Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Átta fylfullar hryssur drápust í tengslum við blóðtöku

Sér­greina­dýra­lækn­ir hrossa hjá MAST seg­ir það „enga kat­ast­rófu“ þótt átta fylfull­ar hryss­ur hafi dá­ið eft­ir blóð­töku á veg­um Ísteka síð­asta sum­ar. Stað­fest þyk­ir að að minnsta kosti ein hryssa dó vegna stung­unn­ar og blæddi út og telja bæði MAST og Ísteka reynslu­leysi dýra­lækn­is­ins mögu­lega um að kenna. Hinar fund­ust dauð­ar 2–3 dög­um eft­ir blóð­tök­una.

Átta fylfullar hryssur drápust í tengslum við blóðtöku
Lyfjaframleiðsla Blóð úr fylfullum merum er nýtt í framleiðslu á lyfi sem notað er til að stjórna og auka frjósemi dýra í haldi manna, aðallega í svínarækt. Mynd: Pexels

„Ég veit ekki hvort hún var stungin vitlaust eða hvort það gerðist þegar merin hreyfði sig en nálin virðist hafa stungist vitlaust,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossa hjá Matvælastofnun (MAST), um dauðsfall hryssu við blóðtöku á vegum fyrirtækisins Ísteka síðasta sumar. Dýrinu blæddi annað hvort út eða það kafnaði.

Stofnuninni bárust tilkynningar um átta hryssur sem dóu í tengslum við blóðtöku í fyrra og hafa þær aldrei verið skráðar fleiri. Að minnsta kosti þrjú dauðsföll urðu á sama bænum. Sjö hryssur fundust dauðar 2–3 dögum eftir að blóð var tekið úr þeim. Hræin voru hins vegar grafin áður en tími gafst til rannsókna „svo það er ekkert hægt að komast til botns í þessu þannig séð. [...] Við vitum svona eitt og annað um þau en ekki með neinu öryggi um dánarorsök,“ segir Sigríður. Ekkert banni bændum að grafa hræin en „já, já“ …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Hvernig er hægt að treysta MAST ef þeir eru í liði með dýraníðingum?
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Eru engin dýraverndarlög í landinu? Er leyfilegt að taka svo mikið blóð úr dýrum að þau drepist í kjölfarið? Ógeðslegt Ísland.
    1
  • Birgir Stefansson skrifaði
    Ég hélt að það væri bannað að grafa dýrahræ heima á búunum
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Blóðmerahald

​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
AfhjúpunBlóðmerahald

PMSG: „Horm­ón eymd­ar“ frá upp­hafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár