Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Orðin hans Bjarna: „Ég er miður mín“

„Völd­um fylg­ir ábyrgð,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son er hann kynnti af­sögn sína sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Oft velt­ir lít­il þúfa þungu hlassi,“ sagði hann svo um kaup föð­ur síns á hlut í Ís­lands­banka. „Það hefði á alla kanta ver­ið heppi­legra að ... hérna ... hann hefði sleppt þessu.“

Orðin hans Bjarna: „Ég er miður mín“
Í kastljósinu Bjarni Benediktsson: „Ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“ Mynd: Golli

Ég verð að segja, svona fyrsta kastið, mér er brugðið við að lesa þessa niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi í morgun þar sem hann tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra. Það gerir hann í ljósi álits umboðsmanns alþingis þar sem fram kemur að Bjarni hafi verið vanhæfur til að selja föður sínum, Benedikt Sveinssyni, hlut í Íslandsbanka á síðasta ári.

Hér að neðan eru helstu orðin – og þau stærstu – sem Bjarni lét falla á blaðamannafundinum.

„Ég er miður mín eftir að hafa séð þá niðurstöðu að mér hafi brostið hæfi við mína ákvörðunartöku.“

„Ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“

„Mér finnst margt í þessu áliti orka tvímælis.“

„Stundum er sagt að lítil þúfa velti þungu hlassi. Og í þessu tilviki snýst málið um þátttöku eins aðila í seinasta útboði.“

„Það er óumdeilt að ég hafði ekki upplýsingar, í þessu máli, um þátttöku þessa félags.“

„Hafandi sagt þetta þá vil ég taka af allan vafa um það, að ég tel mikilvægt að virða álit umboðsmanns alþingis.“

„Þetta segi ég fullum fetum þótt ég hafi á álitinu mínar skoðanir.“

„Og álitið er að mér hafi brostið hæfi í málinu. Þessa niðurstöðu hyggst ég virða. Og ég tel í ljósi þessarar niðurstöðu að mér sé í reynd ókleift að starfa hér áfram sem fjármála- og efnahagsráðherra.“

„Ég tel sömuleiðis mjög mikilvægt að það sé skapaður friður um þau mikilvægu verkefni sem eru hér í þessu ráðuneyti.“

„Það er af þessari ástæðu sem að ég hef ákveðið að láta af störfum sem fjármála- og efnahagsráðherra.“

„Ég er sömuleiðis með þessari ákvörðun minni að undirstrika að völdum fylgir ábyrgð.“

„Það hefur ekkert annað verið ákveðið þessari stundu“ – spurður hvort hann verði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Það er ekki alveg gott að segja á þessari stundu“ – spurður um hvaða þýðingu ákvörðunin hafi fyrir ríkisstjórnarsamstarfið. „Stundum verður maður bara að taka ákvarðanir, eina í einu.“

„Ég hef algjöra sannfæringu fyrir því að það sé þörf í okkar samfélagi fyrir að menn standi vörð um ákveðin gildi.“

„Þegar maður er kominn í þá stöðu að manni er í raun og veru ókleift að sinna verkefnum sínum þá verður maður að horfast í augu við það.“

„Ég hef enga skyldu til að bera sérstaka virðingu fyrir hugmyndafræðilegum skoðunum pólitískra andstæðinga. En við erum að tala um mál af öðrum toga hér.“ – Um hvers vegna hann sé að segja af sér núna í ljósi þess að hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir störf sín.

„Já, ég myndi segja það.“ – um hvort að þetta sé alvarlegasta gagnrýni sem hann hafi orðið fyrir

„Engin ákvörðun verið tekin um það“ – Spurður hvort hann taki við öðru ráðuneyti

„Við erum þrjú oddvitar í ríkisstjórninni og berum ábyrgð á stjórnarsáttmálanum. Ég hef skynjað mikinn vilja til þess að halda verkefnunum lifandi en það verður auðvitað að meta það, meta hvort það er raunhæft. Maður verður að horfast í augu við pólitískan veruleika.“

„100 prósent“ – Spurður hvort að frumkvæðið að afsögninni komi frá honum alfarið.

„Ég tel að þetta sé rétt niðurstaða. Fyrir þetta ráðuneyti. Fyrir mig. Fyrir flokkinn minn. Og ef því er að skipta fyrir ríkisstjórnina. Og ég tek hana alveg án tillit til þess hvernig úr því mun spilast.“

„Þetta er vegna þess skugga sem varpað er yfir ráðuneytið og mín störf hér í ráðuneytinu í þessu tiltekna máli. Út af þessum einstaka kaupanda af þeim 24 þúsund sem hafa tekið þátt í útboðunum.“

„Ég er ósammála þeim forsendum sem eru lagðar hér til grundvallar. En ég send fyrir þau gildi í mínum stjórnmálum að virða svona niðurstöðu.“ – Spurður um hvort hann sé sammála því að hann hafi gert mistök.

„Ég ætla nú ekki að fara að taka þátt í því að fella slíka dóma um föður minn“ – Um hvort það hafi verið dómgreindarbrestur af föður hans að taka þátt í útboðinu. „Ég hef áður sagt að það hefði á alla kanta verið heppilegra að ... hérna ... hann hefði sleppt þessu.“

„Það sem fer okkar í milli er ekki efni í fjölmiðla held ég“ – Spurður hvort hann væri búinn að greina föður sínum frá ákvörðun sinni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    „Ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“

    Sagði siðblindi arðræningi þjóðarinnar og foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins bjarN1 benediktsson.
    Og talandi um samvisku, þá hafa siðblint fólk ENGA samvisku, samkennd né samúð með öðrum og myndu ekki vita hvað samviska væri þótt hún klessti á þau í andlitið á hundra klómetra hraða á klukkustund.
    Samviska er bara orð sem þau hafa lært alveg eins og að læra að brosa á réttu augnabliki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár