„Ég veit ekki hvort hún var stungin vitlaust eða hvort það gerðist þegar merin hreyfði sig en nálin virðist hafa stungist vitlaust,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossa hjá Matvælastofnun (MAST), um dauðsfall hryssu við blóðtöku á vegum fyrirtækisins Ísteka síðasta sumar. Dýrinu blæddi annað hvort út eða það kafnaði.
Stofnuninni bárust tilkynningar um átta hryssur sem dóu í tengslum við blóðtöku í fyrra og hafa þær aldrei verið skráðar fleiri. Að minnsta kosti þrjú dauðsföll urðu á sama bænum. Sjö hryssur fundust dauðar 2–3 dögum eftir að blóð var tekið úr þeim. Hræin voru hins vegar grafin áður en tími gafst til rannsókna „svo það er ekkert hægt að komast til botns í þessu þannig séð. [...] Við vitum svona eitt og annað um þau en ekki með neinu öryggi um dánarorsök,“ segir Sigríður. Ekkert banni bændum að grafa hræin en „já, já“ …
Athugasemdir (3)