Ríkisendurskoðun hefur boðað að stofnunin muni fylgja eftir niðurstöðum stjórnsýsluúttektar sinnar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars, en stjórnsýsluúttektin var birt 14. nóvember í fyrra. Frá þessu greinir stofnunin á vef sínum í dag, en þessi eftirfylgni er ekki sögð leiða til frekari skýrslugerðar af hálfu stofnunarinnar.
Það vekur athygli að í umfjöllun á vef Ríkisendurskoðunar um þessa eftirfylgni og tilefni þess að ráðist er í hana segir m.a. að stofnunin geti „ekki dregið aðra ályktun af málflutningi fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd“ undir lok júní „en að stofnunin hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu Ríkisendurskoðunar og að ekki standi til af hennar hálfu að axla neina þá ábyrgð sem henni ber sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni.“
Bankasýslan framkvæmdaraðili sölunnar, ekki Íslandsbanki
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir við Heimildina að hann hafi sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu …
„Sjálfstæðisflokknum er einum treystandi fyrir ríkisfjármálum''