Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug“

Heim­ilda­mynd er í vænd­um um Unu Guð­munds­dótt­ur. Mynd­inni er leik­stýrt af Guð­mundi Magnús­syni sem von­ast til að hægt verði að gefa verk­ið út eft­ir ár ef til tekst að safna nægi­legu fjár­magni.

„Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug“
Una Guðmundsdóttir Unnið er að heimildamynd um Unu Guðmundsdóttur en leikstjóri hennar segir erfitt að stoppa því sögurnar séu svo margar. Mynd: Aðsend

Guðmundur Magnússon hefur unnið að heimildamynd um Unu Guðmundsdóttur, miðil og áðurnefnda völvu Suðurnesja, síðan árið 2009. Vinnuheiti myndarinnar er Góða nótt, Völva Suðurnesja. 

Una í Sjólyst eða Garði, eins og hún var gjarnan kölluð, fæddist árið 1894 og var þekkt fyrir náðargáfu sína er kom að andlegum málefnum og líkamlegum kvillum. Una lést árið 1978. 

„Síðan árið 2009 er ég búinn að vera að safna heimildum um þessa konu og finna ljósmyndir og kvikmyndir. Það er enn þá að koma fólk til mín hvaðanæva að af landinu sem hefur mjög merkilegar sögur að segja þannig að Una verður alltaf merkilegri og merkilegri,“ segir leikstjórinn.

Áhuginn

Guðmundur segist mikill áhugamaður um sagnfræði og ólst sjálfur upp í Garði. Um Unu segir hann: „Hún er bara svo stór partur af sögunni að það er ekki hægt að fara fram hjá því. Hún var svo merkileg og allir sem að hafa komist í kynni við söguna fá áhuga á henni.“ 

„Hún var svo merkileg og allir sem hafa komist í kynni við söguna fá áhuga á henni“
Guðmundur Magnússon

Árið 1969 var bókin Völva Suðurnesja eftir Gunnar M. Magnúss gefin út um Unu. „Mér skilst að eftir að bókin kom út að þá hafi hún ekki fengið frið fyrir fólki. Það var biðröð fyrir utan hjá Unu af fólki sem vantaði hjálp þannig að hún þurfti að fara út á land.“ 

Þó er mörgu hægt að bæta við söguna að mati Guðmundar: „Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug.“ Fyrir þremur árum var húsi Unu breytt í minjahús þar sem gestir geta kynnst sögu hennar og var Guðmundur einn þeirra sem stóð að því verkefni. 

Guðmundur MagnússonÍ Unuhúsi.

Það er ekki einungis saga og störf Unu sem heilla leikstjórann heldur er það einnig ævi Stefaníu Guðríðar Kristvinsdóttur, stúlku sem Una tók að sér og ól upp. Báðar tvær voru áberandi í félagsstarfi en Stefanía lést um aldur fram, aðeins 27 ára, og eru þær Una jarðaðar undir sama legsteini. 

Það getur reynst krefjandi að finna fjármagn fyrir verkefni eins og Góða nótt, Völva Suðurnesja en Guðmundur segir það einnig strembið að stoppa heimildavinnuna. „Þetta er búið að vera lengi í smíðum en það er aðallega vegna þess að það er erfitt að fá fjármagn og það er erfitt að hætta vegna þess að það er alltaf meira og meira að koma í ljós.“ 

Guðmundur vonast til þess að myndin, framleidd af Steinboga kvikmyndagerð, geti komið út á næsta ári. Inni á vefsíðu Karolina Fund er að nálgast nánari upplýsingar um efni myndarinnar og einnig hægt að styrkja gerð hennar með fjárframlögum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár