Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Ég átti aldrei von á því að verða kaupmaður“

Jóna Jó­hanna Stein­þórs­dótt­ir er upp­al­in í sveit og um­hug­að um heils­una eft­ir að hafa unn­ið mik­ið með veiku fólki síð­ustu ár. Hún tók ný­ver­ið við rekstri jóla­búð­ar og seg­ist aldrei hafa bú­ist við því að verða kaup­mað­ur.

„Ég átti aldrei von á því að verða kaupmaður“
Jóna Jóhanna Steinþórsdóttir Starfaði sem bóndi en rekur nú fyrirtæki ásamt vinkonu sinni. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

„Ég heiti Jóna Jóhanna Steinþórsdóttir og er fædd og uppalin í sveit. Ég var bóndi í mörg ár í Norðfirði. Svo var ég að keyra strætó í sumarafleysingum og keyra hjá ferðaþjónustu Kópavogs. Síðustu þrjú árin vann ég á hjúkrunarheimilinu Mörk. Ég er ófeimin við að prófa eitthvað nýtt enda hef ég engu að tapa og rek nú litla jólabúð ásamt vinkonu minni, Maríu Björk Viðarsdóttur.

Við tókum við rekstrinum 1. júlí og þetta leggst bara vel í mig. Ég átti aldrei von á að verða kaupmaður en þetta er bara mjög gaman. Við erum báðar mikil jólabörn og sáum búðina auglýsta til sölu en gerðum ekkert í þessu í einhvern tíma. Svo bara allt í einu fór allt af stað og hér er ég. Það er mjög mikið að gera. Ég hefði aldrei trúað því að það væri svona mikið að gera í jólabúð að sumarlagi. Við erum aðeins að gera smá breytingar, lagfæra, undirbúa jólin og panta inn til þess að eiga nóg þegar jólatörnin byrjar aftur í nóvember. Þetta er allt öðruvísi en allt sem ég hef gert áður. Ég ætlaði aldrei að flytja til Reykjavíkur en kom hingað 1999 og á hér þrjú börn og tvö barnabörn. Þetta er bara fjör.

„Ég er ófeimin við að prófa eitthvað nýtt enda hef ég engu að tapa.“

Það besta við haustið er að þá koma kertaljós og ég kemst í berjamó, það er náttúrlega það besta. Ég tala nú ekki um ef maður kemst að smala og í réttir, það er toppurinn. Á eftir legg ég af stað upp í sveit og tek smá helgarfrí þar. 

Á síðustu árum hef ég lært að góð heilsa er ekki sjálfgefin. Ég er búin að vera að vinna með svo mikið af veiku fólki og hef áttað mig á því að góð heilsa er það dýrmætasta sem þú hefur. Til þess að viðhalda minni heilsu tek ég rétt vítamín, hreyfi mig, fer í sund, göngutúra og sef vel. En svo núna er ég kannski að vinna alltof mikið en við erum nýteknar við og það er tímabundið álag. En ég er að fara í frí í sveitina að hlaða batteríin og það verður bara algjör kyrrð og ró.“ 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár