Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Ég átti aldrei von á því að verða kaupmaður“

Jóna Jó­hanna Stein­þórs­dótt­ir er upp­al­in í sveit og um­hug­að um heils­una eft­ir að hafa unn­ið mik­ið með veiku fólki síð­ustu ár. Hún tók ný­ver­ið við rekstri jóla­búð­ar og seg­ist aldrei hafa bú­ist við því að verða kaup­mað­ur.

„Ég átti aldrei von á því að verða kaupmaður“
Jóna Jóhanna Steinþórsdóttir Starfaði sem bóndi en rekur nú fyrirtæki ásamt vinkonu sinni. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

„Ég heiti Jóna Jóhanna Steinþórsdóttir og er fædd og uppalin í sveit. Ég var bóndi í mörg ár í Norðfirði. Svo var ég að keyra strætó í sumarafleysingum og keyra hjá ferðaþjónustu Kópavogs. Síðustu þrjú árin vann ég á hjúkrunarheimilinu Mörk. Ég er ófeimin við að prófa eitthvað nýtt enda hef ég engu að tapa og rek nú litla jólabúð ásamt vinkonu minni, Maríu Björk Viðarsdóttur.

Við tókum við rekstrinum 1. júlí og þetta leggst bara vel í mig. Ég átti aldrei von á að verða kaupmaður en þetta er bara mjög gaman. Við erum báðar mikil jólabörn og sáum búðina auglýsta til sölu en gerðum ekkert í þessu í einhvern tíma. Svo bara allt í einu fór allt af stað og hér er ég. Það er mjög mikið að gera. Ég hefði aldrei trúað því að það væri svona mikið að gera í jólabúð að sumarlagi. Við erum aðeins að gera smá breytingar, lagfæra, undirbúa jólin og panta inn til þess að eiga nóg þegar jólatörnin byrjar aftur í nóvember. Þetta er allt öðruvísi en allt sem ég hef gert áður. Ég ætlaði aldrei að flytja til Reykjavíkur en kom hingað 1999 og á hér þrjú börn og tvö barnabörn. Þetta er bara fjör.

„Ég er ófeimin við að prófa eitthvað nýtt enda hef ég engu að tapa.“

Það besta við haustið er að þá koma kertaljós og ég kemst í berjamó, það er náttúrlega það besta. Ég tala nú ekki um ef maður kemst að smala og í réttir, það er toppurinn. Á eftir legg ég af stað upp í sveit og tek smá helgarfrí þar. 

Á síðustu árum hef ég lært að góð heilsa er ekki sjálfgefin. Ég er búin að vera að vinna með svo mikið af veiku fólki og hef áttað mig á því að góð heilsa er það dýrmætasta sem þú hefur. Til þess að viðhalda minni heilsu tek ég rétt vítamín, hreyfi mig, fer í sund, göngutúra og sef vel. En svo núna er ég kannski að vinna alltof mikið en við erum nýteknar við og það er tímabundið álag. En ég er að fara í frí í sveitina að hlaða batteríin og það verður bara algjör kyrrð og ró.“ 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár