Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Af hverju beið hún ekki sjálf með sitt bréf?“

Formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, sendi fyr­ir­spurn um starfs­loka­samn­ing for­stjóra Ís­lands­banka en ekki um sölu­þókn­an­ir vegna söl­unn­ar á hlut rík­is­ins í bank­an­um, að sögn Þor­bjarg­ar Sig­ríð­ar Gunn­laugs­dótt­ur þing­manns Við­reisn­ar. Hún tel­ur um „mjög skýr­an póli­tísk­an leik“ að ræða.

„Af hverju beið hún ekki sjálf með sitt bréf?“
Sumarfrí „Formaður nefndarinnar er þarna að halda því fram að Alþingi sé um megn að senda tölvupóst í sex vikur vegna sumarleyfa,“ segir Þorbjörg. Mynd: Eyþór Árnason

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem situr í fjárlaganefnd, telur áríðandi að upplýsingar um söluþóknanir sem Bankasýsla ríkisins greiddi vegna sölu Íslandsbanka á 22,5% hlut ríkisins í honum komi fram í dagsljósið áður en hluthafafundur í Íslandsbanka fer fram í lok mánaðar.

Það er ekki útlit fyrir að Þorbjörgu verði að ósk sinni. Hún segir formann fjárlaganefndar hafa neitað að senda fyrirspurnina út fyrir hönd nefndarinnar þar sem slík sending krefðist samþykkis á fundi. Þegar Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir slíkum fundi neitaði formaðurinn að boða hann. 

Nefndin er í sumarfríi og sagði formaðurinn, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, að einungis ætti að kalla hana saman ef brýna nauðsyn bæri til. Hún taldi ekki að slík nauðsyn væri til staðar. 

Þremur dögum áður en Bjarkey hafnaði ósk Þorbjargar hafði hún reyndar sjálf sent bréf á Bankasýsluna fyrir hönd fjárlaganefndar án þess að kalla nefndina saman. 

„Í bréfinu vísar hún til vilja nefndarmanna en án þess að halda fund og án þess að bera efni bréfsins undir nefndina,“ segir Þorbjörg. 

„Hún er að teikna þarna upp leikskipulag þar sem það gilda einar reglur um meirihlutann og aðrar um minnihlutann um aðgengi að upplýsingum.“

Einblínt á kjör bankastjórans

Í bréfinu óskaði Bjarkey eftir upplýsingum um efni starfslokasamnings Íslandsbanka við fyrrverandi bankastjórann Birnu Einarsdóttur. Þorbjörg telur, eins og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, aftur á móti að það nægi ekki að kalla eftir upplýsingum frá bankanum. Það þurfi sömuleiðis að skoða og spyrja um hlutverk ríkisins í söluferlinu á 22,5% hlut ríkisins í bankanum. 

Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og bankinn gengist við að hafa brotið lög í söluferlinu. Hann mun greiða sögulega háa sekt upp á 1,2 milljarða til fjármálaeftirlitsins vegna lögbrotanna.

Þorbjörg telur að það sé mjög skýr pólitískur leikur hjá formanni fjárlaganefndar að óska eftir upplýsingum um bankastjórann en ekki um aðkomu ríkisins að sölunni og klippa þannig á ábyrgð ríkisstjórnarinnar á því sem fór úrskeiðis.

„Ég held að fókusinn á það hver kjör bankastjórans voru stafi eingöngu af því að það sé verið að reyna að beina umræðunni í þá átt að þessi sala á ríkiseign hafi verið einhver gjörningur sem detti af himnum ofan og ríkisstjórnin hafi ekkert um að segja,“ segir Þorbjörg. 

Væri hægt að sjá toppþóknun sem afslátt

Samkvæmt upplýsingum sem Bankasýslan hefur birt opinberlega áttu söluráðgjafarnir sem sáu um útboðið að fá allt að 703 milljónir króna í þóknanir fyrir störf sín. Ekki hefur verið gefið út hversu háa fjárhæð Bankasýslan hefur greitt í söluþóknanir. Þorbjörg vill fá að vita það, skipt niður á söluaðila. Sömuleiðis hefur komið fram að Bankasýslan ætli jafnvel ekki að greiða Íslandsbanka það sem eftir stendur en Þorbjörg vill að Bankasýslan gefi út hvað muni gerast í þeim efnum. 

„Ef bankasýslan færi í það að greiða Íslandsbanka söluþóknunina alveg upp í topp þá má auðvitað alveg sjá það þannig að það sé þá verið að gefa þeim afslátt af sektinni,“ segir Þorbjörg.

Hvers vegna finnst þér skipta svona miklu máli að fá upplýsingar um söluþóknunina fram fyrir hluthafafundinn? 

„Vegna þess að til hans er boðað til þess að gera upp þessa sölu. Bankasýslan er á þessum fundi fulltrúi ríkisins og fulltrúi almennings í leiðinni. Mér finnst skipta máli fyrir almenning að við vitum fyrir þennan hluthafafund hver skilaboð bankasýslunnar verða inn á fundinn til bankans,” segir Þorbjörg og minnist orða Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, um að útboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni. 

„Eru það skilaboðin sem fjármálaráðherra telur að fulltrúar ríkisins eigi að fara með inn á hluthafafundinn?“ spyr Þorbjörg. 

Hún furðar sig á því að Bjarkey geti ekki sent út tölvupóst með fyrirspurn hennar og annarra nefndarmanna úr stjórnarandstöðunni – Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingar og Björns Levís Gunnarssonar þingmanns Pírata.

„Formaður nefndarinnar er þarna að halda því fram að Alþingi sé um megn að senda tölvupóst í sex vikur vegna sumarleyfa,“ segir Þorbjörg. 

Allt hafi snúist við

Fyrir rúmu ári síðan tilkynnti ríkisstjórnin að hún hygðist leggja Bankasýslu ríkisins niður. Það hefur ekki enn komið til framkvæmda. Nú verður Bankasýslan send inn á hluthafafundinn í Íslandsbanka fyrir hönd ríkisins. 

„Einhvern veginn virðist allt hafa snúist við,“ segir Þorbjörg „Ríkisstjórnarflokkarnir virðast bera traust til Bankasýslunnar og hún virðist líta svo á að allt hafi gengið eins og í sögu.“ 

Smáskammtar af upplýsingum

Bjarkey sagði í samtali við Heimildina fyrr í vikunni að allar upplýsingarnar um söluna myndu koma upp á yfirborðið og að það skipti ekki öllu máli hvort fyrirspurn væri send til Bankasýslunnar frá fjárlaganefnd þegar í stað eða 10. ágúst, þegar sumarleyfi lýkur. 

Þorbjörg telur þessa skýringu ekki standast. 

„Í hvaða samhengi í heiminum er það þannig ef það liggur á einhverju að það sé betra að gera það seinna heldur en fyrr?“ spyr Þorbjörg. 

„Af hverju beið hún ekki sjálf með sitt bréf ef það skiptir ekki máli hvenær hlutirnir eiga sér stað? Mér finnst það blasa við að ef það á ekki að óska eftir þeim fyrr en einhverjum vikum eftir hluthafafundinn þá missir það marks.“ 

Og Þorbjörg er óviss um að allt komi í ljós á endanum. 

„Manni líður ekki þannig að allar þessar upplýsingar verði aðgengilegar á endanum því það er verið að skammta það ofan í þingið hvað við megum vita og sjá,” segir Þorbjörg sem telur þingið einungis vera að fá smáskammta af upplýsingum. 

„Sem manni finnst hafa með það að gera að heildarmyndin eigi helst ekki að teiknast upp og þá bara í mjög litlum bútum.“

Ekki náðist í formann fjárlaganefndar við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
70
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
  Þetta kallast "íslensk menning". Ísland er yndislegt land :-)
  0
 • ÁH
  Ásmundur Harðarson skrifaði
  Með því að leggja alla áherslu á starfslokasamninga yfirmanna Íslandsbanka er verið að draga athyglina frá því sem fór úrskeiðis við söluna og ríkisstjórnin ber ábyrgð á.
  Starfslokasamningar eru byggðir á ráðningarsamningum og hafa því ekkert með söluna á hlut Íslandsbanka að gera.
  8
  • HR
   Hilmar Ragnarsson skrifaði
   Sumir stíga til hliðar, segja upp með öðrum orðum, til að forðast uppsögn eða brottrekstur vegna embættisafglapa. Ólíklegt að ráðningarsamningur nái yfir slíkt.
   1
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  VG sýnir enn að þau eru kominn á einhvern stað sem þau sjálf virðast ekki vita hvernig á að komst í burtu ? Er ekki best að hætta þessu ríkisstjórnarsamstarfi ? Lýgin og ómerkilegheitin verða ekkert ómerkilegri hjá VG liðum.
  6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
1
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
7
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
6
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
10
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár