Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skatturinn stendur yfir líkinu af Kalkþörungafélaginu

Skatt­ur­inn er á góðri leið með að stórsk­aða at­vinnu­líf á Bíldu­dal og skilja Súð­vík­inga eft­ir með skuld­ir og sárt enn­ið, með óbil­girni, tudda­skap og af ann­ar­leg­um hvöt­um. Um þetta opn­aði fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is sig fyr­ir full­um sal í Hörpu á dög­un­um. Að fund­in­um stóðu skatta­ráð­gjaf­ar með stuðn­ingi alls at­vinnu­lífs­ins.

Skatturinn stendur yfir líkinu af Kalkþörungafélaginu
Halldór í öngum sínum Halldór Halldórsson sagðist vera í „sjokki“ yfir aðförum íslenska skattayfirvalda, sem hafi bankað upp á fyrir hönd íslenska ríkisins og hafið að „mjólka fyrirtækið til blóðs“. Mynd: Golli

„Takk fyrir að deila þessari ótrúlegu sögu, Halldór.“ 

Svona afkynnti Heiðrún Björk Gísladóttir, lögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, ræðumann sem hafði þá nýlokið máli sínu í Silfurbergi í Hörpu, að morgni 11. janúar síðastliðins. Þar héldu heildarsamtök atvinnurekenda og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hinn árlega „Skattadag“. 

Morguninn áður hafði útvarpsmaður á Bylgjunni lokið viðtali við þennan sama mann með orðunum: „Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, takk fyrir spjallið. Við höldum með þér!“

Við bæði tilefnin var efnið það sama. Sagan var á þessa leið:

Að „fallegt, kyrlátt þorp í Arnarfirði“ hefði um síðustu aldamót „verið í dauðateygjunum“; togarinn og kvótinn farinn. Vestfirðingum hafi tekist að „hálf pína“ írskt fyrirtæki hingað til lands með verksmiðju og tugi starfa. Ef ekki hefði verið fyrir góðmennsku Íranna; reynslu, viðskiptasambönd og fjárfestingu, hefði aldrei orðið af neinu.

Og það þrátt fyrir „íslenskan gjaldmiðil, veður og launakostnað“, heldur vegna þess að hér var „vinsamlegt kerfi af hálfu stjórnvalda“ …

Kjósa
114
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Sko við erum sjallar og allir í sama liði, sko skattaundanskotsliðinu. HÚ!
    0
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Ef Írarnir hefðu sýnt snefil af sanngirni, ekki bara 100% græðgi, þá mundi ég mögulega tárast með Halldóri. 13 ár og ekki króna í skatt. Almenningur hefur ekki komist upp með það. Góð grein Helgi, takk.
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Frábær grein takk fyrir! Nú verður skattstjórí rekinn. Við verðum að fara að losna við þessa xD og xB mafíurnar úr ríkisstjórn!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stóriðjan í skotlínu skattsins

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár