Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.

Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið

Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Belarús og einn verðmætasti kúnni íslensks sjávarútvegs, hefur á undanförnum árum flutt andvirði tuga milljarða króna frá fyrirtækjum sínum í Austur-Evrópu til dularfulls aflandsfélags í skattaskjólinu Seychelles-eyjum. Hvorki Moshensky né íslenskur viðskiptafélagi hans, sem leikur lykilhlutverk í þessum gjörningum, hafa viljað gefa upp hver eigi aflandsfélagið, fram að þessu. Nýframkomin gögn sýna að Moshensky á félagið sjálfur. Fléttan virðist til þess eins ofin að komast hjá því að greiða skatta.

Úkraínsk skattayfirvöld töldu að þarlent fyrirtæki Moshenskys hafi komið háum fjárhæðum undan sköttum með þessum hætti. Margt bendir til að sama eigi við um litháískt fyrirtæki Moshenskys, sem gegnir lykilhlutverki í viðskiptum með íslenskan fisk. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn sem Heimildin vann í samstarfi við blaðamenn litháíska ríkissjónvarpsins, LRT, og BIC, samtök rannsóknarblaðamanna frá Belarús, með aðstoð frá OCCRP (Organised crime and corruption reporting project). 

Stórbokkinn í Brest

Meðal þess sem þar kemur fram eru nýjar upplýsingar um hið mikla veldi kjörræðismannsins íslenska í Belarús. Fyrirtækjasamsteypa hans hefur margfaldast af stærð á síðastliðnum tveimur áratugum, en Santa Bremor-veldið er eitt umsvifamesta matvælafyrirtæki í Austur-Evrópu. Mitt í landluktri Belarús, í borginni Brest, hefur fyrirtækið vaxið í að verða eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki gömlu Sovétríkjanna.

Útþensla fyrirtækisins og vöxtur innan Rússlands er ekki síst ástæða þess. Tækifæri sem sagt er að megi þakka góðu sambandi Moshenskys við Aleksander Lukashenko, einræðisherra Belarús, og batnandi sambands hans við kollega sinn, forseta Rússlands. Moshensky hefur verið talinn til fylgitungla Lukashenko og hafi í gegnum stuðning sinn og gott samband við forsetann þrifist og auðgast, í einhverju miðstýrðasta efnahagskerfi veraldar.

Moshensky hefur á undanförnum árum margsinnis ferðast með einkaþotum forsetaembættisins, ýmist sem gestur forsetans eða sona hans, verið sæmdur sérstakri föðurlandsorðu af Lukashenko, sem hefur skipað Moshensky í fjölmargar nefndir og ráð á vegum forsetaembættisins. Moshensky hefur sýnt þakklæti sitt í verki og stutt forsetann bæði opinberlega og formlega og var til að mynda umboðsmaður framboðs forsetans í umdeildum forsetakosningum árið 2010.

Með fast sæti í forsetavélunumÍ gögnum frá samtökunum Cyberpartisan sem Heimildin fékk aðgang að í samstarfi við BIC eru upplýsingar um hátt í tuttugu skipti sem Aleksander Moshensky fékk afnot af flugvélaflota forsetaembættis Belarús á árunum 2011 og fram á mitt ár 2020. Moshensky ferðaðist ýmist einn eða sem ferðafélagi forsetans eða tveggja eldri sona Lukashenko. Allir þrír og einkaflugvélarnar þrjár líka eru á svörtum lista ESB og Bandaríkjanna.

Rannsókn Heimildarinnar, LTR og BIC, leiðir í ljós að Moshensky hefur yfirvöldum í heimalandi sínu talsvert að þakka. „Fríðindin sem við höfum notið hafa veitt okkur forskot í samkeppni í Rússlandi og Úkraínu, þar sem tolla- og skattalög eru öðruvísi en í Belarús,“ sagði Moshensky sjálfur í viðtali árið 2004. Fyrirtæki hans hafa notið þess að starfa innan svokallaðs efnahagsfrelsissvæðis og þar notið skattfríðinda sem fáum öðrum bjóðast. Til að mynda að greiða alls engan tekjuskatt af hagnaði afurða sem ætlaðar eru til útflutnings. 

Upphaflega voru svæði sem þessi sett upp til að ýta undir nýsköpun og útflutning í landinu. Nú, 25 árum síðar, nýtur Moshensky þess enn, nokkuð sem viðmælendur BIC líkja við það að fullorðinn maður búi enn heima hjá foreldrum sínum.

Moshensky er ekki einn um að njóta slíkra forréttinda, en þau bjóðast alls ekki hverjum sem er. Til dæmis ekki fyrirtækinu Leor, sem starfar á sama markaði. Aðstöðumun þessara tveggja er lýst þannig að jafnvel þótt Santa Bremor hafi hagnast um átta sinnum hærri fjárhæð en Leor, hafi Santa einungis greitt einn fimmta af því sem Leor greiddi í skatta á árunum 2020–2022. Bara þau þrjú ár er Moshensky sagður hafa sparað sér andvirði 4 milljarða króna af sköttum. Almennt greiði fyrirtæki í landinu enda 18% af tekjum sínum í skatt, á meðan hlutfallið sé frá 1,3 upp í 5,2% hjá Santa Bremor.

Talsmaður Leor, Boris Krotin, sagði í samtali við BIC að fyrirtæki hans byðist ekki þau fríðindi sem Santa Bremor nýtur, eitt fárra í landinu. „Ég þarf þess ekki. Ég vil borga skatta til ríkisins,“ sagði hann.

Gaf einræðisherranum kúÞessa voldugu kú af Holstein-kyni færði Aleksander Moshensky nafna sínum Lukashenko, einræðisherra í Belarús, að gjöf í heimsókn til fyrirtækis Moshensky árið 2016.

Fyrir utan vinnslu og sölu á neytendavænum skömmtum af loðnu, síld og makríl, sem keyptur er héðan fyrir milljarða króna ár hvert, hefur Moshensky auðgast verulega á mjólkurveldi sínu. Savutchkin-mjólkurfyrirtækið er eitt það stærsta sinnar tegundar og hefur náð mikilli markaðshlutdeild í Rússlandi. Sá árangur byggist á aðgengi Moshenskys að einkavæðingu ríkisfyrirtækja í mjólkuriðnaði. Einkaaðgengi Moshenskys, samkvæmt sérstöku samkomulagi við Lukashenko, á verði sem hefur verið sagt langt undir markaðsverðmæti. Moshensky heldur því fram í svari til BIC að hann hafi alls ekki greitt lágt verð fyrir eignirnar og fylgt þeim reglum sem giltu.

Athyglisverð eigendaskipti

Umfjöllun miðlanna þriggja leiðir enn fremur í ljós til hvaða ráðstafana Moshensky hefur gripið frá því farið var að herða á viðskiptaþvingunum gagnvart einræðisstjórninni í Belarús og fylgitunglum hennar, af hálfu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna árið 2020. Síðan þá hefur Moshensky ítrekað verið meðal kandídata sem aðildarríki ESB, stjórnarandstæðingar og talsmenn mannréttindasamtaka hafa viljað að sættu viðskiptaþvingunum. 

Á sama tímabili hafa fjölmargar breytingar orðið á eignarhaldi fyrirtækja Moshenskys, sem allar benda til að séu viðbragð við yfirvofandi hættu á refsiaðgerðum en ekki til marks um breytt yfirráð. Þannig hefur eignarhald stórra fyrirtækja í Úkraínu og Litáen færst undir kýpverskt félag í eigu dóttur Moshenskys. En einna áhugaverðust hljóta þó að vera kaup nýstofnaðs félags, með aðsetur í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, á því sem einfaldlega gæti kallast hjartað í starfsemi Moshenskys.

Tombólan í Smáíbúðahverfinu

Það félag, Max Credit Investments (MCI), sem skráð er á Englandi, leikur lykilhlutverk í því að færa tugi milljarða króna út úr rekstri austur-evrópskra rekstrarfélaga Moshenskys til skúffufélags á Seychelles-eyjum, Alpha Mar Foundation. Karl Konráðsson, fyrrverandi starfsmaður MP banka, sem stofnað hafði MCI fyrir Moshensky, eignaðist breska félagið í upphafi árs 2020. Kaupverðið var sannkallaður tombóluprís, um það bil 140 þúsund krónur.

MCI átti þá ríflega 600 milljóna króna eignir umfram skuldir. Skuldaði ríflega 12 milljarða króna en átti 13 milljarða króna eignir, mest útistandandi lán. Skuldararnir voru félög Moshenskys í Litáen, Póllandi og Úkraínu. Skuldaeigandinn var á endanum félagið á Seychelles-eyjum.

Þegar Heimildin fjallaði fyrst um þá staðreynd að fjármálamiðstöð eins stærsta og umsvifamesta ólígarka Belarús væri nú rekin úr heimahúsi í Smáíbúðahverfinu, fyrir ári síðan, vildu hvorki Karl Konráðsson né Moshensky segja hver ætti félagið á Seychelles-eyjum. Þótt skattahagræði sé meginástæða þess að menn velji að skrá félög á eyjunum í Indlandshafi, er leynd yfir eignarhaldinu ekki síðri ástæða. Þess vegna er nær ógjörningur að fá úr því skorið hver á félagið í raun og veru.

Bankamaðurinn íslenskiKarl Konráðsson starfaði fyrir MP Banka en hafði áður lært rússnesku og starfað við fiskviðskipti í Rússlandi. Hann gerði sannkölluð kostakaup þegar hann keypti fyrirtæki á 140 þúsund kall, sem metið var á hundruð milljóna króna.

Dúkkar upp á Kýpur

Eignarhaldið á skattaskjólsfélaginu kom óvænt fram nýlega, þegar skilað var inn ársreikningum félags að nafni, Alpha Mar limited á eynni Kýpur. Kýpverjar höfðu þá krafið félagið um upplýsingar um „raunverulega eigendur“ þess og því þurfti nú að gefa upp nafn eiganda félagsins á Seychelles-eyjum, sem átti einnig átti kýpverska félagið, Aleksander Moshensky.

Það þýddi í raun að skuldir og lán breska félagsins MCI voru við einn og sama aðilann. Moshensky átti nefnilega bæði félögin sem skulduðu MCI og félagið sem MCI skuldaði. Rannsókn á ársreikningum félaganna sýnir að frá árinu 2016 hafa ríflega 22 milljarðar króna að jafnvirði farið þessa leið, frá fyrirtækjum Moshenskys til MCI og endað hjá félaginu hans á Seychelles-eyjum.

Úkraínski skatturinn

Í dómskjölum frá Úkraínu leyndist líklegasta og einfaldasta skýringin á bak við þessa flóknu fléttu alla saman: Skattar. Að tilgangurinn hafi verið sá að færa hagnað úr starfsemi fyrirtækja Moshenskys í Austur-Evrópu þangað sem ekki þyrfti að greiða af honum skatt.

Með því að setja upp lán, raunveruleg eða ekki, frá félagi í skattaskjóli og til félags sem starfar í landi með hærri sköttum, má auðveldlega rukka vexti af síðarnefnda félaginu, draga þá frá hagnaði þess og þannig lækka skattgreiðslurnar. Vextirnir, ávinningurinn, fer síðan óskattlagður í skattaskjól þar sem hægt er að nota hann. 

Þó að í grunninn sé ólöglegt að gera þetta nákvæmlega svona er fjöldi leiða, löglegra og ólöglegra, notaður til þess að ná sömu niðurstöðu. Til dæmis sú að koma fyrir millilið sem er ekki í skilgreindu skattaskjóli og jafnvel skrá þann millilið á ótengdan aðila.  

Úkraínsk skattayfirvöld tóku árið 2018 skattskil eins félaga Moshenskys, Santa Ukraine, til skoðunar vegna þess hvernig háir vextir hefðu verið dregnir frá hagnaði félagsins í Úkraínu, vegna láns frá félaginu MCI, allt frá árinu 2010. Skatturinn taldi ljóst að endanlegur eigandi MCI væri sá hinn sami og ætti Santa Ukraine, því hefði félagið ekki mátt draga vaxtagreiðslur úkraínska félagsins til MCI frá hagnaði í Úkraínu. Málið fór fyrir dóm og var þar enn þegar stríð braust út í landinu. 

Dóttir Moshenskys, skráð til heimilis í Bretlandi, er nú skráður eigandi Santa Ukraine, en eignir félagsins voru frystar fyrir ári síðan af yfirvöldum í Úkraínu, eins og eignir fleiri einstaklinga frá Belarús.

Nýjustu ársreikningar MCI í Bretlandi sýna að á svipuðum tíma og augu heimsins og refsivendir fóru að beinast að einræðisstjórninni í Belarús og fylgitunglum hennar, eftir það sem kallað er valdarán Lukashenko árið 2020, fóru peningar að streyma frá MCI og til Seychelles-eyja. Hátt í tíu milljarðar króna, frá því Karl Konráðsson eignaðist það í ársbyrjun 2020 og til ársloka 2021. Fjármunir sem MCI hafði innheimt frá félögum Moshenskys, til að mynda í Úkraínu og Litáen.

„Ég hef ekki hugmynd um það. Þetta er ekki á mínu verksviði. Ég er bara starfsmaður og veit að lánið er uppgreitt“
Framkvæmdastjóri Santa Trade í Litáen

Aleksander Moshensky hefur verið með umsvifamikinn rekstur í Litáen. Félagið Santa Trade er starfrækt þar og velti sem nam ríflega 20 milljörðum króna á síðasta ári. Félagið flytur inn mikið af fiski sem síðan er fluttur til vinnslu í verksmiðju Santa Bremor í Brest í Belarús. Höfnin í Klaipeda í Litáen er því í raun heimahöfn Santa Bremor, í hinu landlukta Belarús. Milljarðavirði af íslenskum, norskum fiski fer í gegnum Santa Trade í Litáen. 

Framkvæmdastjóri af fjöllum

Þrátt fyrir þessa miklu veltu fyrirtækisins í Litáen eru hvorki umsvifin né hagnaðurinn í samræmi við það. Félagið er skráð með þrjá starfsmenn og hefur ekkert eiginlegt aðsetur utan pósthólfs. Það er ár eftir ár rekið með neikvæðu eigið fé og oftar en ekki gert upp með tapi. Á sama tíma hefur félagið þó tekið og greitt há lán, sem félagið fékk hjá hinu breska MCI. Vextir af samtals ríflega 5 milljarða króna láni voru reyndar ekki háir, og jafnvel grunsamlega lágir, að sögn sérfræðinga sem litáíska ríkissjónvarpið leitaði til um mat á fjárreiðum félagsins.

Sá maður sem skráður er framkvæmdastjóri Santa Trade í Litáen virtist litla hugmynd hafa um hvers vegna félagið sem hann stýrði tók umrædd lán, þegar fréttamaður LTR náði tali af honum á dögunum og spurði hvort lánið væri sett upp til þess eins að ná hagnaði óskattlögðum úr landi í Litáen. „Ég hef ekki hugmynd um það. Þetta er ekki á mínu verksviði. Ég er bara starfsmaður og veit að lánið er uppgreitt. Ég lagði mig allan fram við það að lánið yrði endurgreitt. Annað kemur mér ekki við,“ sagði Robertas Vansevičius, sem skráður er framkvæmdastjóri félagsins Santa Trade. Eins og félagið í Úkráínu fluttist eignarhald þess í fyrra yfir á nafn dóttur Moshensky, í gegnum félag hennar á Kýpur.

Tjá sig ekki

Karl Konráðsson, eigandi félagsins MCI, sem veitti og innheimti lánið, auk þess að greiða samtímis háar fjárhæðir áfram til aflandsfélags Moshenskys á Seychelles-eyjum, gaf ekki kost á viðtali þegar Heimildin leitaði eftir því og óskaði eftir að ræða viðskiptin og aðkomu hans að þeim. Moshensky sjálfur neitaði að svara spurningum um málið á þeirri forsendu að það varðaði ekki fyrirtæki í hans eigu. Hann tók fram í skriflegu svari til BIC að hann hefði alltaf farið að lögum. 

Í samtali við fréttamann LRT í Litáen sagði Martynas Endrijaitis, aðstoðarskattrannsóknarstjóri þar, að almennt vekti það grunsemdir ef fyrirtæki séu í skuld við tengda aðila, án þess að sýnileg ástæða sé fyrir slíkri skuldsetningu, hún sé ekki nýtt til að auka við virði eða eignir þess félags sem greiðir af láninu. Ef sá sem endanlega hagnaðist á lánveitingu er staðsettur í skattaskjóli væri ekki heimilt að nýta greiðslur af slíku láni til að lækka hagnað, það væri þó alltaf metið í hverju máli fyrir sig. Santa Trade væri ekki til rannsóknar, enn sem komið er.

„Hins vegar metum við reglulega þörf fyrir slíkt og styðjumst þá ekki einungis við mat á gögnum sem við höfum undir höndum heldur líka upplýsingum sem koma fram opinberlega, til dæmis í fjölmiðlum,“ sagði aðstoðarskattrannsóknarstjórinn litáíski í viðtali við LRT.

Kjósa
106
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Verður þetta látið viðgangast í skjóli stjórnvalda?
    2
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    "alþjóðleg yfirstéttar glæpastarfsemi leitar uppi lönd þar sem eftirlit er bara sýndarmennska,, þennan lánaleik sem talað er um í greininni léku álfyrirtækin hér heima árum saman án athugasemda eftirlitsaðila, við kunnum þetta trikk. Couldn't help but make me feel ashamed to live in a land
    Where justice is a game. Bob Dylan Desire 1976.
    3
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Kemur það nokkrum manni á óvart að þessi umfangsmikli skattsvikari tengist íslenska útgerðarauðvaldinu ?
    10
  • Kári Jónsson skrifaði
    Stjörnvöld á Íslandi halda verndarhendi yfir Moshensky olígarka, þetta er gert að frumkvæði ríkisstyrktu-einokunar-útgerðanna, sem komast upp með að hafa óslitna virðiskeðju með viðskipti sín, ýmislegt bendir til beinna tengsla ráðherranna okkar við Moshensky og því rökrétt að álykta hvort íslenskum ráðherrum hafi verið greiddar mútur, sem skýrir eftirvill hvers vegna ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jak tala ekki fyrir FRIÐI heldur kyrja stanslaust að knésetja verði fasistann í Rússlandi, því það þjónkar viðskipti sem lenda undir radarnum í stríðsástandi. Ps. Karl Konráðsson er smápeð og gerir bara það sem honum er sagt að gera, ella verði eitrað fyrir honum eða honum hent út um glugga á 6-hæð.
    6
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það er ekkert nema augljóst að svona fléttur tengist Íslandi, alþjóðleg yfirstéttar glæpastarfsemi leitar uppi lönd þar sem eftirlit er bara sýndarmennska, siðferðisvitund stjórnmála og viðskipta fólks er á mjög lágu stigi en samt nógu gott leikrit í gangi þannig að flestir halda að viðkomandi land sé "hreint". Það eru miklu fleiri tengingar "skuggastarfsemi" við Ísland. Þeir sem þekkja eitthvað til mála fyrirtækja eins og Bayrock og hvernig það tengdist FL Group á sínum tíma og hvernig þræðir lágu þaðan í mjög athyglisverðar áttir, sérstaklega í austur átt. Við Íslendingar þyrftum líka að skilja hvað fyrirbæri eins "samvogunarfyrirtæki" eru en það fyrirbæri hafa Rússar notað áratugum saman og meira að segja fyrirtæki eins og Simens lent í því fjárflutninga neti. Gott ef að feluleikurinn um Lindarhvol gæti ekki tengst einhverjum hættulegum peningum og tengingum úr fortíðinni.
    17
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár