Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Saga tveggja magnaðra kvenna

Ásta Sól Kristjáns­dótt­ir fylgdi móð­ur sinni eft­ir síð­ustu spor lífs­ins við tök­ur á heim­ild­ar­mynd um sorg og sigra tveggja blindra kvenna. „Þetta var síð­asta tæki­fær­ið til að segja henn­ar sögu því henn­ar lífi var að ljúka.“

Saga tveggja magnaðra kvenna
Með opin augun Ásrún fagnaði síðasta afmælisdegi sínum ásamt dóttur sinni, Ástu Sól, og barnabörnunum tveimur, sólargeislunum í lífi hennar. Ásta Sól vinnur nú að heimildarmynd um líf móður hennar.

Vinna við heimildarmyndina Með opin augun hófst fyrir 20 árum þegar Elín Lilja Jónasdóttir skyggndist inn í hugarheim tveggja blindra kvenna, Ásrúnar Hauksdóttur og Brynju Arthúrsdóttur. 

Í byrjun myndarinnar er ekkert sem bendir sérstaklega til þess að konurnar tvær séu blindar, en áhorfendur uppgötva það smátt og smátt. Ýmis hljóð eru mögnuð upp og áhersla er á skynfæri. Á meðan Ásrún nuddar á nuddstofu sinni og Brynja undirbýr matarboð kynnast áhorfendur þeirra innri persónum, viðhorfum til lífsins, heyra sögur úr fortíðinni og vangaveltur um framtíðina. Ekki er um uppstillt viðtöl að ræða heldur er frekar hugsað um að mynda konurnar í eins náttúrulegum og óþvinguðum aðstæðum og mögulegt er, með léttu spjalli inn á milli. 

Ásrún er með augnsjúkdóminn Retinitis Pigmentosa (RP) sem uppgötvaðist þegar hún var tvítug en smátt og smátt missti hún sjónina alveg. Ásrún er menntaður hjúkrunarfræðingur og nuddari og rak um árabil sína eigin nuddstofu í húsi Blindrafélagsins í Reykjavík. Brynja veiktist af gigtarsjúkdómi um tvítugt sem meðal annars hafði þau áhrif að hún missti sjónina 29 ára gömul. Hún heyrir aðeins með öðru eyra og þjáist af liðagigt. Brynja er ógift, barnlaus og býr einsömul. Hún elskar að ferðast og er mikill listunnandi. 

Af ýmsum ástæðum var heimildamyndin aldrei kláruð, en að því er stefnt nú, 20 árum síðar. „Þetta kemur til mín á þann hátt að önnur konan er móðir mín,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona. Áhuginn á kvikmyndagerð kviknaði þegar Elín Lilja fylgdi Ásrúnu móður hennar eftir um aldamótin. Hún hafði ekki leitt hugann að því að klára myndina um móður hennar og Brynju fyrr en hún rakst á Elínu Lilju í Sundhöllinni fyrir nokkrum árum. Úr varð að Ásta Sól tók við verkefninu og ætlar að klára myndina. „Við ákváðum að ég myndi taka við keflinu.“ 

Ásta Sól byrjaði að taka upp efni fyrir tveimur árum og tók upp móður sína og Brynju við dagleg störf, rétt eins og var gert fyrir rúmum 20 árum. Skömmu eftir að tökur hófust á ný greindist Ásrún með ólæknandi krabbamein. „Ég setti bara allt í gang, að taka upp hennar hluta,“ segir Ásta Sól og viðurkennir að það hafi verið krefjandi að fylgja móður sinni síðustu sporin í lífinu með myndavél en segir að annað hafi ekki komið til greina. „Fókusinn var ekki á veikindin en vissulega vissi ég að þetta var síðasta tækifærið til að segja hennar sögu því hennar lífi var að ljúka.“ 

Ásrún lést á meðan tökum stóð en Ásta Sól er þakklát fyrir að geta sagt sögu móður sinnar og Brynju. „Þetta er svo mikilvæg saga og þetta eru svo magnaðar konur. Þær eru svo miklar fyrirmyndir, ekki bara fyrir fatlaðar konur heldur fyrir alla.“ Tökum lauk í fyrra þegar Ásta Sól fylgdi Brynju eftir til Portúgal en hennar aðaláhugamál er ferðalög. Ferðin til Portúgal var hennar 83. utanlandsferð. „Hún er mögnuð,“ segir Ásta Sól um Brynju. 

SjávaranganHér horfir Brynja til hafs í Cascais í Portúgal. Það er henni mikilvægt að hafa herbergi með sjávarútsýni svo hún geti fundið lyktina af sjónum og heyrt í öldunum.

Markmið myndarinnar er að veita innsýn inn í veröld blindra, í þessu tilfelli veröld tveggja sjálfstæðra kvenna, auka skilning á málefnum og aðstæðum blindra og kanna hvort önnur skynfæri hafa eflst og sýna hvernig daglegt líf er frábrugðið daglegu lífi annarra. 

„Þetta er rosalega mikilvægt samfélagslegt verkefni. Þetta er þeirra líf en þetta er líka samfélagið okkar og við verðum að sýna fjölbreytileikann,“ segir Ásta Sól. Elín Lilja er meðframleiðandi myndarinnar og Ísak Jónsson sér um klippingu en hann hefur víðtæka reynslu af klippingu sjónvarpsefnis, kvikmynda og annars myndefnis. Blindrafélagið hefur samþykkt að styðja verkið með rausnarlegu framlagi en það er enn langt í land að sögn Ástu Sólar. Til að ljúka verkefninu óska Ásta Sól og þau sem að heimildarmyndinni standa eftir stuðningi almennings og hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund sem lýkur eftir viku. Stefnt er að því að frumsýna myndina í vor.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
7
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
9
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu