Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Afsögnin kom ekki á óvart

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, seg­ir af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra ekki hafa kom­ið henni á óvart, í raun hafi ekk­ert ann­að kom­ið til greina eft­ir af­drátt­ar­laust álit Um­boðs­manns Al­þing­is.

Afsögnin kom ekki á óvart
Enn einn áfellisdómurinn Arndís Anna, þingkona Pírata segir álit Umboðsmanns alþingis vera „enn einn áfellisdóm yfir þessari sölu,“ og að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni fyrir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra en að segja af sér.

Hvorki niðurstaða Umboðsmanns alþingis um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi ekki verið hæfur til að selja föður sínum hlut í Íslandsbanka á síðasta ári né afsögn hans í kjölfarið kom Arndísi Önnu Kristínardóttur, þingkonu Pírata, á óvart. „Við vorum búin að benda á þetta, þessum áhyggjum hefur verið lýst. Það sem kom mér hins vegar á óvart var hversu afdráttarlaus niðurstaða Umboðsmanns var.“

Hún metur það sem svo að það hafi ekkert annað en afsögn ráðherra komið til greina í ljósi þessarar stöðu. „Þetta er auðvitað ekki fyrsti potturinn sem er brotinn í framkvæmd þessarar sölu og það eru auðvitað stóru vonbrigðin, hvað það hefur verið illa staðið að þessari sölu yfir höfuð. Þetta eru eignir þjóðarinnar sem þarna er verið að selja og það er auðvitað mikil vonbrigði hvað hefur verið mikið fúsk í gangi þar.“

Það er að hennar mati ekki bara á ábyrgð Bjarna sem ráðherra hvernig …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár