„Stóra sýnin er að framtíðarkynslóðum þyki eðlilegt að allir hjálpist að heima hjá sér, að það verði normið,“ segir Alma Dóra Ríkharðsdóttir, annar stofnenda hugbúnaðarlausnarinnar HEIMA. „Okkar leið til að gera það er að koma HEIMA smáforritinu í vasa um allan heim.“
Alma stofnaði HEIMA ásamt Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannesdóttur árið 2020. Með þeim starfar forritarinn Tristan John Frantz. Þríeykið stendur á bak við smáforritið sem gerir pörum og fjölskyldum kleift að skipta á milli sín húsverkum.
Frumkvöðladraumurinn
Alma og Sigurlaug voru saman í leik- og grunnskóla en leiðir þeirra lágu saman á ný árið 2020.
Sigurlaug lagði þá stund á nám í Boston en var með heimþrá. Hún sá á samfélagsmiðlum að Alma, sem vann þá erlendis, var í borginni og sendi henni skilaboð.
„Þá hittumst við og ræddum …
Athugasemdir