Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Tímabil hins sjóðheita heims er runnið upp“

Tíma­bil hlýn­un­ar jarð­ar er á enda og „tíma­bil hins sjóð­heita heims“ er runn­ið upp, seg­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna. Ljóst þyk­ir að júlí verð­ur heit­asti mán­uð­ur frá upp­hafi mæl­inga. „Það er enn mögu­legt að tak­marka hækk­un hita­stigs,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn enn­frem­ur.

„Tímabil hins sjóðheita heims er runnið upp“
Eldhaf Gróðureldar á grísku paradísareyjunni Ródos hafa á síðustu dögum orðið til þess að þúsundir hafa þurft að flýja undan þeim. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Mynd: AFP

Gróðureldar sem loga beggja vegna Miðjarðarhafsins hafa kostað tugi mannslífa. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á grísku eyjunni Ródos. Eldar loga nú í Grikklandi, Ítalíu, Frakklandi, Króatíu, Tyrklandi, Alsír og Túnis. Í gær fundust hjón á áttræðisaldri látin í brunarústum heimilis síns á Sikiley. Meira en fjörutíu manns hafa farist í eldunum í Alsír þar sem mannfall vegna hamfaranna er mest.

Á Ítalíu loguðu í vikunni eldar á um 1.400 stöðum. Hitabylgjan sem legið hefur yfir suðurhluta Ítalíu og orðið til þess að hitinn hefur náð hátt í 50 gráðum, er nú á undanhaldi, að minnsta kosti um sinn. Enn er þó „rauð viðvörun“ stjórnvalda í gildi í tveimur borgum, þar á meðal Cataniu á Sikiley.

Í nýrri skýrslu World Weather Attribution, samtaka vísindamanna á sviði veður- og loftslagsfræða, segir að hitabylgjur þær sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“ ef loftslagsbreytingar af mannavöldum hefðu ekki komið til. Alþjóða veðurstofnunin hefur gefið út að með hækkandi hitastigi vegna loftslagsbreytinga muni hitabylgjur verða tíðari og standa lengur en áður hefur þekkst.

50 gráðu hiti mældist í Írak í dag og var það hæsti hiti sem mældist á norðurhveli jarðar. Í Alsír fór hann yfir 49 gráðurnar. Phoenix-borg í Bandaríkjunum hefur verið brennandi heit vikum saman. Í dag fór hiti þar upp í 47,8 gráður. Í Grikklandi mældust yfir 44 gráður og sömu sögu er að segja frá Tyrklandi.

Þannig hefur þetta verið undanfarna daga og vikur, sjóðandi heitt og þurrt.

Tímabil hlýnunar jarðar er á enda og tímabil „hins sjóðheita heims er runnið upp,“ sagði António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í dag eftir að vísindamenn höfðu lýst því að fátt gæti komið í veg fyrir að júlí verði heitasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga. „Loftslagsbreytingar hafa orðið. Það er hræðilegt. Og þetta er aðeins byrjunin,“ sagði framkvæmdastjórinn.

Í ljósum logumÍbúi á Sikiley reynir að slökkva eld sem læsti sig í heimili hans.

Hann ítrekaði þó að vonin væri ekki úti – það væri enn mögulegt að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni verði 1,5 stigum hærra en fyrir iðnbyltingu líkt og stefnir hraðbyri í. Þannig mætti enn koma í veg fyrir hrikalegustu afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum. „En það er aðeins hægt með stórtækum aðgerðum þegar í stað.“

Framkvæmdastjóri Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO) segir að þörfin á að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sé meira áríðandi nú en nokkru sinni. „Loftslagsaðgerðir eru ekki eitthvað sem hægt er að leyfa sér heldur eitthvað sem verður að ráðast í.“

Úr loftiSlökkviflugvél á vegum kanadíska hersins aðstoðar við slökkvistörf á Ítalíu.

Loftslagssérfræðingar hafa komist að því að júlí í ár hafi þegar verið 1,5 gráðum heitari á heimsvísu en að meðaltali í sama mánuði fyrir iðnbyltingu.

Hitatölur víðs vegar um jörðina í júlí hafa verið „út úr kortinu“ og því óhætt að spá því að hitametið sem enginn var að bíða eftir muni falla; að júlí verði sá heitasti hingað til.

Menga minnst en munu þjást mest

Líkt og oftsinnis hefur verið tekið fram af vísindamönnum þegar kemur að því að spá fyrir um áhrif loftslagsbreytinga verða þau, og eru þegar orðin, verst í fátækustu ríkjum heims. „Þetta sumar hlýtur að vekja okkur öll til umhugsunar og aðgerða,“ hefur The Guardian eftir Joyce Mimutai, loftslagsfræðingi við Grantham-stofnunina í Bandaríkjunum.

Leiðtogar heimsins munu hittast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í nóvember í þeim tilgangi að komast að samkomulagi um aðgerðir gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Á fundinum verður einnig rætt um hvernig ríki sem verst hafa orðið úti nú geti aðlagast þessum nýja og brennheita veruleika. Þá verður einnig, enn og aftur, reynt að komast að sanngjörnu samkomulagi um bætur til fátækari ríkja sem loftslagsbreytingar bitna mest á en hafa minnst gert til að valda þeim.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár