Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug“

Heim­ilda­mynd er í vænd­um um Unu Guð­munds­dótt­ur. Mynd­inni er leik­stýrt af Guð­mundi Magnús­syni sem von­ast til að hægt verði að gefa verk­ið út eft­ir ár ef til tekst að safna nægi­legu fjár­magni.

„Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug“
Una Guðmundsdóttir Unnið er að heimildamynd um Unu Guðmundsdóttur en leikstjóri hennar segir erfitt að stoppa því sögurnar séu svo margar. Mynd: Aðsend

Guðmundur Magnússon hefur unnið að heimildamynd um Unu Guðmundsdóttur, miðil og áðurnefnda völvu Suðurnesja, síðan árið 2009. Vinnuheiti myndarinnar er Góða nótt, Völva Suðurnesja. 

Una í Sjólyst eða Garði, eins og hún var gjarnan kölluð, fæddist árið 1894 og var þekkt fyrir náðargáfu sína er kom að andlegum málefnum og líkamlegum kvillum. Una lést árið 1978. 

„Síðan árið 2009 er ég búinn að vera að safna heimildum um þessa konu og finna ljósmyndir og kvikmyndir. Það er enn þá að koma fólk til mín hvaðanæva að af landinu sem hefur mjög merkilegar sögur að segja þannig að Una verður alltaf merkilegri og merkilegri,“ segir leikstjórinn.

Áhuginn

Guðmundur segist mikill áhugamaður um sagnfræði og ólst sjálfur upp í Garði. Um Unu segir hann: „Hún er bara svo stór partur af sögunni að það er ekki hægt að fara fram hjá því. Hún var svo merkileg og allir sem að hafa komist í kynni við söguna fá áhuga á henni.“ 

„Hún var svo merkileg og allir sem hafa komist í kynni við söguna fá áhuga á henni“
Guðmundur Magnússon

Árið 1969 var bókin Völva Suðurnesja eftir Gunnar M. Magnúss gefin út um Unu. „Mér skilst að eftir að bókin kom út að þá hafi hún ekki fengið frið fyrir fólki. Það var biðröð fyrir utan hjá Unu af fólki sem vantaði hjálp þannig að hún þurfti að fara út á land.“ 

Þó er mörgu hægt að bæta við söguna að mati Guðmundar: „Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug.“ Fyrir þremur árum var húsi Unu breytt í minjahús þar sem gestir geta kynnst sögu hennar og var Guðmundur einn þeirra sem stóð að því verkefni. 

Guðmundur MagnússonÍ Unuhúsi.

Það er ekki einungis saga og störf Unu sem heilla leikstjórann heldur er það einnig ævi Stefaníu Guðríðar Kristvinsdóttur, stúlku sem Una tók að sér og ól upp. Báðar tvær voru áberandi í félagsstarfi en Stefanía lést um aldur fram, aðeins 27 ára, og eru þær Una jarðaðar undir sama legsteini. 

Það getur reynst krefjandi að finna fjármagn fyrir verkefni eins og Góða nótt, Völva Suðurnesja en Guðmundur segir það einnig strembið að stoppa heimildavinnuna. „Þetta er búið að vera lengi í smíðum en það er aðallega vegna þess að það er erfitt að fá fjármagn og það er erfitt að hætta vegna þess að það er alltaf meira og meira að koma í ljós.“ 

Guðmundur vonast til þess að myndin, framleidd af Steinboga kvikmyndagerð, geti komið út á næsta ári. Inni á vefsíðu Karolina Fund er að nálgast nánari upplýsingar um efni myndarinnar og einnig hægt að styrkja gerð hennar með fjárframlögum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár