Saga tveggja magnaðra kvenna

Ásta Sól Kristjáns­dótt­ir fylgdi móð­ur sinni eft­ir síð­ustu spor lífs­ins við tök­ur á heim­ild­ar­mynd um sorg og sigra tveggja blindra kvenna. „Þetta var síð­asta tæki­fær­ið til að segja henn­ar sögu því henn­ar lífi var að ljúka.“

Saga tveggja magnaðra kvenna
Með opin augun Ásrún fagnaði síðasta afmælisdegi sínum ásamt dóttur sinni, Ástu Sól, og barnabörnunum tveimur, sólargeislunum í lífi hennar. Ásta Sól vinnur nú að heimildarmynd um líf móður hennar.

Vinna við heimildarmyndina Með opin augun hófst fyrir 20 árum þegar Elín Lilja Jónasdóttir skyggndist inn í hugarheim tveggja blindra kvenna, Ásrúnar Hauksdóttur og Brynju Arthúrsdóttur. 

Í byrjun myndarinnar er ekkert sem bendir sérstaklega til þess að konurnar tvær séu blindar, en áhorfendur uppgötva það smátt og smátt. Ýmis hljóð eru mögnuð upp og áhersla er á skynfæri. Á meðan Ásrún nuddar á nuddstofu sinni og Brynja undirbýr matarboð kynnast áhorfendur þeirra innri persónum, viðhorfum til lífsins, heyra sögur úr fortíðinni og vangaveltur um framtíðina. Ekki er um uppstillt viðtöl að ræða heldur er frekar hugsað um að mynda konurnar í eins náttúrulegum og óþvinguðum aðstæðum og mögulegt er, með léttu spjalli inn á milli. 

Ásrún er með augnsjúkdóminn Retinitis Pigmentosa (RP) sem uppgötvaðist þegar hún var tvítug en smátt og smátt missti hún sjónina alveg. Ásrún er menntaður hjúkrunarfræðingur og nuddari og rak um árabil sína eigin nuddstofu í húsi Blindrafélagsins í Reykjavík. Brynja veiktist af gigtarsjúkdómi um tvítugt sem meðal annars hafði þau áhrif að hún missti sjónina 29 ára gömul. Hún heyrir aðeins með öðru eyra og þjáist af liðagigt. Brynja er ógift, barnlaus og býr einsömul. Hún elskar að ferðast og er mikill listunnandi. 

Af ýmsum ástæðum var heimildamyndin aldrei kláruð, en að því er stefnt nú, 20 árum síðar. „Þetta kemur til mín á þann hátt að önnur konan er móðir mín,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona. Áhuginn á kvikmyndagerð kviknaði þegar Elín Lilja fylgdi Ásrúnu móður hennar eftir um aldamótin. Hún hafði ekki leitt hugann að því að klára myndina um móður hennar og Brynju fyrr en hún rakst á Elínu Lilju í Sundhöllinni fyrir nokkrum árum. Úr varð að Ásta Sól tók við verkefninu og ætlar að klára myndina. „Við ákváðum að ég myndi taka við keflinu.“ 

Ásta Sól byrjaði að taka upp efni fyrir tveimur árum og tók upp móður sína og Brynju við dagleg störf, rétt eins og var gert fyrir rúmum 20 árum. Skömmu eftir að tökur hófust á ný greindist Ásrún með ólæknandi krabbamein. „Ég setti bara allt í gang, að taka upp hennar hluta,“ segir Ásta Sól og viðurkennir að það hafi verið krefjandi að fylgja móður sinni síðustu sporin í lífinu með myndavél en segir að annað hafi ekki komið til greina. „Fókusinn var ekki á veikindin en vissulega vissi ég að þetta var síðasta tækifærið til að segja hennar sögu því hennar lífi var að ljúka.“ 

Ásrún lést á meðan tökum stóð en Ásta Sól er þakklát fyrir að geta sagt sögu móður sinnar og Brynju. „Þetta er svo mikilvæg saga og þetta eru svo magnaðar konur. Þær eru svo miklar fyrirmyndir, ekki bara fyrir fatlaðar konur heldur fyrir alla.“ Tökum lauk í fyrra þegar Ásta Sól fylgdi Brynju eftir til Portúgal en hennar aðaláhugamál er ferðalög. Ferðin til Portúgal var hennar 83. utanlandsferð. „Hún er mögnuð,“ segir Ásta Sól um Brynju. 

SjávaranganHér horfir Brynja til hafs í Cascais í Portúgal. Það er henni mikilvægt að hafa herbergi með sjávarútsýni svo hún geti fundið lyktina af sjónum og heyrt í öldunum.

Markmið myndarinnar er að veita innsýn inn í veröld blindra, í þessu tilfelli veröld tveggja sjálfstæðra kvenna, auka skilning á málefnum og aðstæðum blindra og kanna hvort önnur skynfæri hafa eflst og sýna hvernig daglegt líf er frábrugðið daglegu lífi annarra. 

„Þetta er rosalega mikilvægt samfélagslegt verkefni. Þetta er þeirra líf en þetta er líka samfélagið okkar og við verðum að sýna fjölbreytileikann,“ segir Ásta Sól. Elín Lilja er meðframleiðandi myndarinnar og Ísak Jónsson sér um klippingu en hann hefur víðtæka reynslu af klippingu sjónvarpsefnis, kvikmynda og annars myndefnis. Blindrafélagið hefur samþykkt að styðja verkið með rausnarlegu framlagi en það er enn langt í land að sögn Ástu Sólar. Til að ljúka verkefninu óska Ásta Sól og þau sem að heimildarmyndinni standa eftir stuðningi almennings og hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund sem lýkur eftir viku. Stefnt er að því að frumsýna myndina í vor.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár