Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

ASÍ segir samráðið til marks um „sjúklegt hugarfar spillingar og græðgi“

Stærsta fjölda­hreyf­ing launa­fólks í land­inu seg­ir sam­ráð Eim­skips og Sam­skipa vera sam­særi gegn al­menn­ingi í land­inu. Sami al­menn­ing­ur muni lík­lega að greiða 4,2 millj­arða króna sekt Sam­skipa þar sem það verði ekki gert með lægri arð­sem­is­kröf­um, lækk­un of­ur­launa eða upp­sögn­um þeirra sem skipu­lögðu sam­sær­ið.

ASÍ segir samráðið til marks um „sjúklegt hugarfar spillingar og græðgi“
Fordæmt Finnbjörn A. Hermannsson er forseti Alþýðusambands Íslands. Mynd: ASÍ

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur samráð Eimskips og Samskipa, eins og því er lýst í málsgögnum Samkeppniseftirlitsins sem birt voru nýverið, vera til marks um sjúklegt hugarfar spillingar og græðgi. „Algjört virðingarleysi stjórnenda þessara fyrirtækja fyrir samkeppnislögum og hagsmunum almennings er enn ein staðfesting þess að íslenskt viðskipta- og fjármálalíf glímir við djúpstæðan siðferðisvanda sem stöðugt grefur undan trausti í samfélaginu.“

Þetta kemur fram í ályktun sem miðstjórnin samþykkti í dag. 

Þar er framganga stjórnenda Eimskips og Samskipa í málinu fordæmd og sagt að hún hafi falið í sér stórfellt verðsamráð og var í raun samsæri gegn almenningi í landinu. „Engum blöðum er um að fletta að þessi ólögmæta og siðlausa framkoma hækkaði innflutningskostnað íslenskra fyrirtækja sem venju samkvæmt veltu auknum kostnaði út í verðlag. Þannig var það almenningur í landinu sem greiddi kostnaðinn við samráð þessara fyrirtækja. Það er að sönnu nöturlegt að það verður sami almenningur sem greiða mun sektina sem lögð var á Samskip, 4,2 milljarða króna, þar sem fyrirtækið mun nú þurfa að bæta sér upp „tapið” og venju samkvæmt verður það ekki gert með lægri arðsemiskröfum, lækkun ofurlauna eða uppsögnum þeirra sem skipulögðu samsærið og ollu tjóninu.“

Á kostnað viðskiptavina og samfélagsins alls

Samkeppniseftirlitið birti niðurstöðu sína í lok síðustu viku. Þar var áðurnefnd metsekt lögð á Samskip en Eimskip hafði áður, sumarið 2021, játað samráðið og greitt 1,5 milljarða króna í sekt. 

Umrætt samráð stóð að mestu yfir á árunum 2008 til 2013, eða þar til eftirlitið hóf rannsókn og réðst í húsleitir vegna hennar. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að Samskip hafi brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum og EES-samningsins með ólögmætu samráði við Eimskip og sömuleiðis brotið gegn samkeppnislögum við rannsókn málsins með rangri, villandi og ófullnægjandi upplýsingagjöf og gagnaafhendingu. Í henni kemur fram að að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja og undirmenn þeirra hafi í sameiningu unnið að hækkunum á gjaldskrá, hækkun gagnvart mikilvægum viðskiptavinum, lækkun og niðurfellingu afslátta, hækkun á gjöldum og upptöku nýrra gjalda. 

„Sameiginleg yfirburðastaða Eimskips og Samskipa á markaðnum, samskipti stjórnenda fyrirtækjanna og aðrir þættir í samráði fyrirtækjanna sköpuðu kjöraðstæður fyrir fyrirtækin til að ná árangri í samráðinu og hagnast á kostnað viðskiptavina og samfélagsins alls,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. 

Samskip hafa þegar sagt að fyrirtækið muni ekki una ákvörðun eftirlitsins og talsmenn þess hafa véfengt sáttina sem Eimskip gerði og gefið til kynna að um falska játningu sé að ræða. 

Svartur blettur á viðskiptalífinu

Í ályktun miðstjórnar ASÍ er einnig bent á að siðleysi samráðs og græðgi setji svartan blett á íslenskt viðskiptalíf og þar með á fyrirtæki sem aldrei hafa beitt svo ósvífnum vinnubrögðum.

Samfélagslegi skaðinn sé ekki síst fólginn í því trausti sem glatast og þeim grunsemdum sem vakna þegar upplýst er um athæfi sem þetta. „Sú spurning er áleitin hvernig forystufólk í íslensku viðskipta- og atvinnulífi bregst við þessum nýjasta áfellisdómi. Tæpast verður því trúað að það hyggist leiða hjá sér þetta síðasta högg sem trúverðugleiki þess hefur orðið fyrir.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samráð skipafélaga

Samfélagslegt tjón af samráði skipafélaganna metið á 62 milljarða
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­fé­lags­legt tjón af sam­ráði skipa­fé­lag­anna met­ið á 62 millj­arða

Kostn­að­ur ís­lensks sam­fé­lags vegna ólög­legs sam­ráðs Eim­skips og Sam­skipa er met­inn 62 millj­arð­ar króna í nýrri grein­ingu Ana­lytica. Stærst­ur hlut­inn er sagð­ur hafa lent á neyt­end­um vegna hærri kostn­að­ar á inn­flutt­um vör­um og þeim sem skulda verð­tryggð lán. „Dýr­keypt og hrika­leg að­för að neyt­end­um,“ seg­ir formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna.
Pálmar neitar að víkja - FME bað um breyttar reglur 2019
FréttirSamráð skipafélaga

Pálm­ar neit­ar að víkja - FME bað um breytt­ar regl­ur 2019

Sú furðu­lega staða er nú uppi í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu að þar sit­ur stjórn­ar­formað­ur sem nýt­ur hvorki stuðn­ings at­vinnu­rek­enda, sem skip­uðu hann í stjórn, eða laun­þega sem skipa hinn helm­ing stjórn­ar­inn­ar. SA seg­ir regl­ur banna að hann verði rek­inn. FME bað um að þeim yrði breytt fyr­ir nokkr­um ár­um, án ár­ang­urs.
SA segist ekki mega reka Pálmar sem neitar að hætta
FréttirSamráð skipafélaga

SA seg­ist ekki mega reka Pálm­ar sem neit­ar að hætta

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja sér óheim­ilt að víkja Pálm­ari Óla Magnús­syni full­trúa úr stjórn­ar­for­manns­stóli líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu og hafa ósk­að eft­ir því að FME end­ur­skoði hæfi hans eft­ir að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið lýsti hon­um sem lyk­il­manni í ólög­legu sam­ráði skipa­fé­lag­anna. Pálm­ar hef­ur sjálf­ur neit­að að víkja.
Mútur og samráð í skipaflutningi með dagblaðapappír
FréttirSamráð skipafélaga

Mút­ur og sam­ráð í skipa­flutn­ingi með dag­blaðapapp­ír

Sam­skip er sagt hafa greitt kanadísk­um miðl­ara mút­ur gegn því að dag­blaðapapp­ír fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki væri flutt­ur með Sam­skip­um. Þetta kem­ur fram í skýrslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um sam­ráð skipa­fé­lag­anna þar sem rak­ið er hvernig greiðsl­un­um var hald­ið leynd­um fyr­ir inn­flytj­end­um hér á landi. Sam­skip og miðl­ar­inn neita.
Lykilmaður í samráði víkur ekki úr stjórn lífeyrissjóðs
FréttirSamráð skipafélaga

Lyk­il­mað­ur í sam­ráði vík­ur ekki úr stjórn líf­eyr­is­sjóðs

Fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, Pálm­ar Óli Magnús­son, sem lýst er sem arki­tekt og lyk­il­manni í sam­ráðs­brot­um fyr­ir­tæk­is­ins í úr­skurði Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, ætl­ar ekki að víkja úr stjórn­ar­for­manns­stóli eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hann var skip­að­ur í stjórn nokkr­um dög­um áð­ur en hann var yf­ir­heyrð­ur vegna gruns um lög­brot­in. SA með skip­an hans til skoð­un­ar.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár