Þrátt fyrir yfirlýsingar hennar um annað mátti flestum vera ljóst að Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, yrði ekki vært áfram í starfi eftir að sátt bankans við Fjármálaeftirlitið varð opinber. Alvarleg brot bankans við framkvæmd útboðs á hlut ríkisins í bankanum, sem urðu til þess að bankinn þarf að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt, buðu ekki upp á annað en einhver yrði látinn sæta ábyrgð.
Um miðja nótt var því tilkynnt að nýr maður væri kominn í brúna. Tímasetning þeirrar tilkynningar, sem og sú staðreynd að upplýsingarnar sem fjölmiðlar fengu um hana komu frá almannatengslafyrirtækinu KOM, fyrir hönd Birnu en ekki bankans, var í takt við þá klúðurslegu, og að mörgu leyti yfirlætislegu, framsetningu á upplýsingum sem einkenndi fyrstu viðbrögð Íslandsbanka og stjórnenda hans í málinu. Í fyrstu tilkynningu frá bankanum kom ekki fram …
Athugasemdir (4)