Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jón Guðni Ómarsson: „Ég biðst afsökunar“

Nýr banka­stjóri Ís­lands­banka seg­ir bank­ann hafa gert mis­tök með því að girða ekki fyr­ir að starfs­menn bank­ans gætu sjálf­ir keypt í hon­um. Jón Guðni Óm­ars­son seg­ir bank­ann sömu­leið­is hafa gert mis­tök með við­brögð­um sín­um eft­ir að sátt hans við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið varð op­in­ber, í stað þess að sýna auð­mýkt hafi bank­inn far­ið í vörn. „Ég skil hana mjög vel,“ seg­ir Jón Guðni að­spurð­ur um hvort hann skilji reiði fólks í garð bank­ans.

Þrátt fyrir yfirlýsingar hennar um annað mátti flestum vera ljóst að Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, yrði ekki vært áfram í starfi eftir að sátt bankans við Fjármálaeftirlitið varð opinber. Alvarleg brot bankans við framkvæmd útboðs á hlut ríkisins í bankanum, sem urðu til þess að bankinn þarf að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt, buðu ekki upp á annað en einhver yrði látinn sæta ábyrgð.

Um miðja nótt var því tilkynnt að nýr maður væri kominn í brúna. Tímasetning þeirrar tilkynningar, sem og sú staðreynd að upplýsingarnar sem fjölmiðlar fengu um hana komu frá almannatengslafyrirtækinu KOM, fyrir hönd Birnu en ekki bankans, var í takt við þá klúðurslegu, og að mörgu leyti yfirlætislegu, framsetningu á upplýsingum sem einkenndi fyrstu viðbrögð Íslandsbanka og stjórnenda hans í málinu. Í fyrstu tilkynningu frá bankanum kom ekki fram …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Það eina sem mig langar að vita er hvaða regluverk þeir ætla að setja sér og hvernig framkvæma. Því ekkert hefur breyst bara orgjalfur.
    1
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Viðbrögð bankans voru engin fyrr en allt varð vitlaust. Viðskiptasiðferðið var, og jafnvel er ekkert, Það á ekki að þurfa að segja fólki allan andskotan, eins og td. að kaupa ekki í eigin banka í útboðinu. Fólk með eitthvert siðferði hefði séð að það var galið að kaupa í banka sem það vinnur í. En helv... græðgin yfirtekur alla skynsemi hjá þeim sem drifnir eru af peningagróða. Þetta spjalla bankastjórans er ekkert annað en það sem hann telur fólk vilja heyra, en ekki það sem hann stóð fyrir. Hann hefði stigið niður fæti fyrir útboð ef viðskiptasiðferði hans væri eitthvað meira en annarra í bankanum.
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Góðar spurningar.
    1
    • Kári Jónsson skrifaði
      Svör Jóns Guðna "auðmjúka" er hreint og klárt eftirá skýringar og orðagjálfur um það sem Jón "auðmjúki" heldur að almenningur og viðskiptavinir bankanns vilji heyra Íslandsbanki braut engin lög, það voru stjórnendur bankanns sem brutu lögin og voru leystir út með veglegum starfslokasamningum lesist (mútur) hvergi hefur komið fram að innherjasvindlurum hafi verið gert að selja hlutabréfin sín á sama verði og þeir keyptu og flestir hafa innleyst verðmæti svindlsins til viðbótar við múturnar.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár