Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Mér fannst mig vanta hlátur inn í líf mitt“

Ásta Valdi­mars­dótt­ir hlát­ur­jóga­kenn­ari seg­ir mik­il­vægt að hlæja og að það sé hægt að nýta sér hlát­ur til gagns í hvers­dags­legu lífi. Hlatur­jóga hef­ur breytt miklu í henn­ar lífi. Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir leik­kona seg­ir það mik­il­vægt að deila gleð­inni með öðru fólki.

„Mér fannst mig vanta hlátur inn í líf mitt“
Að hlæja Léttir á fólki og getur bætt andlega líðan samkvæmt viðmælendum sem leggja mikið upp úr því að halda fast í gleðina.

Hvenær fórst þú síðast að hlæja? Var það áðan, í gær eða kannski í síðustu viku? Það er fátt betra en að fá hláturskast í góðra vina hópi. Alls kyns leiðir eru til að fá bæði sjálfa sig og aðra til að hlæja. Það má til dæmis gera með því að segja góðan brandara, rifja upp skemmtilega minningu eða jafnvel með hláturjóga.

Deilum gleðinni

Ilmur Kristjánsdóttir hefur framkallað hlátur hjá fjöldamörgum áhorfendum í gegnum störf sín sem ein ástsælasta leikkona landsins.

„Það léttir svo á,“ segir Ilmur aðspurð hvers vegna það skipti hana máli að hlæja sjálf og fá aðra til að hlæja. „Það besta er að fá annað fólk til að hlæja og að hlæja með öðrum líka.“ Hún segir hlátur einnig oft og tíðum geta veitt aðgang inn í hjörtu fólks á erfiðum tímum. 

Ilmur KristjánsdóttirÍ hlutverki sínu í geysivinsælu þáttunum Ófærð.
„Það besta er að fá annað fólk til að hlæja og að hlæja með öðrum líka“
Ilmur Kristjánsdóttir

Til að halda í húmorinn í gegnum hversdagsleikann telur Ilmur mikilvægt að vera í samskiptum við annað fólk. „Vera alltaf í stöðugum samskiptum við fólk, það er eina leiðin.“ 

Það er henni mikilvægt að deila gleðinni með öðru fólki og hún nefnir dæmi um auðvelda leið til að gera það: „Ef maður sér eitthvað fyndið, að senda það þá á einhvern, alls konar svoleiðis. Bara að deila gleðinni.“

Spurð hvernig hún myndi lýsa sínum eigin húmor svarar Ilmur léttilega: „Ég hlæ til dæmis alltaf að því ef fólk mismælir sig, ruglar einhverjum orðum eða eitthvað svoleiðis. Þá hlæ ég með sjálfri mér. Svo láta vinkonur mínar mig hlæja óspart með alls konar gríni.“

„Svo láta vinkonur mínar mig hlæja óspart með allskonar gríni“
Ilmur Kristjánsdóttir

Ilmur bætir því einnig við að faðir hennar sé mikill húmoristi. Hún rifjar upp atvik sem gerðist nýlega. „Ég fór með pabba upp á bráðamóttöku og læknirinn tók hann úr sokkunum. Þá sagði ég, þú þyrftir nú kannski að klippa á þér táneglurnar. Pabbi fór að skellihlæja og þá fór ég auðvitað að skellihlæja líka. Það þurfti ekki meira.“ Hún tekur þó fram að það sé í góðu lagi með föður sinn en atvikið var dæmi um aðstæður þar sem hlátur létti á annars þungu andrúmslofti.

Vantaði hlátur inn í lífið

Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari segir hláturjóga vera aðferð til að bæta líðan fólks bæði andlega og líkamlega. Eftir að hún hóf að iðka hláturjóga um aldamótin finnur hún mikla breytingu á sínu innra lífi.

„Sumir segja að ég hafi verið brosmild hér áður fyrr en mér fannst mig vanta hlátur inn í líf mitt og þess vegna, meðal annars, fór ég í hláturjóga og þetta hefur breytt miklu í mínu lífi. Geysilega miklu.

Ég er ekki eins áhyggjufull. Ég tel mig vera ekki eins fordómafull og ég er sáttari við sjálfa mig og annað fólk. Já, mér líður allri betur,“ segir Ásta ánægð. 

„Mér fannst mig vanta hlátur inn í líf mitt og þess vegna, meðal annars, fór ég í hláturjóga og þetta hefur breytt miklu í mínu lífi“
Ásta Valdimarsdóttir
hláturjógakennari
Ásta ValdimarsdóttirFann mikla breytingu á sinni líðan eftir að hún byrjaði í hláturjóga.

Hláturjóga virkar sem slíkt að fólk hlær vegna þess að það ætlar sér að hlæja. „Með því að þá á vissan hátt byrjar líkaminn að framleiða ýmis góð efni eins og endorfín, seratónín og önnur efni sem koma manni til að líða betur. Það er svo skrítið að hvort sem maður hlær að einskærum ásetningi eða að einhverju sem er hlægilegt að þá bregst líkaminn eins við. Síðan ef maður stundar hláturjóga þá verður það manni tamt að vera brosandi og hlæjandi því það bætir líðan,“ útskýrir Ásta.

Hláturjóga var þróað af indverskum lækni að nafni dr. Madan Katarina sem stofnaði fyrsta hláturklúbbinn árið 1995. Síðan þá hefur aðferðin orðið útbreidd. Sjálf lærði Ásta hláturjógakennarann fyrst um aldamótin og hefur leiðbeint Íslendingum í gegnum námið um áraraðir. „Hláturjóga er stundað í fjölmörgum löndum og núna var einmitt alþjóðleg hláturráðstefna í Indlandi sem er haldin árlega.“

HláturjógaÁsta nýtur þess að kenna hláturjóga og miðla reynslu sinni áfram.

Um þessar mundir er Ásta komin langt á leið með að kenna hláturjóganámskeið. Aðspurð hvernig hefðbundinn tími í hláturjóga fari fram útskýrir hún að hann byggist fyrst og fremst á öndun, slökun, hugleiðslu og æfingum. „Það eru æfingar og leikir þar sem við leikum okkur eins og börn og eflum gleðina um leið.“

Hún nýtir hláturjóga í hversdagslífi sínu til að takast á við neikvæðar hugsanir sem kunna að sækja á hana. „Ég stundaði slökun áður en ég kynntist hláturjóga en hugleiðslan var úti um allar þúfur hjá mér þannig að það sóttu oft á mig áhyggjur af einhverju sem gæti komið fyrir og slíkt. En ég get leitt hugann að öðru núna.“

Í gegnum tíðina hefur Ásta einnig orðið vitni að því þegar fólk nýtir hláturjóga í hreyfingu með góðum árangri. Þá hlær það á meðan það hreyfir sig til að fá sem mest út úr æfingunni. Hún tekur þó skýrt fram að hláturjóga komi ekki í staðinn fyrir lækningar heldur geti það einungis hjálpað í gegnum bataferli. 

„Ég stundaði slökun áður en ég kynntist hláturjóga en hugleiðslan var úti um allar þúfur hjá mér þannig að það sóttu oft á mig áhyggjur af einhverju sem gæti komið fyrir og slíkt“
Ásta Valdimarsdóttir

Einn af stærri kostum þess að iðka hláturjóga er að geta gripið til þess hvenær og hvar sem er að mati Ástu. „Ef maður er á stað þar sem er fullt af fólki þá bara hugsar maður hláturinn innra með sér. Það er ótrúlegt hvað það hefur góð áhrif.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár