Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alcoa greiðir tekjuskatt í fyrsta skipti í 20 ár

Eft­ir margra ára arð­bær­an rekst­ur greið­ir Alcoa í fyrsta sinn 150 millj­ón­ir króna í tekju­skatt í ár. Ál­ver­ið á Reyð­ar­firði er í hópi stærstu fyr­ir­tækja lands­ins, velt­ir í kring­um 90 millj­örð­um króna ár­lega og hagn­að­ist um 15 millj­arða í fyrra.

Alcoa greiðir tekjuskatt í fyrsta skipti í 20 ár
Forstjórinn fagnar Einar Þorsteinsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls gerir þá staðreynd að sérstöku umtalsefni í samfélagsskýrslu sem kemur út samhliða ársreikningi fyrirtækjanna að í ár sé í fyrsta sinn greiddur tekjuskattur af rekstri álversins við Reyðarfjörð. Yfirlýsingin þarf ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að í raun var það ákvörðun fyrirtækisins eins að greiða skatt, í samræmi við umdeildan samning stjórnvalda við fyrirtækið. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Alcoa á Íslandi tók til starfa árið 2003 á grundvelli fjárfestingasamnings við íslenska ríkið. Samningurinn fól í sér margháttaðar ívilnanir til handa álverinu á Reyðarfirði sem hóf starfsemi árið 2007.

Eitt ákvæði samningsins varð síðar harðast gagnrýnt enda átti það eftir að veita Alcoa hálfgert sjálfdæmi um greiðslu skatta á Íslandi. Ákvæðið veitti Alcoa friðhelgi fyrir því ef einhverju sinni yrðu sett á Íslandi lög sem settu skorður við því að fyrirtæki drægju frá skattskyldum hagnaði, vaxtakostnað sem greiddur var erlendum móðurfélögum. 

15
milljarðar króna
Hagnaður Alcoa á Íslandi 2023

„Ásetningur hinna erlendu eigenda er augljós en afstaða íslenskra viðsemjenda þeirra er óskiljanleg,“ sagði Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, seinna um þá ákvörðun stjórnvalda að samþykkja slíkt ákvæði, „íslenska þjóðin hafi orðið af milljarðatuga tekjum vegna skattaumhverfis stóriðjunnar og hvernig hún notfærir sér það,“ bætti Indriði við.

Á þessum sama tíma lá þegar fyrir að velflest ríki OECD voru að setja …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þessi grein er A masterpiece, og við sem vorum ungir þegar Viðreisnarstjornin fell 1971 munum þan ljota viðskilnað sem þeir skildu eftir sig. Kreppa var og mikið af folki hafði fluið land aðarlega til Sviþjoðar i atvinnu leit. Kronan hafði verið feld Trekk i Trekk $ naði hæðstu hæðum eg man að Ford Bronko Bill sem kostaði 220.000 kr 1966 hann kostaði 1971 -650.000 kr Bilar fra USA hættu að koma. Burfellsvirkjun var bygð fyrir erlent Lan Skuldir vegna þess höfðu margfaldast. Alverið i Straumsvik Grædi mikið. Hjörleifur Guttormsson kom i Svonvarp og sagði Þjoðini að 1 mil kostaði i framleiðslu i Burfelli 11 kronur. Þegar það væri komið i Alverið i Straumsvik væri það selt a 7 kronur. Svona viðskipti eru Forkastanleg. Hann var spurður kver borgar Mismun, Honum er velt a Notendur i landinnu. Hann sagði Besta kostin að Rjufa Raforku til Alversins, ef þeir þrauðust við að koma að samninga borðinu. Þetta leit illa ut Islendingar höfðu samið af ser um verð til langs tima. Breskir Endurskoðendur sem serhæfðu sig i Alþjoðasamningum voru raðnir Mogginn for Hamförum og sakaði þetta Breska Felag um vond Vinnubrögði öðru landi. Það kemur fram her i Greinini að framan. Islendingar Unnu Malið. En i Næstu Alvers Samningum hafa Islendingar Samið aftur ILLA Glæpa Auðhringir fa enn að vaða uppi og Ræna Island. Þeim þarf að visa ur landi Okkur vantar Orkuna 80% er selt a lagu verði. STORIÐJA mengar 40% af mengun a ISLANDI.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stóriðjan í skotlínu skattsins

Skatturinn stendur yfir líkinu af Kalkþörungafélaginu
GreiningStóriðjan í skotlínu skattsins

Skatt­ur­inn stend­ur yf­ir lík­inu af Kalk­þör­unga­fé­lag­inu

Skatt­ur­inn er á góðri leið með að stórsk­aða at­vinnu­líf á Bíldu­dal og skilja Súð­vík­inga eft­ir með skuld­ir og sárt enn­ið, með óbil­girni, tudda­skap og af ann­ar­leg­um hvöt­um. Um þetta opn­aði fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is sig fyr­ir full­um sal í Hörpu á dög­un­um. Að fund­in­um stóðu skatta­ráð­gjaf­ar með stuðn­ingi alls at­vinnu­lífs­ins.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
4
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár