Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Tímabil hins sjóðheita heims er runnið upp“

Tíma­bil hlýn­un­ar jarð­ar er á enda og „tíma­bil hins sjóð­heita heims“ er runn­ið upp, seg­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna. Ljóst þyk­ir að júlí verð­ur heit­asti mán­uð­ur frá upp­hafi mæl­inga. „Það er enn mögu­legt að tak­marka hækk­un hita­stigs,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn enn­frem­ur.

„Tímabil hins sjóðheita heims er runnið upp“
Eldhaf Gróðureldar á grísku paradísareyjunni Ródos hafa á síðustu dögum orðið til þess að þúsundir hafa þurft að flýja undan þeim. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Mynd: AFP

Gróðureldar sem loga beggja vegna Miðjarðarhafsins hafa kostað tugi mannslífa. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á grísku eyjunni Ródos. Eldar loga nú í Grikklandi, Ítalíu, Frakklandi, Króatíu, Tyrklandi, Alsír og Túnis. Í gær fundust hjón á áttræðisaldri látin í brunarústum heimilis síns á Sikiley. Meira en fjörutíu manns hafa farist í eldunum í Alsír þar sem mannfall vegna hamfaranna er mest.

Á Ítalíu loguðu í vikunni eldar á um 1.400 stöðum. Hitabylgjan sem legið hefur yfir suðurhluta Ítalíu og orðið til þess að hitinn hefur náð hátt í 50 gráðum, er nú á undanhaldi, að minnsta kosti um sinn. Enn er þó „rauð viðvörun“ stjórnvalda í gildi í tveimur borgum, þar á meðal Cataniu á Sikiley.

Í nýrri skýrslu World Weather Attribution, samtaka vísindamanna á sviði veður- og loftslagsfræða, segir að hitabylgjur þær sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“ ef loftslagsbreytingar af mannavöldum hefðu ekki komið til. Alþjóða veðurstofnunin hefur gefið út að með hækkandi hitastigi vegna loftslagsbreytinga muni hitabylgjur verða tíðari og standa lengur en áður hefur þekkst.

50 gráðu hiti mældist í Írak í dag og var það hæsti hiti sem mældist á norðurhveli jarðar. Í Alsír fór hann yfir 49 gráðurnar. Phoenix-borg í Bandaríkjunum hefur verið brennandi heit vikum saman. Í dag fór hiti þar upp í 47,8 gráður. Í Grikklandi mældust yfir 44 gráður og sömu sögu er að segja frá Tyrklandi.

Þannig hefur þetta verið undanfarna daga og vikur, sjóðandi heitt og þurrt.

Tímabil hlýnunar jarðar er á enda og tímabil „hins sjóðheita heims er runnið upp,“ sagði António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í dag eftir að vísindamenn höfðu lýst því að fátt gæti komið í veg fyrir að júlí verði heitasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga. „Loftslagsbreytingar hafa orðið. Það er hræðilegt. Og þetta er aðeins byrjunin,“ sagði framkvæmdastjórinn.

Í ljósum logumÍbúi á Sikiley reynir að slökkva eld sem læsti sig í heimili hans.

Hann ítrekaði þó að vonin væri ekki úti – það væri enn mögulegt að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni verði 1,5 stigum hærra en fyrir iðnbyltingu líkt og stefnir hraðbyri í. Þannig mætti enn koma í veg fyrir hrikalegustu afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum. „En það er aðeins hægt með stórtækum aðgerðum þegar í stað.“

Framkvæmdastjóri Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO) segir að þörfin á að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sé meira áríðandi nú en nokkru sinni. „Loftslagsaðgerðir eru ekki eitthvað sem hægt er að leyfa sér heldur eitthvað sem verður að ráðast í.“

Úr loftiSlökkviflugvél á vegum kanadíska hersins aðstoðar við slökkvistörf á Ítalíu.

Loftslagssérfræðingar hafa komist að því að júlí í ár hafi þegar verið 1,5 gráðum heitari á heimsvísu en að meðaltali í sama mánuði fyrir iðnbyltingu.

Hitatölur víðs vegar um jörðina í júlí hafa verið „út úr kortinu“ og því óhætt að spá því að hitametið sem enginn var að bíða eftir muni falla; að júlí verði sá heitasti hingað til.

Menga minnst en munu þjást mest

Líkt og oftsinnis hefur verið tekið fram af vísindamönnum þegar kemur að því að spá fyrir um áhrif loftslagsbreytinga verða þau, og eru þegar orðin, verst í fátækustu ríkjum heims. „Þetta sumar hlýtur að vekja okkur öll til umhugsunar og aðgerða,“ hefur The Guardian eftir Joyce Mimutai, loftslagsfræðingi við Grantham-stofnunina í Bandaríkjunum.

Leiðtogar heimsins munu hittast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í nóvember í þeim tilgangi að komast að samkomulagi um aðgerðir gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Á fundinum verður einnig rætt um hvernig ríki sem verst hafa orðið úti nú geti aðlagast þessum nýja og brennheita veruleika. Þá verður einnig, enn og aftur, reynt að komast að sanngjörnu samkomulagi um bætur til fátækari ríkja sem loftslagsbreytingar bitna mest á en hafa minnst gert til að valda þeim.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Kristrún og Þorgerður segja alþjóðasamfélagið hafa brugðist
6
Stjórnmál

Kristrún og Þor­gerð­ur segja al­þjóða­sam­fé­lag­ið hafa brugð­ist

„Við höf­um upp­lif­að von­brigði og getu­leysi,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sem heit­ir áfram­hald­andi stuðn­ingi Ís­lands við Palestínu. Hún seg­ir að al­þjóð­leg­ur þrýst­ing­ur muni aukast þeg­ar fólki gefst tæki­færi til að átta sig á því sem geng­ið hef­ur á í stríð­inu á Gaza, nú þeg­ar út­lit er fyr­ir að átök­un­um sé að linna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár