„Að sjálfsögðu er þetta ekki gott fyrir fólk, ekki fyrir líðan okkar, taugakerfið, orkuna eða neitt,“ sagði Kristín Linda Jónsdóttir, er Heimildin heimsótti hana fyrir skemmstu. „Ég veit það, því ég er sálfræðingur, að þetta er ekki hollt fyrir okkur og ekki eitthvað sem við myndum velja okkur. En ég held að það sé með mig eins og flest skynsamt fólk, að við höfum ekkert verið eitthvað hrædd. Við erum búin að gera heimili okkar eins örugg og við mögulega getum, en núna þegar ljóst er að það getur komið upp kvika svona rosalega nálægt heimilum okkar þá horfir þetta öðruvísi við,“ segir Kristín Linda.
Hún segir marga bæjarbúa hafa áhyggjur af eignum sínum, enda er það svo að ef tjón verður á húsum eða lagnakerfum vegna langvarandi heitavatnsleysis að vetri, sé fólk ekki tryggt fyrir því.
Athugasemdir