Alcoa á Íslandi tók til starfa árið 2003 á grundvelli fjárfestingasamnings við íslenska ríkið. Samningurinn fól í sér margháttaðar ívilnanir til handa álverinu á Reyðarfirði sem hóf starfsemi árið 2007.
Eitt ákvæði samningsins varð síðar harðast gagnrýnt enda átti það eftir að veita Alcoa hálfgert sjálfdæmi um greiðslu skatta á Íslandi. Ákvæðið veitti Alcoa friðhelgi fyrir því ef einhverju sinni yrðu sett á Íslandi lög sem settu skorður við því að fyrirtæki drægju frá skattskyldum hagnaði, vaxtakostnað sem greiddur var erlendum móðurfélögum.
15
„Ásetningur hinna erlendu eigenda er augljós en afstaða íslenskra viðsemjenda þeirra er óskiljanleg,“ sagði Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, seinna um þá ákvörðun stjórnvalda að samþykkja slíkt ákvæði, „íslenska þjóðin hafi orðið af milljarðatuga tekjum vegna skattaumhverfis stóriðjunnar og hvernig hún notfærir sér það,“ bætti Indriði við.
Á þessum sama tíma lá þegar fyrir að velflest ríki OECD voru að setja …
Athugasemdir (1)