Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alcoa greiðir tekjuskatt í fyrsta skipti í 20 ár

Eft­ir margra ára arð­bær­an rekst­ur greið­ir Alcoa í fyrsta sinn 150 millj­ón­ir króna í tekju­skatt í ár. Ál­ver­ið á Reyð­ar­firði er í hópi stærstu fyr­ir­tækja lands­ins, velt­ir í kring­um 90 millj­örð­um króna ár­lega og hagn­að­ist um 15 millj­arða í fyrra.

Alcoa greiðir tekjuskatt í fyrsta skipti í 20 ár
Forstjórinn fagnar Einar Þorsteinsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls gerir þá staðreynd að sérstöku umtalsefni í samfélagsskýrslu sem kemur út samhliða ársreikningi fyrirtækjanna að í ár sé í fyrsta sinn greiddur tekjuskattur af rekstri álversins við Reyðarfjörð. Yfirlýsingin þarf ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að í raun var það ákvörðun fyrirtækisins eins að greiða skatt, í samræmi við umdeildan samning stjórnvalda við fyrirtækið. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Alcoa á Íslandi tók til starfa árið 2003 á grundvelli fjárfestingasamnings við íslenska ríkið. Samningurinn fól í sér margháttaðar ívilnanir til handa álverinu á Reyðarfirði sem hóf starfsemi árið 2007.

Eitt ákvæði samningsins varð síðar harðast gagnrýnt enda átti það eftir að veita Alcoa hálfgert sjálfdæmi um greiðslu skatta á Íslandi. Ákvæðið veitti Alcoa friðhelgi fyrir því ef einhverju sinni yrðu sett á Íslandi lög sem settu skorður við því að fyrirtæki drægju frá skattskyldum hagnaði, vaxtakostnað sem greiddur var erlendum móðurfélögum. 

15
milljarðar króna
Hagnaður Alcoa á Íslandi 2023

„Ásetningur hinna erlendu eigenda er augljós en afstaða íslenskra viðsemjenda þeirra er óskiljanleg,“ sagði Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, seinna um þá ákvörðun stjórnvalda að samþykkja slíkt ákvæði, „íslenska þjóðin hafi orðið af milljarðatuga tekjum vegna skattaumhverfis stóriðjunnar og hvernig hún notfærir sér það,“ bætti Indriði við.

Á þessum sama tíma lá þegar fyrir að velflest ríki OECD voru að setja …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þessi grein er A masterpiece, og við sem vorum ungir þegar Viðreisnarstjornin fell 1971 munum þan ljota viðskilnað sem þeir skildu eftir sig. Kreppa var og mikið af folki hafði fluið land aðarlega til Sviþjoðar i atvinnu leit. Kronan hafði verið feld Trekk i Trekk $ naði hæðstu hæðum eg man að Ford Bronko Bill sem kostaði 220.000 kr 1966 hann kostaði 1971 -650.000 kr Bilar fra USA hættu að koma. Burfellsvirkjun var bygð fyrir erlent Lan Skuldir vegna þess höfðu margfaldast. Alverið i Straumsvik Grædi mikið. Hjörleifur Guttormsson kom i Svonvarp og sagði Þjoðini að 1 mil kostaði i framleiðslu i Burfelli 11 kronur. Þegar það væri komið i Alverið i Straumsvik væri það selt a 7 kronur. Svona viðskipti eru Forkastanleg. Hann var spurður kver borgar Mismun, Honum er velt a Notendur i landinnu. Hann sagði Besta kostin að Rjufa Raforku til Alversins, ef þeir þrauðust við að koma að samninga borðinu. Þetta leit illa ut Islendingar höfðu samið af ser um verð til langs tima. Breskir Endurskoðendur sem serhæfðu sig i Alþjoðasamningum voru raðnir Mogginn for Hamförum og sakaði þetta Breska Felag um vond Vinnubrögði öðru landi. Það kemur fram her i Greinini að framan. Islendingar Unnu Malið. En i Næstu Alvers Samningum hafa Islendingar Samið aftur ILLA Glæpa Auðhringir fa enn að vaða uppi og Ræna Island. Þeim þarf að visa ur landi Okkur vantar Orkuna 80% er selt a lagu verði. STORIÐJA mengar 40% af mengun a ISLANDI.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stóriðjan í skotlínu skattsins

Skatturinn stendur yfir líkinu af Kalkþörungafélaginu
GreiningStóriðjan í skotlínu skattsins

Skatt­ur­inn stend­ur yf­ir lík­inu af Kalk­þör­unga­fé­lag­inu

Skatt­ur­inn er á góðri leið með að stórsk­aða at­vinnu­líf á Bíldu­dal og skilja Súð­vík­inga eft­ir með skuld­ir og sárt enn­ið, með óbil­girni, tudda­skap og af ann­ar­leg­um hvöt­um. Um þetta opn­aði fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is sig fyr­ir full­um sal í Hörpu á dög­un­um. Að fund­in­um stóðu skatta­ráð­gjaf­ar með stuðn­ingi alls at­vinnu­lífs­ins.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár