilið skulið þið loka gluggum og aftengja rafmagnstæki og hafa með ykkur þær nauðsynjar sem þið þurfið, eins og lyf og annað. Þeir sem reikna með að þurfa að gista í fjöldahjálparstöð í nótt ættu að taka með sér sæng og kodda. Setjið miða á áberandi stað í glugga eða hurð, sem snýr út að götu, sem sýnir að húsið hafi verið rýmt. Hugið að nágrönnum ykkar og samstarfsfólki ef hægt er. Akið varlega innanbæjar og eftir að komið er út úr bænum. Takið upp gangandi fólk ef rými er í bílnum. Hlustið á útvarpið og fylgist með fjölmiðlum.

Söfnunarmiðstöð Grindavíkur er í íþróttarmiðstöðinni. Ef þið þurfið á aðstoð að halda eða ef slys verða hringið í 112. Ekki er nauðsynlegt að koma við á söfnunarmiðstöðinni í Grindavík við rýmingu. Við minnum líka á hjálparsíma Rauða krossins 1717. Við ítrekum að þessi ákvörðun er þannig að öllum íbúum er skylt að rýma húsin og yfirgefa bæinn.

RýmingaráætlunAthugið að norðurleiðin er lokuð vegna sprungu á veginum og þar sem kvikugangurinn liggur undir honum.
GrindavíkÍbúar í Grindavík eru 3.669 talsins, en margir þeirra höfðu farið úr bænum fyrr í dag þrátt fyrir að ekki hefði verið fyrirskipuð rýming. Það fólk þarf að hafa samband og skrá sig hjá Almannavörnum í síma 1770.

Víðir sagði um sögulegan atburð að ræða.

„Þó að við höfum rýmt af ýmsum ástæðum eins og aurflóðin á Seyðisfirði og annað slíkt þá held ég að þetta sé svona mjög sögulegur atburður. En eins og ég segi, við höfum samt þessa þekkingu og reynslu sem við höfum byggt í kringum hamfarir í gegnum tíðina og þess vegna getum við tekist á við þetta af æðruleysi og bara eftir því skipulagi sem við höfum unnið.“

Ísleningar hefðu ekki upplifað viðlíka atburð frá því í Vestmannaeyjagosinu árið 1973.

„Það er ljóst að við erum að fást við atburði sem við Íslendingar höfum ekki upplifað síðan gaus í Vestmannaeyjum. Við tókumst á við það saman og við munum takast á við þetta saman og látum ekki hugfallast. Gangi ykkur vel og farið þið varlega.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár