Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug“

Heim­ilda­mynd er í vænd­um um Unu Guð­munds­dótt­ur. Mynd­inni er leik­stýrt af Guð­mundi Magnús­syni sem von­ast til að hægt verði að gefa verk­ið út eft­ir ár ef til tekst að safna nægi­legu fjár­magni.

„Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug“
Una Guðmundsdóttir Unnið er að heimildamynd um Unu Guðmundsdóttur en leikstjóri hennar segir erfitt að stoppa því sögurnar séu svo margar. Mynd: Aðsend

Guðmundur Magnússon hefur unnið að heimildamynd um Unu Guðmundsdóttur, miðil og áðurnefnda völvu Suðurnesja, síðan árið 2009. Vinnuheiti myndarinnar er Góða nótt, Völva Suðurnesja. 

Una í Sjólyst eða Garði, eins og hún var gjarnan kölluð, fæddist árið 1894 og var þekkt fyrir náðargáfu sína er kom að andlegum málefnum og líkamlegum kvillum. Una lést árið 1978. 

„Síðan árið 2009 er ég búinn að vera að safna heimildum um þessa konu og finna ljósmyndir og kvikmyndir. Það er enn þá að koma fólk til mín hvaðanæva að af landinu sem hefur mjög merkilegar sögur að segja þannig að Una verður alltaf merkilegri og merkilegri,“ segir leikstjórinn.

Áhuginn

Guðmundur segist mikill áhugamaður um sagnfræði og ólst sjálfur upp í Garði. Um Unu segir hann: „Hún er bara svo stór partur af sögunni að það er ekki hægt að fara fram hjá því. Hún var svo merkileg og allir sem að hafa komist í kynni við söguna fá áhuga á henni.“ 

„Hún var svo merkileg og allir sem hafa komist í kynni við söguna fá áhuga á henni“
Guðmundur Magnússon

Árið 1969 var bókin Völva Suðurnesja eftir Gunnar M. Magnúss gefin út um Unu. „Mér skilst að eftir að bókin kom út að þá hafi hún ekki fengið frið fyrir fólki. Það var biðröð fyrir utan hjá Unu af fólki sem vantaði hjálp þannig að hún þurfti að fara út á land.“ 

Þó er mörgu hægt að bæta við söguna að mati Guðmundar: „Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað hún var öflug.“ Fyrir þremur árum var húsi Unu breytt í minjahús þar sem gestir geta kynnst sögu hennar og var Guðmundur einn þeirra sem stóð að því verkefni. 

Guðmundur MagnússonÍ Unuhúsi.

Það er ekki einungis saga og störf Unu sem heilla leikstjórann heldur er það einnig ævi Stefaníu Guðríðar Kristvinsdóttur, stúlku sem Una tók að sér og ól upp. Báðar tvær voru áberandi í félagsstarfi en Stefanía lést um aldur fram, aðeins 27 ára, og eru þær Una jarðaðar undir sama legsteini. 

Það getur reynst krefjandi að finna fjármagn fyrir verkefni eins og Góða nótt, Völva Suðurnesja en Guðmundur segir það einnig strembið að stoppa heimildavinnuna. „Þetta er búið að vera lengi í smíðum en það er aðallega vegna þess að það er erfitt að fá fjármagn og það er erfitt að hætta vegna þess að það er alltaf meira og meira að koma í ljós.“ 

Guðmundur vonast til þess að myndin, framleidd af Steinboga kvikmyndagerð, geti komið út á næsta ári. Inni á vefsíðu Karolina Fund er að nálgast nánari upplýsingar um efni myndarinnar og einnig hægt að styrkja gerð hennar með fjárframlögum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár