Hvorki niðurstaða Umboðsmanns alþingis um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi ekki verið hæfur til að selja föður sínum hlut í Íslandsbanka á síðasta ári né afsögn hans í kjölfarið kom Arndísi Önnu Kristínardóttur, þingkonu Pírata, á óvart. „Við vorum búin að benda á þetta, þessum áhyggjum hefur verið lýst. Það sem kom mér hins vegar á óvart var hversu afdráttarlaus niðurstaða Umboðsmanns var.“
Hún metur það sem svo að það hafi ekkert annað en afsögn ráðherra komið til greina í ljósi þessarar stöðu. „Þetta er auðvitað ekki fyrsti potturinn sem er brotinn í framkvæmd þessarar sölu og það eru auðvitað stóru vonbrigðin, hvað það hefur verið illa staðið að þessari sölu yfir höfuð. Þetta eru eignir þjóðarinnar sem þarna er verið að selja og það er auðvitað mikil vonbrigði hvað hefur verið mikið fúsk í gangi þar.“
Það er að hennar mati ekki bara á ábyrgð Bjarna sem ráðherra hvernig …
Athugasemdir