Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill ekki svara því hvort það hafi verið fyrir hennar þrýsting sem formaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að sitja áfram í ríkisstjórn eftir afsögn sína úr embætti fjármálaráðherra á þriðjudaginn. Sjálfur segir Bjarni Benediktsson hafa yfirgefið þann fund óákveðinn um hvort hann héldi yfir höfuð áfram stjórnmálaþáttöku.
Á Katrínu er að heyra að samið hafi verið um einhvers lags vopnahlé á fundi með þingmönnum stjórnarflokkanna á Þingvöllum í gær, eftir skærur undanfarinna vikna og mánaða. Klæði hafi verið borin á vopnin, og bitið í samstilltar skjaldarrendur áleiðis til orrustu við einn og sameiginlegan óvin: Verðbólguna.
Ólíkt Bjarna, sem í ræðu sinni á fundinum talaði sérstaklega um þörf á því að halda áfram að losa um eignarhald ríkisins í bönkunum, segir Katrín langan veg í að einu sinni verði hægt að ræða framhald þess máls, …
”Auk þess legg ég til að hugað veri að þeim sem minna meiga sín.”